Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 46
tF
1
^ðbgat)iy''
úr því. Útfallið úr Elliðavatni er rétt að telja
hér með vegna vetrarsetufugla, sem þar er oft
að finna.
Myllulækurinn var fyrr nefndur. Ilonum
nokkru norðar rennur lindarlækur um vot-
lendismóa til Elliðavatns.
7. Mýrar: Mýrarsvæðin er'u þegar talin í
sambandi við vötn og ár.
8. Tún eru út frá bæjunum að Vatnsenda og
Elliðavatni og hin síðari ár hafa orðið til
ræktunarsvæði með görðum og grasflötum í
kringum sumarbústaði, sem er víða að finna
en þó hið neðra við vötnin, þó dreifst hafi þeir
upp um Vatnsendahlíð og Vatnsendaheiði.
Grasteyginga, mela og móa er að finna inni í
brununum eða í vikum milli þeirra og á sum-
um stöðum eru nokkuð stór svæði, t. d. Elliða-
vatnsheiðin, þar sem brunar hafa ekki náð að
leggja undir sig liolt og hæðardrög. A þessum
svæðum eru kjarrlendi mest og samfelldust.
9. Hraunin í allri sinni margbreyttu lögun og
gerð, djúpum hraunbollum sumum grasigrón-
um, háum hraunsnösum og nefjum, sprungn-
um hraunhólum og mosagrónum brunarimum.
A sumum þessum hraunflákum hefur smjör-
víðir og birki náð fótfestu ásamt sortulyngi,
krækiberjalyngi og skriðulum blómjurtum.
Eg tel Heiðmörkina búa yfir 9 gerðum kjör-
lenda fyrir fugla. Ég hefi eigi enn talið hið
nýja landnám barrtrjáa, sem hófst fyrir 25 ár-
um en setur þegar svip á Mörkina ekki síst
á vetrum og um fartíma fugla að vorlagi. Við
sem höfum þekkt Reykjavík nær trjávana og
lítum til fugla, höfum gjörla séð hversu áhrif
trjáræktar hafa orðið á fuglalíf borgarinnar og
44
án efa mun sömu áhrifa gæta hið efra í Mörk-
inni.
☆
Ekki get ég sagt að ég hafi stundað fugla-
rannsóknir í Heiðmörk. Gönguferðir hefi ég
átt margar inn á svæðið á öllum árstímum og
unnið þar að skógrækt nokkrar stundir árlega
í 25 ár. Hugleiðingar mínar eru reistar á því,
sem fyrir augun hefur borið af fuglum á göng-
um mínum.
☆
Það er komið fram að lokum þorra. Stór-
liríðar hafa hamast. Fannir í lautum. Vötn
lögð og ár falla milli skara. Feykt hefur snjó
af holtum og móum í Elliðavatnsheiði. Upp
úr sinustráum móanna flögrar hópur snjótitt-
linga með skvaldrandi seim. I vari við kjarr
fyrir norðaustanátt eru rjúpubæli. Lítil ís-
skænd ‘ fylgsni með hrúgu af rjúpnasaur við
opið undan vindinum og snjódriftinni. Vængja-
för í mjöllinni og þarna fara nokkrar á rykk-
flugi. Dökk nef, stél og svartar rákir flug-
fjaðra skera sig úr lit fjaðurhams og fannar.
Niður við Elliðavatnsbæinn flögrar upp skóg-
arþröstur og er ég nálgast Myllulækinn baksa
tvö ferlíki til flugs, langir fætur langt aftur
fyrir stél og langt nef á essbeygðum hálsi skagar
fram eins og burtreiðarstöng. Gráhegrar! í
fjörum sunnan Staðar í Grindavík hefðu þeir
ekki komið á óvart en hér vekja jteir furðu.
Þrír hrafnar fljúga að þeim. Einn veltir sér
af undrun eða ánægju yfir tilbreytingunni í
vetrarfábreytninni.
Út af Þingnesi er stór vök. I henni standa á
höfði fjórar álftir en uppi á skörinni stendur
ein á öðrum fæti með höfuð undir væng. Þrjár
eru gráar. Ungar frá sumrinu. Dökkar saur-
hrúgur álftanna eru við skörina. Hjá þeim
standa tvær krokulegar veiðibjöllur.
Vestan vatnsins er löng vök upp frá útfall-
inu með landinu. Hvað er þetta, fuglar í vök-
inni? Sól nær að skína og það er eins og hún
veki þá til leiks eða sóldýrkunar. En það busl.
Þetta eru tvær tegundir. Þrjár hvinendur. Tveir
steggir og ein kolla. Hvílík bakköst með hausn-
um hjá steggjunum. Halda þeir þó sól skíni
að komin sé mökunartíð? Þetta eru ameríkan-
ar, náskyldir húsöndinni, sem heldur sig eink-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975