Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 39

Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 39
..einingu (órofa heild) náttúr- unnar''.13 Það er hins vegar fátt að finna f niðurstöðum vist- fræðirannsókna undanfarna öld sem rennir stoðum undir hinar lífseigu, frumspekilegu hug- myndir Hackels um að náttúrleg, ..ósnortin" lffkerfi séu þétt, sam- ofin, samþróuð kerfi sem leiti samhljóms í fullkomnu jafnvægi. 104 Raunar er ómögulegt að sjá neina augljósa „markáætlun" í náttúrunni sem gæti bent til þess að náttúran hafi verið skipulögð með þau háleitu markmið að leiðarljósi að stuðla að jafnvægi og stöðugleika. I>vert á móti ein- kennist náttúran 09 öll saga hennar fremur af eilífri ringulreið 09 umróti. Heildarhugmyndin um stöðug- leika og jafnvægi náttúrunnar er ..ágætis ljóðlist en fremur klén vísindi" eins og vistfræðingurinn SagofP0 komst að orði. Vist- fræðingurinn Michel Soulé 104 ritar: Mugmyndin um að tegundir lifi í samþœttum samfélögum erekkert annað en goðsögn .... Stöðug umbreyting á félagatali svonefndra liffélaga er reglan og hin lifandi náttúra er ekki íneinu jafnvœgi, a.m.k. ekki í þeim mæli að það skipti máli fyrir langvarandi viðhald tegunda sem í henni er að finna". Hann segir ennfremur: yistfræðin hefurfallið á eigin bragði með þvíað halda of lengi fram þeirri úreltu kennisetningu að náttúrleg tíffélög leiti jafnvægis. Nwti'maleg vistfrœðileg hugsun færir fyrir því rök að samsöfn lífvera hafi aldrei haft ísér 'eðlislæga hneigð til þess að leita iafnvægis'. Þess vegna munu allar tilraunir til þess að skilgreina og framkalla upphaflegt, 'náttúrlegt' ástand og tegundasamsetningu líffélags eða vistkerfis bera beinin inni í vísinda- legu eða rökrænu völundarhúsi." Hjá því verður vart komist að álykta að hinar lífseigu hug- myndir Hackels dragi dám af hugmyndum um manngervingu náttúrunnar (e. anthropomorphism). Vegna þess að stöðugleiki, fyrirsjáanleiki, velferð, sam- hljómur og eining eru álitnir æskilegir þættir í mannlegum samfélögum og hagkerfum, hljóti framvindan í náttúrunni (s.s. jarðsagan, þróunarsagan, framvinda vistkerfa) að endur- spegla það ástand sem maðurinn álítur æskilegast í eigin þjóð- félagsskipulagi og sem hann keppist við að ná (þ.e. útópíu: „hinn besta heim allra heima"). Algengar hugmyndir á okkar dögum, af skyldum toga, eru t.d. trúin á „náttúrlega yfirburði" innlendra tegunda (sem eigi að hafa „bestu mögulegu aðlögun"); „siðferðislegan fyrsta rétt" innlendra tegunda (= frum- byggjanna) og „verndun" eða „endurheimt" vistkerfa með „upprunalega" tegunda- samsetningu að leiðarljósi. Þessar hugmyndir eiga rætur sínar að rekja til rómantíska tímabilsins (ca. 1785-1835), innblásnar af einhyggju Hackels og hugmyndum Rousseau um jafnvægi og einingu í náttúrunni, ásamt tilfinningum og trúar- legum kennisetningum sköp- unarfræðinnar (e. creationism). Ádeilu á rökvillur þessara hugmynda eru gerð ítarleg skil af bandaríska þróunarfræðingnum Stephen Jay Gould:37 „Innlendar tegundir eru þær tegundir sem hafa fyrir tilviljun fundið sér leið á tiitekinn stað (eða þróast þar), ekki endilega beslu mögulegu tegundir fyrir þann stað". Annað væri í raun andstætt grundvallarlögmáli þróunar- líffræðinnar sem boðar að til- koma, tilvist og „heimahagar" líffræðiiegra fyrirbæra (lífveru- tegunda, vistkerfa, lífbelta) séu afleiðing jarðsögulegra tilviljana, en að þvf fari hins vegar fjarri að þessi fyrirbæri hafi verið hönnuð eða þeim stýrt af æðri máttar- völdum, með fullkomna aðlögun að leiðarljósi. Lffverur hafi, með öðrum orðum, ekki endilega tekið sér bólfestu á stöðum þar sem eðliseiginieikar þeirra eða hæfni til aðlögunar fái best notið sín. Ætihvönn lAngelica archangelica L.) íyfirgefnu túni á Hornströndum. Mynd: Arnlín Óladóttir. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.