Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 64

Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 64
Mynd 1. Efstu mörk samfellds birkis í 20 skóglendum frá sfó á Flateyjardal og inn á Timburvalladal sunnan Fnjóskadals. Fjarlægðin frá bafi reiknast hér íbeina línu til suðurs frá fjörunni norðan við eyðibýlið Knarrareyri á Flateyjardal. Eftirfarandi reikniformúla skýrði ágœtlega efstu birkimörk á Fnjóskadalssvœðinu og er teiknuð á myndina-. B = 246 + 1,08F. B táknar efstu birkimörk í metrum yfirsjó og F fjarlœgð frá hafi í kílðmetrum. Kannanir á útbreiðslu birkis á íslandi í jarðabókÁrna Magnússonar og Páls Vídalíns3 sem skrifuð var á árunum 1703-1714 og sýslu- og sóknarlýsingum4 sem Hið íslenska bókmenntafélag f Kaupmannahöfn safnaði til á árunum eftir 1839 eru fyrstu heildarúttektir á birkiskógum landsins. Báðar eru þær ómetan- legar heimildir um það hvar birki óx og hvernig skóglendin voru á þessum tfma. Þær gefa samt ekki beinar uppiýsingar um flatarmál skóganna. Árið 1899 veitti Amtsráð Norður- og Austuramtsins Sig- urði Sigurðsson frá Draflastöðum (1871-1940), styrktil að rannsaka skógana í Fnjóskadal. Sigurður mældi flatarmál skóglendisins og felldi um 60 tré til að kanna aldur og vaxtarhraða þeirra. Sigurður birti niðurstöður sfnar í Andvara aidamótaárið 1900.5 Úttekt Sigurðar er fyrsta mæling á stærð og vexti birkiskóga á fslandi. Árið 1906 kortlagði Agnar F. Kofoed- Hansen (1869-1957) skógfræðingur og síðar skóg- ræktarstjóri Háls- og Vaglaskóg í Fnjóskadal.6 Flatarmáli hans bar vel saman við mælingar Sigurðar frá 1899. f bók sinni Skógfræðileg lýsing íslands sem kom út árið 19257 reyndi Kofoed-Hansen skógræktarstjóri að meta heildar- flatarmál birkiskóganna út frá dönsku herforingjaráðskortunum og fleiri heimildum. Hann áætl- aði heildarflatarmál skóganna 60.000 ha (0,6% af flatarmáli landsins). Skóglendin eru nú nálega tvöfalt stærri en það stafar trúlega ekki af aukinni útbreiðsiu birkisins heldur af ónákvæmum gögnum. Kofoed- Hansen tók fram að flatarmálið væri varlega áætlað og það háði honum að kortlagningu var ekki lokið af öllu landinu og skóglendi voru aðeins gróflega merkt á uppdrættina. Kannanir á útbreiðslu og ástandi birkiskóglenda Áárunum 1972-1975 létu Skógrækt ríkisins og Skógræktar- félag íslands kanna útbreiðslu og ástand birkiskóga á Iandinu öllu og stýrði Haukur Jörundarson því verki. Skóglendin voru afmörkuð á loftljósmyndum og flatarmál þeirra mælt. Haukur og sam- starfsmenn hans fóru síðan í alla birkiskógana og mátu ástand þeirra. Hákon Bjarnason og Snorri Sigurðsson birtu niður- stöður könnunarinnar í ritlingi árið 1977.8 Meginniðurstöður birkikönnunarinnar voru að birkiskóglendi á íslandi væru 125469 ha eða 1,22% landsins og um 81% þessa lands væri vaxið lágvaxnara birki en tveir metrar. Á hátíðarfundi á 1100 ára afmæli fslandsbyggðar 1974 samþykkti Alþingi stóraukin framlög til landgræðslu og skógræktar, svokallaða þjóðar- gjöf. Þegar því átaki lauk var skipuð nefnd um landnýtingar- áætlun (1985-1986) sem átti að móta áframhaldandi starf á þessu sviði. Eitt af verkefnum nefndarinnar var að draga saman sem nákvæmastar upplýsingar um ástand gróðurs og náttúrulegra skóga. Nefndin fól Guðmundi Guðjónssyni land- fræðingi sem þá starfaði hjá gróðurnýtingardeild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, að varpa skógarkortunum frá 1972- 1975 á grunnkort í mælikvarðan- um 1:50.000 og leiðrétta flatarmál skóganna. Kort Guðmundar var síðan birt í skýrslu nefndarinnar.9 62 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.