Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 86

Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 86
leiddi til algjörs þorskveiðibanns kanadískra stjórnvalda árið 1992. Bannið kippti stoðunum undan efnahag stórs hluta sjávarþorpa eyjunnar, en tilvist margra þeirra er nær algjörlega undir fiskveið- um komin. Hrun sjávarútvegsins hefur svo aftur ýtt undir endur- skoðunina á veru Nýfundnalands innan Kanada og hafa Nýfund- lendingar oft litið til fslands til samanburðar í þeim efnum. L'ANSE AUX MEADOWS - LEIFSBÚÐIR Nafnið L'Anse aux Meadows er franskt að uppruna, afþökun á L'Anse aux Méduses, sem þýðir Marglyttuvík eða Stórhveljuvík og á við svæði nálægt nyrsta odda Nýfundnalands þar sem rústir fundust árið 1960 er bent gætu til búsetu norrænna manna þar. Norski lögfræðingurinn og land- könnuðurinn Helge lngstad og kona hans Anne Stine Ingstad fornleifafræðingur lögðu í mikla leit að mögulegum viðkomustað norrænna manna í Ameríku um 1960. Höfðu þau m.a. lesið rit athafnamanns frá St. lohn's, William Azariah Munn að nafni, sem árið 1913 gaf út ritið „VJineland Voyages, Location of Helluland, Markland and Vinland", þar sem hann skrifar um „Lancey Meadows" sem líklegan við- komustað víkinga. Nutu Ingstad- hjónin aðstoðar heimamanna á L’Anse aux Meadows við að finna rústirnar. Árin 1961-1968 Sandy Robertson Segja má að ein forsenda þess að geta skipulagt svona ferð til Nýfundnalands hafi verið „íslandsvinurinn" Alexander (Sandy) Robertson. Sandy er fæddur í Skotlandi, fjölmenntaður náttúrufræðingur með háskólagráður í skógfræði og landafræði og doktorspróf frá Oxford. Tengsl Sandy við ísland ná langt aftur. Hann kom hingað fyrst á eigin vegum 1962, en árið 1983 kom hann í boði Skógræktar ríkisins og ferðaðist þá hringinn í kringum landið. Sfðan þá hefur hann komið margoft til landsins og skapað góð tengsl við fjölmarga íslendinga og þaulþekkir orðið landið og aðstæður. Of langt mál er að rekja hér öll þau verkefni sem hann hefur tengsl við hérlendis, en nefna má asparskóginn í Gunnarsholti, kennslu á Hvanneyri og skipulag skjólbelta og skjólskóga. Sandy er lfklega kunnastur fyrir rannsóknir sínar á samspili vinds og skóga, en lesendur Skógræktarritsins ættu að rifja upp grein hans í ritinu árið 1989 um það efni. Því var það fyrsta skref í undirbúningi Nýfundnaiandsferðarinnar að hafa samband við Sandy í St. iohn's. Hann tók þeirri umleitan afskaplega vel og tók að sér að skipuleggja ferðina lið fyrir lið. Allur sá góði viðurgjörningur sem okkur var sýndur var því afrakstur undir- búnings hans. Einnig tengdi hann okkur vel við skógstjórn (Department of Natural Resources, Forestry) fylkisins, þannig að starfsmenn stofnunarinnar báru okkur á höndum sér allan tímann. Það er upplifun að heimsækja Sandy og Geraldine konu hans í St. John's þar sem þau hafa búið sér fallegt heimili. Garðurinn við húsið er einstakur, vaxa þar um 600 tegundir plantna, einnig er hann listilega hannaður. Á meðfylgjandi mynd af þeim hjónum sést gott dæmi um það, en á grasflötina í bakgarðinum þar sem þau standa er snjósköflum vetrarstormanna ætlað að leggjast í skjóli trjánna. Sandy er margt til lista lagt. Hann hejur verið afkastamikill ísínu fagi, en einnig er hann sekkjapípuleikari, tónlistarmaður sem auk þess sker út, teiknar og smíðar módel. Hér þenur hann sekkjapípuna í Haukadalsskógi. Hjónin Sandy og Geraldine Robertson önnuðust undirbúning og sftipulagningu ferðarinnar. Þau ferðuðust síðan með okkur um eyna. Mynd: i.G.P. 84 SKÓGRÆKTARRITiÐ 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.