Skógræktarritið - 15.10.2005, Qupperneq 55
ar ber frá lokum júlí og fram í
september, ber hans eru tekin
jafnóðum og þau verða rauð, og
það á einnig við um rifsber.
Broddar (Berberis) þroska ber í
agúst. Sum ber þykja fuglum þó
ekki ýkja lystug og eru étin
seinna en önnur, eins og sólber
og stikilsber. Hindber þroska ber
í september, en aðeins á
skjólgóðum og sólríkum stöðum.
Vaftoppur skartar einnig berjum í
september og október, sem
jafnvel músarrindlar éta. Grá-
reynir og silfurreynir þroska ber
fremur seint og verða þau vart æt
fyrr en eftir fyrstu frost. Þau nýta
fuglarnir allan veturinn, en það á
einnig við um ber skriðmispils og
skrautmispils, því eru þau afar
mikilvæg fæða fyrir sjaldséða
vetrargesti á við gráþröst og
silkitoppu. Berin eru einnig étin
af reglulegum vetrargestum líkt
og skógarþresti og svartþresti.
Rósarunnar bera rauðar nípur
sem þrestir éta. Bestar munu
vera runnarósir eins og meyjarrós
og hjónarós (Rosa moiesi og Rosa
swenkinsovie). Finkur sækja mikið í
steinana úr aldinum berjarunna;
þar má helst nefna auðnutittling,
en einnig sjaldgæfari fugla sem
hafa reynt landnám hérlendis,
eins og fjallafinka, bókfinka og
barrfinka.
Fuglar geta verið lengi að
læra að nýta nýjar fæðutegundir,
þannig voru hvít ber koparreynis
óhreyfð árum saman, en eru nú
étin upp til agna af þröstum og
störum. Starinn erskynsamur
fugl, sem er uppátækjasamur og
tilraunagjarn, en hann kennir svo
öðrum fuglum að nýta fæðu-
lindina. Ber hafþyrnis, sem eru
appelsínugul, hafa að mestu
verið látin óhreyfð til skamms
tíma en eru þó talin úrvals
þrastafæða í öðrum löndum.
Sífellt koma nýjar tegundir
harðgerðra trjáa og runna til
ræktunar hérlendis og er næsta
vfst að sumar þeirra muni verða
vinsælar hjá fuglum. Tilraunir
með tegundir eins og kúrileyja-
kirsuber, keisararunna (Viburnum)
eða Kanadabeinvið (Amelanchier
canadensis) eiga vafalítið eftir að
verða fuglum gullkista í fram-
tíðinni. Mildara veðurfar undan-
farin ár og aukið skjól í kjölfar
ræktunar hafa orðið til þess að
ýmsar plöntur þrífast betur og
þroska frekar ber.
Skógarþröstur hdmar ísig reyniber. Mgnd: Daníel Bergmann.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
53