Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 82

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 82
en þar hafa hraunin breytt mjög um svip fyrir plöntunarstarf íélagsins. Víða er það að klæðast skógi, bæði birki, furu og greni. Fannst fund- armönnum mjög um, hvernig prýða og bæta má hraunin. Síðan voru sóttir heim tveir forgöngumenn um skógrækt og lönd þeirra skoðuð, þeir Jón Gestur Vigfússon í Sléttuhlíð og Jón Magnús- son í Smalaskála, en Itáðir þessir menn hafa unnið mikið starf með ágætum árangri. Þá var komið við á landi Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra, en að því búnu í girðingu skógræktarfélagsins á Hvaleyrarholti, þar sem fundarmenn gróðursettu 1200 birkiplöntur og þótti mönnum það ánægjulegt verk að loknum dagsönnum. Sunnudaginn 26. ágúst hófst fundur kl. 10 árdegis með því að samþykktir voru reikning- ar félagsins, ræddar tillögur og gengið til at- kvæða um þær. Að því loknu var gengið til kosninga í stjórn og varastjórn. Ur stjórn átti að ganga frú Auður Eiríksdóttir, Hafnarfirði og úr varastjórn Ólafur Jónsson Selfossi. Ólafur Villijálmsson, Hafnarfirði, var kosinn í stað frú Auðar, en Ólafur Jónsson var endurkosinn. Fundi var síðan slitið um hádegi, en síðari hluta dags fóru ílestir fundarmanna um Heið- mörk og að Rannsóknarstöðinni að Mógilsá. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fund- inum: TILLÖGUR 1. Fundurinn fagnar almennum áhuga á hverskonar landvernd og bættri landnýtingu. Fundurinn minnir á, að skógrækt og verndun skógarleifa er einn mikilvægasti þáttur landverndar og landgræðslumála. Því væntir fundurinn þess, að hlutur skógræktar í heildarlandgræðsluáætlun verði samkvæmt því. 2. Fundurinn minnir á mikilvægt hlutverk Landgræðslusjóðs. Hann er undirstaða pliintu- framleiðslu skógræktarinnar. Vindlingapening- arnir, sem eru hinn fasti tekjustofn sjóðsins, hafa lítið breyst í mörg ár. 80 Fundurinn skorar því á fjárveitingavaldið að hækka þetta gjald svo, að það nái a.m.k. hinu upphaflega hlutfalli og fylgi síðan verðlagi. 3. Fundurinn minnir á, að oft hefur orðið tjón í skógræktargirðingum vegna gáleysis- legrar meðferðar á eldi. Fundurinn skorar á Brunamálastofnun rík- isins að taka í sínar hendur eldvarnir í skóg- lendum. Fundurinn felur ennfremur stjórn félagsins að kanna möguleika á brunatryggingum skóg- lenda. 4. Fundurinn vill að gefnu tilefni vekja at- hygli forráðamanna bæjarfélaga á nauðsyn þess að vernda öll gróðursvæði innan bæjarmarka eftir því sem kostur er á. Slík svæði eru viða svo dýrmæt, að þau má ekki skerða, ef hjá verður komist, með byggingaframkvæmdum og því síður með lítt hugsuðum vegalagn- ingum. Einnig vill fundurinn benda forráða- mönnum bæjarfélaga á að leita eftir áliti al- mennings í tíma áður en byrjað er á nýjum framkvæmdum. Loks átelur fundurinn harðlega fyrirætlan- ir Kópavogskaupstaðar og Reykjavíkurborgar um að taka meira af landi Fossvogsdals undir byggingar og vegi. Fundurinn telur miður að hvikað var frá til- lögum prólessors Bredsdorfs um skiptdag á þessu svæði og telur, að með því fráviki hafi verið unninn óbætanlegur skaði fyrir Reyk- víkinga og Kópavogsbúa. Fundurinn fagnar þeirri sókn, sem íbúar á þessu svæði hófu til verndunar Fossvogsdals, gegn hraðbraut um dalinn, og lýsir ánægju sinni yfir því, að yfirvöld Reykjavikur og Kópavogs skuli hafa heitið að taka þessi mál til endurskoðunar. Treystir fundurinn því, að sú endurskoðun leiði til fullrar verndunar dalsins, eins og kostur er héðan af, svo og sjávarbakk- anna beggja megin F’ossvogs, og hvetur fólk og félagasamtök á þessu svæði til að standa vörð um Fossvogsdalinn. 5. Fundurinn vill benda bæjarstjórnum og sveitarstjórnum kauptúna um land allt á nauð- syn þess að hafa almenningsgarða og græn svæði í og við bæi og kauptún, og hvetur til ÁRSRIT SKÓGRÆKTARI'ÉLAGS ÍSLANDS 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.