Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 74

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 74
Gróðursetning á einstökum svæðum 1973. Skógræktarfélag Staður Fjöldi plantna Árnesinga Snæfoksstaðir, Grmsn. 17.000 — Rauðiioltsg. v/Selfoss 3.700 A.-Húnvetninga Gunnfríðarstaðir, - Langadal 7.410 Borgfirðinga Snagagirðing 3.100 - Hamarsgirðing 4.000 Eyfirðinga Kjarnaskógur við - Akureyri 4.310 Iíafnarfjarðar Lækjarbotnar og — Gráhelluhraun 8.000 Undirhlíðar II. 4.500 Kjósarsýslu Fossá í Hvalfirði 7.650 Kópavogs Fossá i Hvalfirði 7.650 Mýrdælinga Gjögragirðing 3.000 Rangæinga Tungugirðing i Fljótshlíð 5.900 Reykjavíkur Heiðmörk 107.225 - Öskjuhlfð 27.250 — Breiðholt 4.300 Skagfirðinga Hólar í Hjaltadal 3.530 - Brekka í Seyluhreppi S.-Þingeyinga Stafn í Reykjadal 3.050 Alls 216.695 ingi við þau. Til að félögin nytu að einhverju þess fjármagns, sem ætlað er til fyrrgreindra verkefna, væri ekki úr vegi að með þeim og Skógrækt ríkisins tækist nánara samstarf um útvegun og friðun landa. Gróðursetning Gróðursetning félaganna á árinu 1973 varð heldur minni en árið á undan. Alls var á vegum félaganna plantað tæplega 350 þúsund trjáplöntum og fór rúmur helmingur þeirra á 15 staði. Um árabil hafa skógræktarfélögin legið undir þrýstingi frá plöntuframleiðendum, ltæði sakir þess að Skógrækt ríkisins hefur ekki getað ann- að gréiðursetningu sem skyldi og að fram- leiðendur vilja af eðlilegum ástæðum losna við plöntur úr stöðvunum á sem stystum tíma. 72 Þetta hefur leitt til þess að gróðursetningin hefur setið í fyrirrúmi iijá félögunum. Þá hefur þetta ástand gengið út yfir gæði plantnanna. Af þessum sökum hafa kvartanir borist allvíða að um lélegar plöntur og raddir hafa verið uppi um að herða skuli eftirlit með afhendingu þeirra, m.a. með því að koma á stöðlun plantna. Reyndar hefur slíkt gæðamat tíðkast að nokkru og einnig hefur verið um það þegjandi samkomulag að afgreiða ekki plöntur, nema því aðeins að þær uppfylltu viss skilyrði um stærð og útlit. Af fyrr- greindum ástæðum og vegna affalla og frekar lítils vaxtar í gróðrarstöðvunum hefur reynst freistandi að víkja frá settum kröfum. A þetta sérstaklega við, þegar þeir kaupendur eiga í hlut, sem ekki eiga þess kost að kynna sér ástand plantna, áður en af kaupum verður. Því liafa mistök af þessu tagi aðallega bitnað á þeim skógræktarfélögum, sem fá plöntur oft sendar langt að. Þá hefur einnig ýtt undir þetta, að sum félaganna hafa úr hófi fram dregið að gera plöntupantanir. Svo rammt hefur að því kveðið, að á stundum hafa óskir um plöntu- sendingar ekki borist fyrr en gróðursetning almennt er hafin. Þá hefur það heldur ekki dregið úr mistökum að oft er þess ekki getið í ltverskonar land á að gróðursetja, en árangur af gróðursetningarstarfinu getur í mörgum til- vikum oltið á því að vel takist til um þetta, t. d. að því er tegundaval varðar. I framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að sá háttur hefur verið hafður á að áætla félög- unum plöntur f lok febrúarmánaðar eða byrjun mars ár hvert, og þá í sambandi við starfs- mannafund Skéigræktar ríkisins. Hér er um áætlun að ræða, sem oftast heftir verið nauð- synlegt að gera smávægilegar breytingar á, áður en komið hefur að afhendingu úr stöðvunum. Til grundvallar skiptingu plantna milli skóg- ræktarfélaganna eru lagðar fram óskir þeirra um tegundir, magn og afhendingartíma og upplýsingar gróðrarstöðvanna um plöntufjölda, tegundir, kvæmi og plöntugæði. En það sem einkum hefur skort á þessar upplýsingar er vitn- eskjan um plöntugæðin og þyrfti að ráða bót á því hið fyrsta, t. d. með strangari ákvæð- um um stöðlun plantna. Þá tel ég æskilegt að gengið sé fyrr frá skipt- ingu plantna tii skógræktarfélaga en verið ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ISLANDS 1975

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.