Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 36
A Hjallabrún, séð til
norðurs. Dœmi um mis-
gengi. Ljósm.: Stefán
Nikulásson 1975.
genginu áður en hraunið náði framrás norður
með Vífilsstaðahlíð. Að hreyfingarnar hafa
haldið áfram síðan er fullljóst af því að Búr-
fellshraun er brotið um þvert á fleiri stöðum
og misgengi í því a. m. k. 12—15 m samtals
(Jónsson 1965). Engum efa er það hundið að
hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði enda
hlýtur hver sá sem um það gengur að gera sér
grein fyrir því. Samkvæmt mjög nákvæmum
mælingum Eysteins Tryggvasonar (1968) nem-
ur höggunin að jafnaði um 2.8 mm á ári sé um
jafna höggun (misgengi) að ræða, sem þó
naumast er trúlegt. Hinar löngu grasi grónu
lautir, sem svo mjög einkenna þennan hluta
Heiðmerkur eru sprungur og misgengi þar sem
jarðvegur hefur sigið niður í sprungurnar. Þar
fær gróðurinn skjól og jarðvegurinn þykknar ör-
ar en annars staðar. Sprungurnar valda hins veg-
ar því að vatn nemur ekki staðar á yfirborði
en hverfur fljótlega niður í sprungurnar.
Grunnvatn kemur því ekki fram i Heiðmörk
sjálfri nema í Myllulæknum, Gvendarbrunn-
um og við Silungapoll. Uppspretturnar á þess-
um stöðum eru á mjög áberandi hátt í tengsl-
um við sprungur og misgengi.
Nokkur hluti þessa mikla sprungukerfis er
nú án efa hulinn hraunum, enda má víða
sjá misgengi hverfa inn undir hraun í Heið-
mörk. Að sprungurnar sjást ekki í hraun-
unum austast í Heiðmörk sýnir að þau eru
ung. Höggunin er það hægfara að hún hef-
ur ennþá ekki náð að brjóta þau svo að sýni-
legt sé á yfirborði. Geta má þess að vitað
er um sýnilegt misgengi í Leitahrauni. Það
virðist því mega ætla að yngstu Hólmshraun-
in séu verulega yngri en það. Það yngsta
þeirra eða jafnvel tvö þeirra yngstu gætu
verið frá sögulegum tíma.
Summary
Geological descriplion of Heiðmörk.
Heiðmörk is characterised geologically by
the wide-spread faulting and recent lava fields.
These two phenomena have been most im-
portant in forming the landscape.
The area was first described in 1924 (Keil-
hack 1925) and since has been intensively sur-
veyed (Tryggvason & Jónsson 1958, Jónsson
1965, 1972).
Doleritic basalts form the bedrock. They
most likely originated during the last Inter-
glacial from craters west of Bláfjöll. Be-
low these can be found tuffs, tillites and lacus-
trine deposits formed during preceding periods.
The area shows clear signs of glaciation, es-
pecially glacially polished rocks often showing
34
ÁRSRIT SKÓGR/EKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975