Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 25

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 25
Einar á þessu tímabili starfi skógarvarðar á Suðvesturlandi. Auk þess að vera í forystuliði skógræktar- manna, var Einar Sæmundsen mikill hesta- maður og hestavinur. Einnig á því sviði valdist hann til forystu, og hafði verið formaður Sam- bands íslenskra hestamanna um nokkurt skeið, er hann féll frá. Skógræktarmenn og hestamenn í samein- ingu reistu honum minnisvarða á Heiðmörk, og er minnisvarðinn hafði verið reistur, fór þar fram hátíðleg athöfn á afmælisdegi Einars 18. september 1971, að viðstöddum nánustu ætt- ingjum hans og samstarfsmönnum úr hópum skógræktarmanna og hestamanna. Fluttu þar ræður formaður Skógræktarfélags Islands, Há- kon Guðmundsson borgardómari, og formað- ur Sambands íslenskra hestamanna, Albert Jó- hannsson kennari, Skógum, og minntust þeir starfa Einars á hvoru tveggja þessara sviða. Minnisvarðinn, ótilhöggvinn gabbrósteinn á stöpli úr blágrýti, stendur í Skógarhlíðarkrika, og er letrað á steininn nafn Einars G. E. Sæmundsen, og fæðingar- og dánardagur. XXI. ÞJÓÐHÁTÍÐARLUNDUR Um mánaðamótin febrúar—mars 1974 boð- aði stjórn Skógræktarfélags Islands formenn allra héraðsskógræktarfélaga á fund í Reykja- vík. Var sá fundur haldinn í framhaldi af fundi skógarvarða og annarra starfsmanna Skógræktar ríkisins, og sátu þeir ásamt skóg- ræktarstjóra einnig formannafundinn. Á þessum fundi var m. a. rætt um, að vel færi á því, að skógræktarfélögin minntust með ein- hverjum sérstökum hætti ársins 1974, sem væri hvorttveggja í senn, 1100 ára afmæli íslands- byggðar og 75 ára afmæli skógræktar á íslandi. Þótti mjög koma til greina stofnun þjóðhá- tiðarlunda á svæðum hinna ýmsu félaga. Á næsta stjórnarfundi eftir formannafundinn samþykkti stjórn Skógræktarfélags Reykja- víkur að hefjast handa um stofnun Þjóð- hátíðarlundar á Heiðmörk, og skyldi efnt til fjársöfnunar meðal einstaklinga og fyrir- tækja í Reykjavík í því skyni. Var fjársöfnun undirbúin og sett í gang, og er skemmst frá að segja, að á árinu söfnuðust nokkur hundruð þúsund krónur. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 MinnisvarÖi. Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975. Svæði undir Þjóðhátíðarlundinn var valið í Löngubrekkum, skammt frá Hulduklettum, handan Strípsvegar, og voru gróðursettar um vorið og sumarið 7560 plöntur, mestmegnis stafafura og birki. Gert er ráð fyrir, að fjársöfnun og gróður- setningu í Þjóðhátíðarlundinn verði fram hald- ið á þessu aldarfjórðungsafmælisári Heið- merkur. XXII. LOKAORÐ Hér að framan hefur verið rakið í stórum dráttum það, sem gerst hefur undanfarinn aldarfjórðung á landssvæði því, sem í fram- tíðarsýn stjórnar Skógræktarfélags Islands fyrir rúmlega hálfum fjórða áratug átti að verða „Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns". Sú framtíðarsýn varð að veruleika. Heið- mörk varð til, og varð jafnvel ennþá víðáttu- meiri en það svæði, sem í erindi Skógræktar- félagsins var lýst sem „glæsileg fyrirætlun og fullkomin" ef friðað yrði. Áberandi breyting á gróðurfari hefur orðið 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.