Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 47

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 47
um á Mývatni og þekkist frá henni á hvíta blettinum á kinnum, sem er hringlaga en á þeirri mývetnsku hálfmánalaga. En hinar sjö. Fjórar gulandarkollur og þrír steggir. Hvílík litadýrð. Blýgráar svartflikróttar kollur en herramennirnir með Ijósgular bringur, síður og kvið sem slær roðalit á, rauða fætur, gráar og dökkar vængja- og bakfjaðrir. Uppi á skörum og syndandi í útfallinu eru stokkendur beggja kynja. Hve litadýrð þeirra er áberandi í lággengri sól á þorra í útjaðri Heiðmerkur. ☆ Uppstigningardagur og Heiðmörk hefur orð- ið fyrir valinu til gönguferðar. Gangan hefst við Rauðhóla. Inni í hólunum framan í einu gjallstálinu er hrafnslaupur. Annar hrafninn liggur á en hinn hreytir úr sér önugheitum þar sem hann hoppar uppi á brúninni. I mýr- lendinu austur af hólunum að Hellutjörn eru nokkrar grágæsir á beit. Grafandarhjón eru á sundi á einni tjörninni og í mýrinni að baki þeim eru þrír jaðrakanar. Roðalitur þeirra er áberandi við fölgrænt grasið og eigi dregur úr formi og litum þegar grafandarsteggurinn teygir upp hausinn svo hvíti taumurinn upp hálshliðina kemur í ljós í allri sinni lengd. En hvað flýgur þarna með svona hröðu blaki — löng stél á sumum — hávellur — á hvaða leið? Líkast til norður úr vetrarheimkynnum við Suðurnes. Þessir hánorrænu fuglar, sem á hlý- viðrisskeiðinu hérlendis hefur fækkað, — flutt sig lengra norður. Bót er að þær kunna að meta grunnsævið á veturna hér við suðvestur- landið, kvikir og háværir til ununar fyrir augu og eyru. Fleira er um óvænta gesti. Tifa ekki þarna á tíðu vængjablaki langnefjaðar toppendur. Þær stefna niður eftir til sjávar. Var það ekki fuglafræðileg frétt, þegar toppönd fannst verp- andi hér í Heiðmörk? Þarna spígspora tveir rauðfættir stelkar og þar fer einn á kastflugi með lafandi vængi. Hann á einhverjar óuppgerðar sakir við annan hinna á jörðu. Alveg rétt, hann lendir nærri honum smellandi í góm og leggur til atlögu við hann með framréttan gogg á sveigðum hálsi, stélið uppsveigt eins og fjaðraskúfur í hatti lífvarðar. Það er hlaupist á, hoppað, smellt, flögrað eða stokkið í loft upp uns ann- ar hörfar. Það er barist um lífsánægjuna. Ég sveigi fyrir vesturenda Hellutjarnar. Þar synda tveir drifhvitir svanir. Ég fer um bakka Kirkjuhólmstjarnar, þar sem leynast vogar og vatnsskvompur í hraunjaðrinum, lyfta sér upp með einu vængblaki sjö litfagrar smáendur; grænleitur iitur er áberandi og bláleitur spegill í væng. Ekki er um að villast á lit og flugtaki að hér fara urtendur. Á steinnibbu dillar sér steindepill. Litarák- irnar sýna, að þessi er karlfugl. „Velkominn frá Eþíópíu," segi ég og hann klappar og hneig- ir sig djúpt í ökklaliðunum. „Þeir kunna sig sem víða fara." Annars hefur steinklöppunni stórfækkað. Ástæður? Köld vor hér heima. Þurrkar og hungursneyð fólks í vetrarheim- kynnum. f Grindavík, sem var mikil stein- deplabyggð hefur vart sést steindepill hin síðari ár. Þegar upp í kjarrlendi Elliðavatnsheiðar kemur ómar loft og jörð af athafnalífi fugla. Til himins stígur nær lóðrétt á ört tifandi ^ængjum þúfutittlingur, og tístir í sífellu. Þá nemur hann staðar, steypir stömpum og rennir sér í sveig niður á þöndum vængjum og út- breiddu stéli og um lítinn gogg berst skær klið- runa. Aftur verður hnykkur á leiðinni og nú er tekin stefna skáhallt niður á svifflugi og leikið undir með angurværu tísti. Þetta er flug- stef þúfutittlingsins. Óður til maka eða við- vörun til keppinauta um landnám og sumar- ást. „Jæja, þú ert kominn, spói, og búinn að ná röddinni." Fyrir nokkrum dögum sá ég spóahóp fljúga yfir Sólheimasand lágt með ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.