Skógræktarritið - 15.10.2005, Síða 83
lega á fiskveiðum og skógarhöggi
og iðnaði tengdum því (t.d.
pappírsframleiðslu), en ferða-
þjónusta er í nokkrum vexti.
Eyjan býr við miklar sjávarauð-
lindir en vegna stærðar land-
grunnsins við strendur Ný-
fundnalands hafa miðin kringum
eyjuna verið einhver þau gjöf-
ulustu í heimi sögulega séð og
dregið að sér sjómenn frá hinum
ýmsu löndum í gegnum tíðina,
þ.á m. íslendinga, en þeir hófu að
stunda fiskveiðar þar upp úr
seinni heimsstyrjöld. Mun minni
lífrænar auðlindir er að hafa á
landi, vegna tiltölulega rýrs
jarðvegs og stutts vaxtartímabils.
A svæðum þar sem auðlindir
voru takmarkaðar, óvissar,
dreifðar eða aðeins nýtanlegar
hluta úr ári komst á nýtingar-
mynstur sem fólst í árstiðabund-
inni skiptingu og helst það
mynstur ennþá að töluverðu leyti
a sumum svæðum, þar sem
skiptast á fiskveiðar, selveiðar,
veiðar á elg, skógarhögg, berja-
og sveppatínsla, heimaræktun
o.fl.
Landslag og veðurfar
Nýfundnaland er jarðfræðilega
frekar gamalt og nokkuð flókið í
uppbyggingu. Landið er jarð-
fræðilega séð þrískipt. Vestur-
hlutinn er elstur, með fjöll úr
nieira en 1.000 milljón ára gömlu
forngrýti (gnæs, granít, gabbró),
en mest úr kalksteini í láglendi
°g tilheyrir þessi hluti Norður-
Amerfku-forngrýtisskildinum.
Austasti hlutinn er forn-bergflís
af Evrópu, en þessir hlutar voru
skeyttir saman fyrir um 400
milljónum ára. Er miðhluti eyjar-
innar allur frá þeim tíma og
fjölbreytilegastur að berggerð.
Myndar hann nú öldótta og
dölum skorna hásléttu, en fjöll
°g hálendi ná 300-800 m hæð yfir
síó. löklar seinustu ísaldar mót-
Vesturströnd Nýfundnalands einkennisl affjöllum, með sítógi vöxnuin hlSum, sem rísa bratt
upp yfir flatt Idglendi við ströndina. Myndin er tekin rétt við VJiltondale, við suðurenda Gros
Morne þjóðgarðsins. Mynd: R.F.
uðu landslag verulega og grófu
djúpa dali og firði, en seinni tíma
roföfl hafa vfða mildað jökul-
landslagið og skilið eftir flatara
landslag, víða þakið möl.
Nýfundnaland er tiltölulega ríkt
af ferskvatni, vegna töluverðrar
úrkomu (800-1600 mm/ári), en
stór hluti eyjunnar er þakinn
vötnum. Einnig er mikið af ám á
eyjunni, en rennsli í þeim er
mjög árstíðabundið, með há-
marksrennsli víðast hvar snemm-
Sumars, þegar snjóa leysir. Eins
og ísland strfðir Nýfundnaland
við strftt og óstöðugt veðurfar.
Hitastig á vetrum getur farið
niður í allt að -35°C á sumum
svæðum þegar loftstraumar
liggja úr norðri, en sumarhiti fer
hæst upp í rétt rúmlega 30°C.
Vindar geta líka verið stríðir,
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
81