Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 76

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 76
umhirðu plantna á árinu 1973. Hafa útgjöld vegna umhirðu aðeins numið 7% Iteildarkostn- aðar við gróðursetningu. Til fróðleiks skal þess getið að í Noregi og Svíþjóð er talið lág- mark, að útgjöld við umhirðu sé allt að i/j heildarkostnaðar. Gera má ráð fyrir, að síst sé minni þörf fyrir þessi störf hér á landi, alla- vega á þeim stöðum, þar sem vaxtartregðu gætir hjá plöntum, eða þar sem vinna þarf að illgresiseyðingu. Því er augljóst, að auka þarf umhirðu allverulega, en til þess að veru- lega sjáist árangur þess, álít ég að nauðsyn- legt sé að vinna að því skipulega t. d. með hjálp vinnuflokka. Tekjur og útgjöld 1973 Sé litið á heildarútgjöld skógræktarfélag- anna á árinu 1973 kemur í Ijós að þau eru í stórum dráttum þessi, að undanteknu Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og Skógræktarfélagi íslands: Til plöntukaupa var varið tæpum 1100 þús. krónum og greidd vinna við gróðursetningu nam kr. 570 þús. Til umhirðu var varið 140 þús. króna, eins og áður var getið. Til nýrra girðinga og viðhalds fóru tæpar 900 þús. krónur. Ymis kostnaður vegna framkvæmda í sambandi við gróðursetningarsvæði nam röskum 1.5 millj. króna. Þá varð félagskostnaður kr. 360 þús, og annar kostnaður s.s. afborganir af skuldum o. fl. kr. 950 þúsund. Gjöld urðu því alls röskar 6.5 millj. króna. Helstu tekjur félaganna voru þessar: Ríkis- stvrkur nam sömu upphæð og árið 1971 kr. 1750 þús. Sýslustyrkir hækkuðu úr kr. 145 þús. í kr. 251 þúsund. Eins og að undanförnu veitti Skagafjarðarsýsla hæstan styrk, kr. 60 þús, en á eftir henni fylgdu Eyjafjarðarsýsla og Borg- arfjarðar- og Mýrasýslur. Stvrkir bæjar- og sveitarfélaga hækkuðu allverulega á árinu og má e. t. v. rekja þá hækkun að nokkru til aukinnar unglingavinnu og annarra fram- laga í sambandi við útivistarsvæði. Hækkuðu styrkir bæjar- og sveitarfélaga tir kr. 816 þús- und í kr. 1.555 þús., og munar þar mest um framlög Akureyrar og ICópavogs. Tekjur af plöntusölu, utan gróðrarstöðva, voru kr. 255 þús., og aðrar tekjur s.s. af hlunnindum, gjöfum o. fl. námu röskri 1.5 millj. kr. Þá námu fram- lög Landgræðslusjóðs til félaganna röskum 600 74 þús. krónum. Við þetta bætast svo tekjur af sjálfboðavinnu, en sjálfboðaliðar lögðu fram 990 dagsverk við ýmis störf, sem gera a.m.k. 200 þús. krónur. l.eiðbeiningar og frœðsla Þótt töluvert sé unnið að leiðbeiningum og fræðslu á vegum skógræktarfélaganna, s.s. með leiðbeiningum um skógræktarstörf, fræðslu á fundum og útgáfu ársrits, þá eru menn sammála um að brýnt sé að auka þessa þætti félagsstarfsins. Að sjálfsögðu má um það deila á hvað skuli leggja mesta áherslu. Ég hygg að almennar leiðbeiningar um skógræktar- störfin séu einna mest aðkallandi, ekki síst sak- ir þess að skógarverðirnir hafa í æ minni mæli getað veitt félögunum aðstoð. Það er auðsætt, að eigi þau að geta annað eins stór- um hluta skógræktarstarfsins og hingað til, verð ur að veita þeim aukið aðhald og fyrirgreiðslu. Að öðrum kosti er hætt við að störf þeirra fari meira og minna úrskeiðis og þannig bæði fjármunum og vinnu kastað á glæ. f marsmánuði 1973 boðaði stjórn Skógrækt- arfélags Islands stjórnarmenn skógræktarfé- laga á Suðurlandi til fundar til að ræða við þá um ýmis þau mál, er verða mættu til efling- ar félagsstarfinu. Slíkir landshlutafundir eru ekki nýir af nálinni, og hafa þeir verið haldn- ir í öllum landshlutum að undanteknum ein- um, Suðvesturlandi. Yfirleitt hafa þessir fundir reynst gagnlegir t. d. með tilliti til sameigin- legra áhugamála félaga og samræmingar á störfum, því viðfangsefni eru lík, þótt félögin búi við ólík fjárráð og aðstæður. í ráði er að halda fleiri slíka fundi, eftir því sem ástæður leyfa, og geta þeir að nokkru komið í stað formannafunda þeirra, sem fyrirhugað er að efna til annað hvert ár. Norðmannaheimsókn Á árinu 1973 var skipst á skógræktarfólki milli Islands og Noregs. Að venju var til þess- arar ferðar stofnað að tilhlutan norska Skóg- ræktarfélagsins og Skógræktarfélags Islands. Hafa slíkar ferðir verið farnar þriðja hvert ár, allt frá árinu 1949, þannig að þetta var 9 skiptiferðin í röðinni. Hingað komu 70 norðmenn og dvöldust þeir á þrem stöðum í nágrenni Reykjavíkur, ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.