Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 25
Einar á þessu tímabili starfi skógarvarðar á
Suðvesturlandi.
Auk þess að vera í forystuliði skógræktar-
manna, var Einar Sæmundsen mikill hesta-
maður og hestavinur. Einnig á því sviði valdist
hann til forystu, og hafði verið formaður Sam-
bands íslenskra hestamanna um nokkurt skeið,
er hann féll frá.
Skógræktarmenn og hestamenn í samein-
ingu reistu honum minnisvarða á Heiðmörk,
og er minnisvarðinn hafði verið reistur, fór þar
fram hátíðleg athöfn á afmælisdegi Einars 18.
september 1971, að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum hans og samstarfsmönnum úr hópum
skógræktarmanna og hestamanna. Fluttu þar
ræður formaður Skógræktarfélags Islands, Há-
kon Guðmundsson borgardómari, og formað-
ur Sambands íslenskra hestamanna, Albert Jó-
hannsson kennari, Skógum, og minntust þeir
starfa Einars á hvoru tveggja þessara sviða.
Minnisvarðinn, ótilhöggvinn gabbrósteinn á
stöpli úr blágrýti, stendur í Skógarhlíðarkrika,
og er letrað á steininn nafn Einars G. E.
Sæmundsen, og fæðingar- og dánardagur.
XXI. ÞJÓÐHÁTÍÐARLUNDUR
Um mánaðamótin febrúar—mars 1974 boð-
aði stjórn Skógræktarfélags Islands formenn
allra héraðsskógræktarfélaga á fund í Reykja-
vík. Var sá fundur haldinn í framhaldi af
fundi skógarvarða og annarra starfsmanna
Skógræktar ríkisins, og sátu þeir ásamt skóg-
ræktarstjóra einnig formannafundinn.
Á þessum fundi var m. a. rætt um, að vel færi
á því, að skógræktarfélögin minntust með ein-
hverjum sérstökum hætti ársins 1974, sem væri
hvorttveggja í senn, 1100 ára afmæli íslands-
byggðar og 75 ára afmæli skógræktar á íslandi.
Þótti mjög koma til greina stofnun þjóðhá-
tiðarlunda á svæðum hinna ýmsu félaga.
Á næsta stjórnarfundi eftir formannafundinn
samþykkti stjórn Skógræktarfélags Reykja-
víkur að hefjast handa um stofnun Þjóð-
hátíðarlundar á Heiðmörk, og skyldi efnt til
fjársöfnunar meðal einstaklinga og fyrir-
tækja í Reykjavík í því skyni.
Var fjársöfnun undirbúin og sett í gang, og
er skemmst frá að segja, að á árinu söfnuðust
nokkur hundruð þúsund krónur.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
MinnisvarÖi.
Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975.
Svæði undir Þjóðhátíðarlundinn var valið í
Löngubrekkum, skammt frá Hulduklettum,
handan Strípsvegar, og voru gróðursettar um
vorið og sumarið 7560 plöntur, mestmegnis
stafafura og birki.
Gert er ráð fyrir, að fjársöfnun og gróður-
setningu í Þjóðhátíðarlundinn verði fram hald-
ið á þessu aldarfjórðungsafmælisári Heið-
merkur.
XXII. LOKAORÐ
Hér að framan hefur verið rakið í stórum
dráttum það, sem gerst hefur undanfarinn
aldarfjórðung á landssvæði því, sem í fram-
tíðarsýn stjórnar Skógræktarfélags Islands fyrir
rúmlega hálfum fjórða áratug átti að verða
„Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns".
Sú framtíðarsýn varð að veruleika. Heið-
mörk varð til, og varð jafnvel ennþá víðáttu-
meiri en það svæði, sem í erindi Skógræktar-
félagsins var lýst sem „glæsileg fyrirætlun og
fullkomin" ef friðað yrði.
Áberandi breyting á gróðurfari hefur orðið
23