Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 64

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 64
Guðmundur Þórarinsson Föðurlandsást hans var hrein og fölskva- laus. Því var það að hann ferðaðist mikið bæði í byggð og óbyggð og naut þess í ríkum mæli. Ég er ekki í vafa um, að sú mikla föð- urlandsást, sem hann bar í brjósti og sá ein- stæði áhugi, sem hann hafði á skógrækt, hafi raunar verið tvær greinar á sama stofni. Það rann honum til rifja að sjá þá miklu gróður- og jarðvegseyðingu, sem svo víða blasir við augum hér á landi, og ekki á þetta síst við nágrenni Hafnarfjarðar, þar sem hann lagði fram sitt mikla uppgræðslu- og skógræktar- starf, og hefur með því tekist að klæða í gróðrarskrúð með lauf- og barrviðum nokkurn hluta Jressa áður uppblásna lands. Fyrir þetta óeigingjarna starf stöndum við félagar hans í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í mikilli þakk- arskuld og raunar Hafnfirðingar allir. Ólafur Vilhjálmsson. Martinius Simson Martinius Simson var fæddur í Vendsyssel á N.-Jótlandi árið 1886 og lést á ísafirði 15/4 1974 á 88. aldursári. Mér er ókunnugt um uppvaxtarár Simsons, en 17 ára fer hann að starfa við fjölleikahús og sem fjölleikamaður kemur hann hingað til íslands árið 1915. Starfaði hann að fjölleikum hér um nokkurn tíma, en gerðist síðan ljós- myndari og varð það hans aðalstarf á ísafirði. Simson var um margt sérstæður maður. Hug- ur hans stóð opinn fyrir næstum því hverju sem var. Þetta ásamt hugkvæmni og frábærri handlagni, gerði liann að þeim „þúsundþjala- smið“, sem hann var. Af þessum sökum, auk sérstæðrar lyndiseinkunnar og lífsskoðunar, fór hann ekki troðnar slóðir, heldur eigin leiðir, sem jróttu ekki farnar til fjár. Allt lífsgæða- kapphlaup var honum framandi og jafnvel hé- gómlegt og því kærði hann sig ekki um meiri fjárráð en hann nauðsynlega þarfnaðist til að lifa óbreyttu og áhyggjulausu lífi. I>essa af- stöðu til veraldlegra gæða má e. t. v. rekja til þeirrar heimspekistefnu, sem hann snemma kynntist og aðhylltist og ritaði um bækur og bæklinga. í henni fann hann lífsfyllingu og eftir henni breytti hann, þannig að leitun mun vera á hliðstæðum dæmum. Skömmu eftir að Simson settist að á ísafirði, fór hann að huga að trjárækt. Kom hann sér upp trjágarði og sumarhúsi í Tunguskógi, inn- an við ísafjarðarkaupstað, þar sem nú eru sumarbústaðalönd bæjarbúa. Hvergi undi hann betur en við ræktunina í garði sínum og varði Martinius Simson flestum frístundum, ásamt konu sinni Gerd, við að hlú að trjám og öðrum gróðri. Árangur lét heldur ekki á sér standa. Ovíða á landinu getur að líta fjölskrúðugri trjá- og blómagróð- 62 ÁRSRIT SKÓGR/EKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.