Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 71

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 71
löngum verið athvarf ferðafólks á Þingvöllum þegar norðannepja er. Þá er leitað þangað í skjólið til að matast eða drekka kaffi. Samt hef- ur umgengni um hann verið furðu góð. Fljótsdalsáœtlun Alls var plantað 45.800 lerkiplöntum í girð- ingar á 5 bæjum, og er það svipað og árið áður. Samkvæmt skýrslum eru nú komnar niður röskar 125.000 plöntur samkvæmt áætluninni, og er ]tað allmiklu minna en vonir stóðu til í upphafi. Ástæðan til að verki þessu miðar hægt er sú, að bænclur í Fljótsdal hafa ekki talið sig geta lagt fram þá vinnu, sem búist var við í upphafi. Ef ekki raknar úr verður ekki hjá því komist að ráða utansveitarfólk til að ln aða verkinu. Plöntunarkostnaður á þessu ári var talinn kr. 3.40 á hverja plöntu en var kr. 2.00 árið áður. Ýmislegt Umferð ferðafólks í skóglendunum vex með hverju ári. Engin fjárveiting hefur enn fengist til að greiða götu ferðamanna á þessum stöð- um og hefur þó um slíkt verið beðið í meira en tíu ár samfleytt. Mestur er ferðamanna- straumurinn í Þórsmörk frá því snemma vors og fram á jólaföstu. Sakir þess að ekkert fé var til þess að sinna þörfum ferðafólks var Þórsmörk ekki hreinsuð framan af sumri. Hrannaðist þá upp rusl og ójrverri, sem ferðamenn höfðu eftir skilið, svo að flestum ofbauð þegar kom að hvítasunnu. Sýndi þetta dæmi svart á hvítu hvað Skógrækt ríkisins hefur haft mikið erfiði af gestum sínum án nokkurs greiða í staðinn og oft lítils þakklætis. Því ekki skorti umkvart- anir og umvandanir í blöð. Mikið var um ferðafólk í Vaglaskógi að vanda. Þar var lögð vatnslögn fyrir skógar- gesti í Stórarjóður, sem er að verða aðaltjald- stæðið. Sumarskemmtanir voru engar í skóg- inum né heldur á Hallormsstað og var það til mikils léttis fyrir starfsmenn Skógræktar ríkis- ins. Þá var og mikil umferð um Þjórsárdal og Ásbyrgi, en á báðum þessum stöðurn voru umsjónarmenn. I Ásbyrgi var útiskemmtun Héraðssambands Norður-Þingeyinga í júlí að vanda. Þótt Ásbyrgi sé einkennilegur og eft- irsóknarverður staður fyrir ferðamenn, þá er ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFKLAGS ÍSLANDS 1975 skortur á góðu og tæru vatni í Byrginu, og af þeim sökum er það óheppilegt útivistarsvæði. Þá eru og vandkvæði á frárennsli, þannig að tjaldvist ætti helst ekki að leyfast þar. í júlíbyrjun kornu hingað til lands skóg- stjórar Norðurlanda, flestir með konur sínar, og dvöldu hér á landi í 10 daga. Það voru Antero Pilia og frú Elísabeth frá Finnlandi, Frederik Ebeling og frú Inger frá Svíþjóð, Hakon Frölund og frú Else frá Danmörku, Hans K. Seip og frú Anne Marie frá Noregi ásamt Jens Aure forstjóra norsku ríkisskóg- anna. En Folke Rydbo, forstjóri sænsku rík- isskóganna átti ekki heimangengt og var því ekki með í förinni. Skógstjórarnir og konur þeirra gistu flest eldri skóglendi hér á landi og sáu ýmislegt af því, sem síðar hefur verið tek- ið fyrir. Töldu þeir sig hafa haft gaman af ferðinni og séð ótal margt, sem kom þeim mjög á óvart og var ólíkt því, sem þeir hafa fyrir augum í heimabyggðum sínum. Meðal annars sendi Frederik Ebeling ritstjóra og blaðaljós- myndara sænska skógræktarblaðsins Domiin- posten hingað til lands vorið 1974 til að afla frekari upplýsinga um sitthvað, en um það verður fjallað nánar í næstu skýrslu. Þá komu hingað aðrir skógfræðingar frá Norðurlöndum þetta sumar, Arnold Albáck frá Luleá í Svíþjóð, Birgir Strömsöe, fylkisskóg- stjóri í Elverunt og nokkrir héraðsskógmeistarar. Þess má geta, að 9. skiptiferðin til skóg- plöntunar var farin frá 2.—15. ágúst milli Noregs og íslands á vegum Skógræktarfélags Islands, en því er þess getið, að starfsmenn Skógræktar ríkisins sáu um mestalla fyrir- greiðslu hér og lögðu til fararstjóra til Noregs, þá Garðar Jónsson og Gunnar Finnbogason. Norðmennirnir dvöldu aðallega í Haukadal og á Hallormsstað og unnu að gróðursetningu á báðurn stöðunum. Að endingu skal þess getið, að sumarið 1972 hófst athugun á útbreiðslu og gæðum skóglenda um land allt og var þessari könnun lokið síð- sumars 1973. Haukur Jörundsson fyrrum skólastjóri vann aðallega að þessu verki ásamt aðstoðarmönnum. Árangur þessara athugana og mælinga er nú kontinn á spjaldskrá og kortaskissur. Hefur lauslega verið farið yfir þær, en nákvæm úrvinnsla fer fram á næstunni. Þá voru og gerðar athuganir á vexti ýmissa trjá- 69

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.