Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 48

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 48
J jörðu og þegjandi. Síðastur farfugla, enda sagt er til spóa heyrist að þá væri liðinn vetur og vorharka. Frændi lians fjöruspóinn, sem víða dvelur vetrarlangt í fjörum á Suður- og Suð- vesturlandi, en þekkist á því að hann vantar augnrákina, ruglar stundum, svo að spóakaffi verður veitt of snemma. Inni í runna eða í grasi kallar hrossagaukur „gigg-gigg“ e®a hvín í jaðarstélfjöðrum hans við snögga stefnubreytingu á þotuhraða til bogalaga flugleiðar niður á við. Á fnelbleðli klingja tveir tjaldar um leið og þeir hringsóla livor um annan með hangandi goggum, svo að þeir nær strjúkast með jörðu. Þeirra ástarjátningar eru þuldar í sandinn með- an hrossagaukurinn fær loftið til að óma. Frá rauðgrenilundi uppundir Torgeirs- stöðum berst hávær söngur skógarþrastar. Ann- ar flýgur úr kjarri við hlið mér með frekju- legu gogg-hljóði. Þarna fara yfir höfði mér fimm auðnutitt- lingar á hoppkenndu flugi og sí-tístandi. Þeir slá sér allt í einu niður í einn runnann. Eg tek stefnu á Strípshraun í átt til Hey- krika. Þegar mig ber að jaðri hraunrimans berst að mér söngur sólskríkju. Ég svipast um en sé ekki fuglinn en kem auga á kven-sól- skríkju, sem flýgur lágt með jaðrinum með snjótittlingsklið. Rauðsokkur myndu umhverf- ast gegn skaparanum, ef karlkyni í mannheim- um myndu gefnir slíkir yfirburðir í söng. Fátt lætur Ijúfar í eyrum en sólskríkjusöngur. Ég minnist þess, er ég hafði lengi legið á brún Hornbjargs með þvaður bjargfugls í eyrum, hve sólskríkjusöngur neðan úr urðum dalsins var unaðslegur. Þorsteinn Erlingsson kveður vart um sólskríkjusöng í kvæði sínu „Sólskríkj- an“ heldur söng skógarþrastar. Báðar raddirnar eru fallegar en þó er söngrödd músarrindils fegri. Ur því að ég minnist á þann fugl, þá er rétt að geta þess, að eitt sinn, er ég var á göngu að sumarlagi neðan við Jaðar í Heið- mörk barst til mín söngur músarrindils. Hvað situr þarna á hárri nibbu? Rjúpu- karri! I-Ivítflikróttur. Ekki er hann kominn á hreiðurvörslu strax? Hann tekur sig upp og á lotuflugi svifs og vængjablaks skýst hann til jarðar á hlið við mig og lendir á hlaupum og stefnir að öðrum karra. Báðir láta vængi lafa, reisa sig og rauðu augnahrúnahleðlarnir tútna út í blöðru. Þeir lenda í áflogum. Hlaup- ast á, höggva hvor til annars með goggunum en gera þó meira að því að flögra upp eins og þeir ætli aftur fyrir sig en með þessu koma þeir betur við klóm fótanna. Góða stund horfi ég á þá. Allt í einu taka þeir á sprett við hlið hvor annars og eftir stutta vegalengd fljúga þeir hvor til sinnar hliðar. Hér munu hafa far- ið fram erjur um landsvæði. Á göngu minni um Elliðavatnsheiði hafa hlaupið með mér eða flögrað undan mér og á stundum tyllt sér á þúfur heiðlóur og þeirra „dýrðin-dí“ eða „dí-dí“ hefur verið undirleikur allra annarra fuglaradda. Einstaka lóu sá ég fara á ást- leitnisflugi og þá gefið frá sér langdregnara „dí-dí“ með áherslu. Ur því að ég minntist á þúfu, skyldi þess getið að víða um Heiðmörk getur að líta væn- ar og vellagaðar fuglaþúfur, sem eru nokkurs- konar bautasteinar fuglalífsins. Ég er kominn í Heykrika og tek stefnu ská- hallt yfir holtahryggina tvo, Löngubrekkur og Tungur. Mig langar að heyra einu sinni enn vell í sendlingi en það upplifði ég eitt sinn í júní á þeim slóðum. Sendlingurinn er einn þessara staðfugla, sem eiga sitt stutta far. Eru á vetrum í stórhópum í hérlendum fjörum en leita á sumrum upp til heiða — jafnvel há- öræfa. Á vetrum berst frá hinum félagslyndu fuglum léttur skvaldrandi en á varpstöðvum vellir hann og það vell lætur ljúfar í eyrum en vell spóans. Er ekki eins klingjandi. 46 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.