Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 55
Rostrup frá Möðruvöllum, Hálsskógi og Húsa-
fellsskógi. Þeir sem síðar hafa safnað hér
sveppum hafa ekki fundið hann, heldur aðeins
St. purpureum, en þessar tegundir geta ver-
ið mjög líkar, og því sennilegt, að eitthvað
af fyrrnefndum fundum eigi við þá tegund.
Sjálfur hallast ég að því, að báðar tegundirnar
séu hér til, enda hafa nokkur eintök, sem ég
hef safnað f Vaglaskógi, Hallormsstaðarskógi
og Lystigarðinum á Akureyri ýmis greinileg
hirsutum-e.mV.enm, án þess þó að vera óyggj-
andi sú tegund.
Talið er að St. hirsutum geti valdið fúa í
særðum trjám og viði af lauftrjám. Ekki er
vitað um skaða af völdum hans hér.
Stereum purpureum (Pers. ex Fr.) Fr. (fjólu-
skinni, purpuraskinni) (= Chondrostereum
purpureum (Pers. ex Fr.) Pouz. = St. corli-
cosum (Fr.) Fr.).
Mjög líkur undanfarandi tegund, nema
ekki eins leðurkenndur (oft talinn fremur
brjóskkenndur), börðin þéttari og meira þak-
lögð, hárin á efra borðinu samfelldari, vatt-
kennd, ljósgrá eða brúnleit, með ógreinileg-
um beltum. Gróbeðurinn sléttur, fjólublár-
purpurarauður á ungum eintökum, en gulbrúnn
eða bleikur á gömlum. Gróin 6—10 ^ á lengd,
og 3—5 n á breidd. Eins og undanfarandi teg-
und vex St. purpureum hér eingöngu á stubb-
um, bæði á barkfletinum (hliðunum) og á við-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1<I75
Slereum purpureum (pur-
puraskinni) á birkistubb
í Vaglaskógi, sumarið
1961. Ljósm.: H. Hg.
arfletinum að ofan. Hann er oft mjög áber-
andi, t. d. í Vaglaskógi, en þar mun hann hafa
fundist fyrst, eða um aldamótin af Ólafi Dav-
íðssyni (Rostrup 1903 undir nafninu St. „vorti-
cosum"), og síðan hafa flestir sveppamenn
fundið hann þar. Hann hefur einnig fundist
í Fellsskógi í Kinn í S.-Þing., og líklega einnig
á Hallormsstað (H. Hg. 1960), og í görðum á
Akureyri, en ekki er vitað um hann á Suður-
eða Vesturlandi.
St. purpureum er einkum jiekktur l’yrir að
valda svonefndu „silfurgliti“ á blöðum ýmissa
trjátegunda og runna, en það lýsir sér þannig,
að blöðin gulna ofurlítið en fá síðan sérkenni-
legt málmkennt glit, sem minnir á blý eða
tilfur. Stafar þetta af því að húðlagið lyftist
f’rá frumunum sem undir eru og innihalda
grænukornin, svo fram kemur ljósbrot í blöð-
unum. Tré sem hafa þennan sjúkdóm eru
oftast m. e. m. brúnlituð inni í bolnum, af
efnaskiptum sveppsins, án þess þó að um sé
að ræða fúa í jreim.
Stereum sanguinolentum (Alb. & Schw. ex Fr.)
Fr. (dreyraskinni).
Myndar þunnar, brúnleitar skorpur eða smá-
börð á stubbum og stofnum af barrtrjám. Börð-
in brún eða grábrún á efra borði, með aðlæg-
um hárum, sem oft mynda belti. Gróbeðurinn
sléttur, grágulur-gulbrúnn eða brúnn, litast
53