Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 62

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 62
Minnst látinna skógræktarmanna Asgeir L. Jónsson Ásgeir Lárus Jónsson var fæddur 2. nóv- ember árið 1894 að Þingeyrum, A.-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Jón Ásgeirsson bóndi á Þingeyrum og Guðbjöfg Árnadóttir. Asgeir L. Jónsson Leið Ásgeirs lá, eins og margra bændasona þar nyrðra, í Bændaskólann á Hólum, því um fátt annað var að velja fyrir unga menn, er vildu leita sér menntunar á þeim tímum. Frá bændaskólanum lauk Ásgeir prófi árið 1914, aðeins tvítugur að aldri. En hugur hans stóð til frekara náms og fór hann því til Danmerk- ur og kynnti sér starfsemi Heiðafélagsins og síðar til Þýskalands, þar sem hann lauk prófi í vatnsvirkjafræði við Die Kulturbauschule zu Suderburg árið 1922. Þegar Ásgeir kom heim að loknu námi réðst hann til verkfræðistarfa við Flóaáveituna og vann við hana fram til ársins 1928. Það ár ræðst hann sem starfsmaður til Búnaðarfélags Islands. Hjá búnaðarfélaginu vann hann sem ráðunautur við landmælingar, áveitur og land- þurrkun og annað það sem að vatnsvirkjun laut og skrifaði margar greinar varðandi þessi 60 mál í innlend og erlend tímarit. Ráðunauts- starfið var lians aðalstarf, en auk þess gegtidi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir landbún- aðinn, sem of langt mál væri að telja upp hér. Ekki er mér kunnugt um hvað vakti áhuga Asgeirs á íslenskum skógræktarmálum, en tel sennilegt að kynni hans af störfum danska Heiðafélagsins og samstarf við Sigurð Sigurðs- son búnaðarmálastjóra hafi ráðið þar mestu um. Árið 1930 cr Skógræktarfélag Islands stofnað á Þingvöllum í sambandi við Alþingis- hátíðina og hafði Sigurður búnaðarmálastjóri forgöngu um stofnun félagsins. Til undirbún- ings félagsstofnunar var sett á laggirnar nefnd og átti Ásgeir sæti í henni og á stofnfundi var hann kosinn í varastjórn félagsins, en í vara- stjórn þess sat hann allt til ársins 1946. Árið 1932 ritar hann grein í Ársrit félagsins, þar sem hann hvetur landsmenn til að forða Bæjarstaðaskógi frá tortímingu, en skógurinn var þá kominn að fallanda fæti sakir áníðslu. Ásgeir átti því drjúgan þátt í að friðun Bæjar- staðaskógar varð að veruleika. Þeir, sem kvnntust Ásgeiri, létu af dugnaði hans og samviskusemi í starfi og ratvísi lians á að finna sem besta lausn og réttasta á hverju jrví máli sem horfði til heilla. Asgeir lést í Reykjavík þann 13. apríl á fyrra ári. Sn. Sig. Giiðbranclur Magnússon Guðbrandur var fæddur 15. febr. 1887 að Hömrum í Mýrahreppi, A.-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru ]>au hjónin Magnús Sig- urðsson, síðar kenndur við Foss í Seyðisfirði, og Hallfríður Brandsdóttir, prests í Einholti og síðar á Stað í Hrútafirði. Guðbrandur, sem var prentari að iðn, hóf fyrst nám í Prentsmiðju Austurlands, 1901 til 1904, en hún var rekin af Skapta Jósefssyni rit- stjóra Austra. Síðan lá leið hans til Akureyrar, ]>ar sem hann dvaldi í tæpt ár og starfaði við ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉI.AGS ÍSLANDS 1<J75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.