Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 34

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 34
urðin ber og með sérkennilegum gráum lit. Á vorin þegar efsta lag hennar hefur náð að þiðna er illfært um hana sökum aurbleytu. Jökulurðir eru um alla Heiðmörk en einna mest áberandi á svæðinu báðum megin vegarins vestur um Tungur sunnan Hjalla en á því svæði hefur uppblástur eytt jarðvegi svo á köflum er örfoka land. Víðast hvar annars staðar í Heiðmörk er jökulurðin hulin mold og gróðri en stærstu steinar standa upp úr. Vest- antil í Heiðmörk má á stöku stað sjá harðnaðan og mjög þéttan jökulruðning næst ofan á grágrýtinu og stundum með jökulrákum eins og það. Þetta er jökulberg (tillit) og er senni- lega botnurð frá síðustu ísöld (Jónsson 1960). Þar sem ár hafa runnið í jökulgöngum undir ísnum hafa myndast malarásar. Einn slikur, þó lítill sé, er við Myllulæk og tjörn suður af Elliðavatni og norðan vatnsins vottar fyrir malarási líka. Rétt sunnan við Jaðar við vesturbrún hraunsins vottar fyrir malarhjalla, sem sennilega hefur myndast við jökullón, sem verið hefur þar sem nú er Elliðavatn. Hefur það verið miklu stærra og náð austur að Lækjarbotnum áður en árnar náðu að sverfa niður þröskuldinn milli þess og sjávar. Nútimahraun (Postglacial lavas). Hraun liggja að Heiðmörk á þrjá vegu, sunnan, austan og vestan. Að austan eru Hólmshraunin, að sunnan Húsfellsbruni og að vestan Búrfellshraun. Raunar keiiiur enn eitt hraun Heiðmörku við þó lítið nái það inn fyrir landamerki hennar. Það er Leitahraun en í því eru Rauðhólar. Má því segja að Heið- mörk sé hraunum girt nema að norðvestan. Búrfellshraun er á vesturjaðri Heiðmerkur og liggur girðingin niður eftir hrauninu þar sem það hefur fallið norður með Vífilsstaða- hlíð. Upptök hraunsins eru í Búrfelli en það er skammt eitt utan girðingar. Búr- fell virðist hafa gosið aðeins einu sinni og var það samkvæmt rannsóknum Guðmundar Kjartanssonar (1972), fyrir um það bil 7200 árum. Hvað Búrfellshraun varðar vísast að öðru leyti til ritgerðar Guðmundar. Sunnan við Heiðmörk er ein óslitin hraun- 32 breiða frá Búrfelli og allt austur að Blá- fjöllum. Lausleg athugun bendir til að milli Búrfells og Heiðmerkur séu a.m.k. 13 mis- munandi hraunstraumar. Nokkrir þeirra ná inn í Heiðmörk. Sá þeirra er lengst nær til norðurs í Heiðmörk vestanverðri nefnist Strípshraun. Runnið hefur það yfir eldri hraun og ein örmjó hraunkvísl kemur fram undan því og liggur austur um Mörkina þvera alveg austur að Hólmshraununum. Hafa bíla- stæði verið gerð á þessari hraunkvísl, sem runnið hefur eftir lægð milli grágrýtisása. Austast í Heiðmörk eru Hólmshraunin. Það eru 5 mismunandi hraunstraumar og hefur sá þeirra, sem elstur er runnið því sem næst þvert yfir Leitahraun gegnt Hólmi. Af því er ljóst að öll þessi fimm hraun hljóta að vera yngri en Leitahraun. Nýjustu aldursákvarðanir gerðar með geislakols (C14)-aðferð sýna að Leitahraun mun vera um 4630 ára gamalt. Er þar með ljóst að öll Hólmshraunin fimm eru yngri en þetta. Um upptök þeirra er ekki vit- að annað. en það að þau hljóta öll að vera komin frá eldvörpum á svæðinu milli Blá- fjalla og Þríhnúka og e.t.v. að þeim meðtöldum Að öðru leyti vísast til greina í Náttúrufræð- ingnum um þessi efni (sbr. heimildaskrá). Bergsprungur og misgengi I upphafi þessa máls var á það minnst að sprungur og misgengi væri eitt af því, sem einkenndi Heiðmörk. I sjálfu sér er það svo að það eru misgengin, sem skapa megindrætti landslagsins í Heiðmörk einmitt þar sem það er sérkennilegast og fegurst. Aðalmisgengið er Hjallamisgengið, sem nær frá Vífilsstaðahlíð norður að Elliðavatni, og er það um 5 km leið. Þar sem þetta misgengi er hæst er það um 65 m hátt. Brúnin er ekki bein heldur mynd- ar nokkrar stórar og dálítið óreglulegar bog- línur. Sunnan við þessa megin-brotlfnu hefur landið sigið. Er það svæði rist að endilöngu af sprungum og misgengjum, sem rekja má um Heiðmörk þvera. Um aldur þessara brota er það að segja að þau hafa verið til áður en Búr- fellshraun rann fyrir meira en 7000 árum sem sjá má á því að smá hrauntunga hefur teygt sig nokkur hundruð metra austur með aðalmis- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.