Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 66
HÁKON BJARNASON:
Starf Skógræktar ríkisins 1973
Árið 1973 voru kr. 31.773.000 veittar til
skógræktar á fjárlögum ríkisins. Tekjur Skóg-
ræktar ríkisins námu kr. 5.992.000.
Verkefnaskipting var þannig:
í jrús. kr.
Stjórn ............................... 4.251
Viðhald og varsla .................... 6.949
Skógrækt ............................ 13.591
Gróðrarstöðvar ....................... 6.806
Skjólbelti ............................. 200
Skógrækt einstaklinga .................. 300
Fljótsdalsáætlun ....................... 650
Rannsóknarstöðin ..................... 2.741
Skógræktarfélag íslands .............. 2.000
Afborganir lána ........................ 352
Eins og löngum áður hrökk fjárveitingin of
skammt sakir launa- og verðhækkana á árinu.
Greiddi ríkissjóður launahækkunina að nokkru,
en hitt, sem eftir stóð, varð að greiða af næsta
árs fjárveitingu.
Vindlingafé varð næstum sama og árið áður
og var skipt á svipaðan hátt.
Lagt við höfuðstól Landgr.sjóðs 449.896
Til gróðrarstöðva skógr.félaga . . 700.000
Til gróðrarstöðva Skógr. ríkisins 2.300.000
Til frækaupa .. 400.000
Til gróðursetningar .. 600.000
Vindlingafé kr. 4.449.896
Veðurfar og vöxtur
Vetur var mildur fram í febrúar, en þá
kólnaði um skeið norðan- og austanlands. Mars
var óvenju hlýr og héldust þau hlýindi fram
í síðari hluta apríl. Þá kólnaði og var bæði
maí og fyrri hluti júní undir meðallagi. En
sakir vorhlýindanna varð jörð snemma klaka-
64
laus. Sunnanlands og vestan voru töluverðir
umhleypingar og því mikill holklaki í gróðrar-
stöðvum. Síðari hluta júní hlýnaði og varð
hitinn í júlí og fyrst í ágúst í meðallagi um
land allt. Aðfaranótt 17. ágúst gerði mikið
landnyrðingsveður um land allt. Sleit það
víða mjög blöð af trjám og því fylgdi nætur-
frost, en þess gætti hvað mest á Vöglum. Eftir
þennan garð hlýnaði á ný og varð september
hlýrri en í meðalári. Haustið var milt fram
undir miðjan nóvember, en þá hófst mikið
kuldakast, sem stóð fram yfir áramótin.
Vaxtartími trjánna varð í skemmra lagi.
Þau laufguðust seint og víða fauk lauf af
trjánum í septemberroki.
Laufgun og lauffall birkis var þannig skráð:
Reykjavík 20/5 23/9 rok
Stálpastaðir 10/6 3/10
Laugabrekka 1/6 7/10
Akureyri .... 20/5 20/9
Vaglir 20/6 24/9
Hallormsstaður 15/6 8/10
Tumastaðir .... 12/6 28/9
Selfoss 15/6 27/9rok
Á Stálpastöðum blaðaðist lerki 29.- -31. maí,
eða nokkru fyrr en birkið. Sama máli gegnir um
lerkið á Hallormsstað. Er Jtað aðeins á undan
birkinu ár hvert. Lauffall á lerki fer mjög
eftir kvæmum og er flest af þeim nokkuð á
eftir birkinu.
Vöxtur trjáa varð allmisjafn eftir lands-
hlutum. í Skorradal var sitkagreni með allgóða
árssprota en bæði stafafura og rauðgreni minni
en árið á undan. í Skagafirði varð vöxtur
töluvert undir meðallagi og minnstur á lerki.
Á Vöglum var nærri meðalvöxtur á greni og
furu en minni á lerki og lauftrjám. I Hall-
ormsstaðaskógi var meiri vöxtur á greni og
lerki en árið áður, birkivöxtur í meðallagi en
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1ÍI7.Í