Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 46

Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 46
„alvarleg" eða „mjög alvarleg" jarðvegseyðing.73 Aðeins á fjórum hundraðshlutum landsins er engin jarðvegseyðing. í samhengi við skilgreiningar IUCN, má álykta að engin fyrirstaða sé að umbreyta manngerðum vist- kerfum á stærstum hluta lands- ins í skóga innfluttra tegunda, þótt núverandi stefna stjórnvalda sé einungis að skógvæða 1% landsins á næstu 40 árum. Innfluttir váboðar og óeining í fjölmenningarsamfélagi Helsta ástæðan fyrir þvi að sumu fólki hér á landi eða annars staðar á Vesturlöndum stendur stuggur af innfluttum tegundum eru sögur sem borist hafa frá öðrum löndum af skaðlegum áhrifum ágengra, innfluttra tegunda á lffríkið. Slík dæmi eru einkum fengin frá eyjum í Kyrrahafi þar sem lífríkið hefur þróast um milljónir ára í ein- angrun, án röskunaraf völdum ísmassa og þar sem innlendu tegundirnar hafa ekki þolað afrán eða samkeppni frá innfluttum tegundum á borð við rottur eða geitur. Ekki er verjandi að yfir- færa slíkar reynslusögur á ísland, þar sem allar tegundir í flóru landsins eru útbreiddar og algengar í öðrum löndum við norðanvert Atlantshaf og engin tegund „einlend" á íslandi. Helstu rök fyrir því að óttast innrásir framandi plantna og halda á lofti „þjóðernissinnaðri grasafræði" sem stefnu í land- nýtingarmálum virðast byggjast á rangtúlkunum og röngum for- sendum. Þvf er ekki óeðlilegt þótt spurt sé hvort yfirleitt sé nokkur ástæða til þess að óttast að innfluttar tegundir trjáa eða annarra jurta skaði lífríki Islands? Þegar tillit er tekið til þess að flóra íslands er fátæk af tegund- um vegna einangrunar landsins, vantar sennilega mikið upp á að vistkerfi landsins séu fyllilega starfhæf, miðað við núverandi eða hlýnandi loftslag. Af þeim sökum ættu nýbúar að vera velkomin viðbót f flóru landsins. Til staðar er umtalsverð vísinda- leg þekking sem bendir ekki aðeins til þess að ávinningur af innfluttum plöntum geti verið efnahagslegur, heldur einnig vistfræðilegur.62'82 108 Dæmi um neikvæð áhrif innfluttra plantna tengjast flest fjárhagslegum skaða, vegna kostnaðar við illgresiseyðingu í akuryrkju.25 85 Flestar innfluttar tegundir hafa unnið sér þegnrétt f nýjum heim- kynnum án þess að hafa skapað vistfræðileg vandamál og ekki er vitað um dæmi þess að nokkurri plöntutegund hafi verið útrýmt vegna samkeppni við innflutta, framandi tegund.10'42 108 Innfluttar plöntutegundir hafa einkum reynst affarasælar (eða „frekar, aðsópsmiklar eða ágengar", eftir þvf frá hvaða sjónarhóli á það er Iitið) í umhverfi sem er raskað af mannavöldum, þar sem þær gegna þó fjölþættu hlutverki, m.a. þvf að græða land, byggja upp frjósemi jarðvegs, búa f haginn fyrir innlendartegundir, eða framleiða gagnvið og aðrar endurnýjanlegar auðlindir sem gagnast manninum.61,108 Þegar öllu er á botninn hvolft er afstaðan til framandi jurta í íslensku lffríki bundin tilfinninga- legri afstöðu sem háð er straum- um, stefnum og tísku, líkt og afstaðan til pólitískra stefnumála yfirleitt. í bókinni „í skjóli heim- spekinnar"78 ritar Páll Skúlason grein sem nefnist „Siðfræði og skógrækt". f þeirri grein (bls. 26) víkur Páll að því hvernig menn geta deilt um mismunandi útleggingu á skógræktarhugsjón- inni og hvernig við eigum að rækja skyldur okkar við hana. Þar segir: „Einhver kann að líta svo á að skóg- rcektin eigi fyrst og fremst að vera land- og gróðurvernd. Annar vill að skóg- ræktin verði hugsuð til nytja fyrir Sjálfsáð stajafum í uppgræddu rofabarii við Sóibrekkur á Reykjanesskaga. Mynd: Aðalsteinn S igurgeirsson. 44 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.