Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 43
Myllulœkjartjörn.
gamburmosi. Lengi framan af sjást aðeins
smábrúskar og flekkir þessara plantna á stangli
í hrauninu, en eftir því sem árin líSa verða
þeir þéttari og þéttari og að lokum klæðist
hraunið svo til samfelldri gamburmosabreiðu
en upp úr henni standa hraunnibbur með flétt-
um á víð og dreif. Neðsta mosalagið deyr
smám saman og rotnar og breytist í jarðveg,
en áfok hjálpar til við jarðvegsmyndunina.
Ýmsar fleiri mosategundir vaxa í mosaþemb-
unni, en gamburmosans gætir langmest.
Eftir því sem jarðvegur myndast skapast vaxt-
armöguleikar fyrir blómplöntur sem setjast nú
að í mosaþembunni í vaxandi mæli. Fyrstar á
vettvang eru oftast krækilyng, blávingull, móa-
sef, axhæra og fleiri tegundir, sem vaxa í fyrstu
dreift en verða smám saman þéttari því mos-
inn stenst ekki samkeppnina við þær. í hraun-
unum í Heiðmörk ber mest á lyng- eða heiða-
gróðri, mólendi eins og það er oftast kallað,
en minna ber á graslendi og jurtastóði ]dó það
sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum.
Gamburmosinn hverfur að mestu en ýmsar aðr-
Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975.
ar mosategundir koma í þeirra stað og gætir
oft allmikið, einkum innan um lyngið.
Víðitegundir og birki berast nú einnig að og
eftir því sem jarðvegur eykst dafnar birkið
betur og að lokum myndast kjarr eða skógur.
Þessi rás plöntusamfélaga, þegar eitt samfé-
lagið tekur við af öðru og lýkur loks með
myndun birkiskógar, tekur mjög mislangan
tíma eftir staðháttum, en víðast hvar fleiri ald-
ir eða jafnvel þúsundir ára. Benda má á það,
að gróður í Kapelluhrauni sunnan Hafnar-
fjarðar er ekki kominn öllu lengra en á gamb-
urmosastigið, en það hraun er þó að minnsta
kosti eitt þúsund ára gamalt. Aftur á móti eru
hraun kringum Fleklu, þar sem áfokið er marg-
falt meira, miklu fljótari að gróa upp og gróð-
ur í 60—100 ára gömlum hraunum þar er þegar
kominn á gamburmosastig.
Mólendið í Heiðmörk er víðast hvar vaxið
krækilyngi, beitilyngi og sortulyngi sem aðal-
tegundum, en bláberjalyng er nokkuð víða og
aðalbláberjalyng vex á stöku stað í lautum en
gætir þó hvergi að neinu marki.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
4J