Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 63

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 63
Guðbrandur Magnússon prentsmiðju Björns Jónssonar. Til Reykjavík- ur kemur hann 1906 og starfar þá í Félags- prentsmiðjunni, en haustið 1907 fer hann til Danmerkur og clvelst Jtar um veturinn í lýð- háskólanum í Vallekilde. Vorið 1908 hverfur hann aftur til íslands og tekur þá að starfa við ísafoldarprentsmiðju og er þar til ársins 1914, er hann hættir prentstörfum og gerist bóndi að Holti undir Eyjafjöllum. Árið. 1917 hóf hann að nýju prentstörf í Reykjavík, auk þess sem hann tekur að sér að sjá um nám- skeið samvinnumanna, ásamt Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Sama ár gerist hann ritstjóri hins nýstofnaða blaðs Tímans; starfar í stjórnarráð- inu 1918—1920. Gerist kaupfélagsstjóri í Hall- geirsey, A.-Skaftafellssýslu 1920 og dvelur þar til ársins 1928, er hann tekur við forstjórastörf- um Áfengisverslunar ríkisins en því starfi gegndi hann óslitið til ársins 1957. Hér að framan hefur verið drepið á helstu starfsþætti í ævi Guðbrands Magnússonar og mætti bæta miklu við, en plássins vegna verður hér látið staðar numið. Þegar Guðbrandur dvaldist á Akureyri komst hann í kynni við ungmennafélagshreyfinguna, sem um Jtær mundir var i miklum framgangi. Hugsjón hennar heillaði Guðbrand og þá ekki síst þau verkefni er bundin voru skógræktar- málunum. Lét hann þau mál mjög til sín taka, sérstaklega eftir að hann fluttist til Reykja- víkur, en er Jrangað kom gerðist hann einn af stofnendum og forvígismönnum U.M.F. Reykjavíkur. Sæti átti hann í stjórn Skógrækt- arfélags Islands frá árinu 1938 til ársins 1946. Guðbrandur var ýmsum Jteim kostum búinn, er prýða góðan félagsmálamann, enda vakti Guðbrandur ávallt óskipta athygli manna með málflutningi sínum. Hin mikla hrifnæmi lians, glaðværð, frjóleiki í hugsun ásamt hispursleysi í framkomu hreil fólk, og óhvikul stefnufesta og glöggskyggni réðu því, að hann jafnan kom áhugamálum sínum fram. Ég minnist þessara eiginleika hans frá mörgum aðalfundum Skóg- ræktarfélags Islands, en fundi sótti Guðbrand- ur, ásamt hinni ágætu konu sinni Matthildi Kjartansdóttur, alltaf Jregar hann gat þvl við komið. Með Guðbrandi er fallinn frá einn af „alda- mótamönnunum", einn af traustustu stuðnings- mönnum skógræktarinnar um langan tíma. Guðbrandur lést í Reykjavík þann 13. júlí á síðastliðnu ári. Sn. Sig. Guðmundur Þórarinsson Guðmundur Þórarinsson fæddist 23. mars 1913 að Vatnsholti í Villingaholtshreppi, Árnes- sýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Guðmunds- son bóndi og Guðrún Magnúsdóttir. Við fráfall þessa mæta manns hefur Skóg- ræktarfélag Hatnarfjarðar misst einn sinn besta mann. Enginn veit livað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið, og eigum við vinir og samstarfsmenn Guðmundar áreiðanlega eftir að finna til Jress. Guðmundur var enginn ævintýramaður. Æv- intýrin sneiddu hjá garði hans og hann bauð Jreim heldur ekki heim. Hann var alinn upp við alvöru og skyldur og hann notaði Jrrótt sinn og orku alla til Jress að vinna eitthvað til heilla og þarfa, eins lengi og dagar og kraftar entust. Kynni okkar Guðmundar hófust, er hann flutti til Hafnarfjarðar lyrir nær 20 árum og gekk í Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Jtar sem leiðir okkar hafa legið saman. Fyrir Jressi kynni er mér Ijúft að Jrakka og ég minnist margra ánægjulegra stunda, er við áttum sam- an í starfi og hvíld, þar sem hann var veit- andinn og ég þiggjandinn. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSI.ANDS 1975 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.