Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 9
*£><f ársins 2.00$
Þann 13. október sl. var „Tré árs-
ins" útnefnt við hátíðlega athöfn í
Kópavogi.
Tréð sem Skógræktarfélag fslands
tilnefndi að þessu sinni er rússa-
lerki (Larix sukaczewii) og er að
finna í Kópavogsdai, austan við
Digraneskirkju og Digranesveg.
Tréð á að baki nokkra sögu.
Reyndar virtust örlög þess ráðin
árið 1992 er það var hætt komið
vegna framkvæmda við lengingu
Digranesvegar niður í Kópavogs-
dalinn. Garðyrkjustjóri bæjarins
sýndi þá lofsverða árvekni og
bjargaði trénu úr for og eðju.
Það er fjölskylda Kristjönu
Fenger og Johns Fenger sem fékk
land undir bústað hjá Seltjarnar-
neshreppi, en Kópavogur var þá
hluti hans, og í lóðarleigu-
samningi er eftirfarandi tekið
frarn:
12. apríl 1939 undirritaði frú
Kristjana Fenger, til heimilis að
Templarasundi 5 í Reykjavík,
erfðaleigusamning vegna 1,788
ha landspildu úr landi jarðar-
innar Digraness f
Bústaður Fengerhjóna er líklega reistur um 1934. Mikill gróður í kringum bústaðinn-.
reyniviður, birki og limgerði a\ rifsberjarunnum og sólberjum sem voru nýtt á haustin í
sultugerð. Mynd: Úr fjölskyldualbúmi Unnar.
Seltjarnarneshreppi í Kjósar-
sýslu, sem merkt er nr. 81 á
uppdrætti Búnaðarfélags íslands
29.3. 1939. Landið var leigt til
rða- og grasræktar en eigi til
annarra afnota. Á hverju ári
skyldi leigutaki rækta til túns eða
garða eigi minna en 1/10 hluta af
landinu, þannig að allt landið
væri fullræktað að 10 árum
liðnum. Leigugjald var kr. 5,00 af
ha.
Að sögn Unnar Fenger, dóttur
þeirra hjóna, hafði fjölskyldan
reist sumarbústað á svæðinu
nokkrum árum fyrr eða árið 1934
en undirritun samningsins við
hreppinn dróst nokkuð.
Eftirtektarvert er að í samn-
ingnum er ákvæði um ræktun
spildunnar. |ohn Fenger lést árið
1939 en hann var meðeigandi að
fyrirtækinu Nathan & Olsen sem
margir kannast við.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
7