Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 32

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 32
sem þekur hæðir og ása í Garðahreppi og e. t. v. einnig á Álftanesi.*) Um þetta skal þó engan veginn fullyrt, en benda má á eina staðreynd sem styður að minum dómi tilgátuna um dyngju á áðurnefndum stað en ltún er sú, að í Herdísarvíkurfjalli má sjá fornt móbergslandslag, sem færst hefur í kaf af hraunum, sem líta út fyrir að vera dyngjuhraun og hljóta að vera komin af svæðinu nálægt núverandi Bláfjöllum. Grá- grýtisþekjan á Urðarfelli norður af Svörtu- björgum ofan við Selvog á væntanlega rætur að rekja til sömu eldstöðvar. Móbergið í Herdísarvíkurfjalli er þá sennilega frá næst síðustu ísöid, því að jafnaði má reikna með að meiri háttar móbergsmyndanir merki ísöld en hraun runnin á íslausu landi marki hlý- skeið. Utlit grágrýtisins er öllum kunnugt og verður ekki út í það farið hér en vísað til greinarkorns í Náttúrufræðingnum frá árinu 1972 (Jónsson 1972C), en iþar má finna nokkurn fróðleik um það. Þar sem borað hefur verið gegnum grágrýtið hefur sums staðar kom- ið í Ijós að undir því eru setlög, án efa mynduð í vatni. Um útbreiðslu þeirra er ekki mikið vit- að. Jökulberg kemur fyrir á 200 m dýpi undir yfirborði við Rauðhóla, en um útbreiðslu þess er heldur ekki vitað. ísaldarminjar i Heiðmörk. Hér að framan var að því vikið að jökla hafi leyst af þessum landshluta fyrir um það bil 10.000 árum eftir að landið hafði verið jöklum hulið í um 60.000 ár að þvi er talið er. Á því tímabili hefur eldvirkni mikil átt sér stað undir ísnum. Þá varð til *) Eftir að þetta var ritað hef ég í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar frá árinu 1931, sem dr. Finnur Guðmundsson hefur góðfúslega lánað mér, fundið að Guðmundur hefur talið að grá- grýtisdyngja væri suðaustur af Grindaskörðum og nefnt gíginn Stórkonugíg. Lætur hann að því liggja, að þaðan geti grágrýtið kringum Hafnarfjörð verið komið. 30 móbergsmyndun sú sem yngst er á Reykjanes- skaga og gera má ráð fyrir að hylji eldstöðv- ar, sem virkar voru fyrir síðustu ísöld og áður er að vikið. Ein af þeim ísaldarminjum í Heiðmörk, sem maður hvað fyrst veitir athygli eru fágað- ar grágrýtisklappir, hvalbök. Að norðan eða öllu heldur norðvestan eru klappirnar oft í bröttum stöllum og víða má sjá björg og stundum heila stuðla, sem ísinn hefur rifið úr klöppunum en ekki megnað að færa nema fáa metra og stundum hefur hann aðeins náð að losa lítillega um stuðlana en ekki fært þá úr stað. í gagnstæða átt er halli klappanna aflíðandi. Sýnir þetta straumstefnu jökulsins en oft má marka hana enn betur af rispum eða rákum á bergfletinum. Þessar rákir eru eftir steina, sem voru í botni jökulsins og ristu þessar rúnir í bergið um leið og ísinn skreið fram. f Heiðmörk er stefna rákanna norðvest- læg og sýnir það straumstefnu jökulsins á loka- stigi ísaldar. Einstaka sinnum sér maður á klöppunum steina þá sem gert hafa rákirnar, endar þá rákin undir steininum. Þetta má sjá á a.m.k. tveim stöðum í ofanverðri Heiðmörk en ekki skal það nánar til tekið hér. Stórir steinar liggja víða á þessum íssorfnu klöppum og eru slík björg nefnd grettistök. Þau eru allvíða í Heiðmörk. Stundum finnur mað- ur hálfmána-formaðar grópir, sem liggja nær hornrétt í stefnu ísrákanna. Þær eru nefndar jökulgrópir (Einarsson 1968). Þær eru til í Heiðmörk en ekki mjög venjulegar. Þegar jökullinn bráðnar verður eftir það efni sem í ísnum var bæði í botni jökulsins, inni í ísnum og á yfirborði hans. Þetta myndar Jtað, sem venjulega er nefnt jökulurðir en ekki er það ævinlega réttnefni og væri jökulset oft nær sanni og svo er víða og jafnvel víðast í Heiðmörk utan þess, sem þegar hefur verið nefnt. Jökulurðin er yfirleitt ólagskipt og sam- anstendur af möl, sandi og leir ásamt steinum í öllum stærðum. Oft eru steinarnir rákaðir og mjög oft yúllaðir og bera þess merki að hafa rúllast í vatni en mikill vatnagangur hefur að sjálfsögðu verið í jöklinum og við hann á lokastigi tilveru hans, er því eðlilegt að allt sé í hrærigraut á slíkum stöðum bæði jökulurðir og vatnaset. Myndanir af þessu tagi eru und- irstaða gróðurs í Heiðmörk. Víða er þar jökul- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.