Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 64
Mynd 1. Efstu mörk samfellds birkis í 20 skóglendum frá sfó á Flateyjardal og inn á
Timburvalladal sunnan Fnjóskadals. Fjarlægðin frá bafi reiknast hér íbeina línu til suðurs
frá fjörunni norðan við eyðibýlið Knarrareyri á Flateyjardal. Eftirfarandi reikniformúla skýrði
ágœtlega efstu birkimörk á Fnjóskadalssvœðinu og er teiknuð á myndina-. B = 246 + 1,08F.
B táknar efstu birkimörk í metrum yfirsjó og F fjarlœgð frá hafi í kílðmetrum.
Kannanir á útbreiðslu birkis á
íslandi
í jarðabókÁrna Magnússonar og
Páls Vídalíns3 sem skrifuð var á
árunum 1703-1714 og sýslu- og
sóknarlýsingum4 sem Hið
íslenska bókmenntafélag f
Kaupmannahöfn safnaði til á
árunum eftir 1839 eru fyrstu
heildarúttektir á birkiskógum
landsins. Báðar eru þær ómetan-
legar heimildir um það hvar birki
óx og hvernig skóglendin voru á
þessum tfma. Þær gefa samt ekki
beinar uppiýsingar um flatarmál
skóganna.
Árið 1899 veitti Amtsráð
Norður- og Austuramtsins Sig-
urði Sigurðsson frá Draflastöðum
(1871-1940), styrktil að rannsaka
skógana í Fnjóskadal. Sigurður
mældi flatarmál skóglendisins og
felldi um 60 tré til að kanna aldur
og vaxtarhraða þeirra. Sigurður
birti niðurstöður sfnar í Andvara
aidamótaárið 1900.5 Úttekt
Sigurðar er fyrsta mæling á stærð
og vexti birkiskóga á fslandi. Árið
1906 kortlagði Agnar F. Kofoed-
Hansen (1869-1957)
skógfræðingur og síðar skóg-
ræktarstjóri Háls- og Vaglaskóg í
Fnjóskadal.6 Flatarmáli hans bar
vel saman við mælingar Sigurðar
frá 1899.
f bók sinni Skógfræðileg
lýsing íslands sem kom út árið
19257 reyndi Kofoed-Hansen
skógræktarstjóri að meta heildar-
flatarmál birkiskóganna út frá
dönsku herforingjaráðskortunum
og fleiri heimildum. Hann áætl-
aði heildarflatarmál skóganna
60.000 ha (0,6% af flatarmáli
landsins). Skóglendin eru nú
nálega tvöfalt stærri en það
stafar trúlega ekki af aukinni
útbreiðsiu birkisins heldur af
ónákvæmum gögnum. Kofoed-
Hansen tók fram að flatarmálið
væri varlega áætlað og það háði
honum að kortlagningu var ekki
lokið af öllu landinu og skóglendi
voru aðeins gróflega merkt á
uppdrættina.
Kannanir á útbreiðslu og ástandi
birkiskóglenda
Áárunum 1972-1975 létu
Skógrækt ríkisins og Skógræktar-
félag íslands kanna útbreiðslu og
ástand birkiskóga á Iandinu öllu
og stýrði Haukur Jörundarson því
verki. Skóglendin voru afmörkuð
á loftljósmyndum og flatarmál
þeirra mælt. Haukur og sam-
starfsmenn hans fóru síðan í alla
birkiskógana og mátu ástand
þeirra. Hákon Bjarnason og
Snorri Sigurðsson birtu niður-
stöður könnunarinnar í ritlingi
árið 1977.8 Meginniðurstöður
birkikönnunarinnar voru að
birkiskóglendi á íslandi væru
125469 ha eða 1,22% landsins og
um 81% þessa lands væri vaxið
lágvaxnara birki en tveir metrar.
Á hátíðarfundi á 1100 ára
afmæli fslandsbyggðar 1974
samþykkti Alþingi stóraukin
framlög til landgræðslu og
skógræktar, svokallaða þjóðar-
gjöf. Þegar því átaki lauk var
skipuð nefnd um landnýtingar-
áætlun (1985-1986) sem átti að
móta áframhaldandi starf á
þessu sviði. Eitt af verkefnum
nefndarinnar var að draga saman
sem nákvæmastar upplýsingar
um ástand gróðurs og
náttúrulegra skóga. Nefndin fól
Guðmundi Guðjónssyni land-
fræðingi sem þá starfaði hjá
gróðurnýtingardeild Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins, að
varpa skógarkortunum frá 1972-
1975 á grunnkort í mælikvarðan-
um 1:50.000 og leiðrétta flatarmál
skóganna. Kort Guðmundar var
síðan birt í skýrslu nefndarinnar.9
62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005