Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 87

Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 87
L’Anse aux Meadows. Horft af minfasvœðinu upp til upplýsingamiðstöðvarinnar. Mynd: J.G.P. stunduðu hjónin fornleifa- uppgröft sem staðfesti að hér væri að finna minjar um búsetu norrænna manna í Vesturheimi. Rannsóknir staðfestu einnig að aldur rústanna kæmi vel heim og saman við ritaðar heimildir, svo sem Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða, sem í Hauksbók er nefnd Þorfinns saga karlsefnis. Árin 1973-1976 tók kanadíska þjóðgarðastjórnin (Parks Canada) við uppgreftrinum. Árið 1977 var svæðið svo gert að þjóðgarði og ári sfðar voru minjarnar settar á Heimsminjaskrá Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sem fyrstu (og enn einu þekktu) minjar um dvöl nor- rænna manna í Norður-Ameríku. Þótt rústirnar hafi fljótlega fengið nafnið Leifsbúðir, greinir menn á um hvort Leifur Eiríksson eða nokkur þeirra landkönnuða sem greint er frá í íslendingasögunum hafi stigið þar á land. Nýverið hafa komið út tvær áhugaverðar bækur um þetta efni: Vínlands- gátan eftir Pál Bergþórsson veðurfræðing og Landnámsmaður Vesturheims - Vínlandsför Þorfinns karlsefnis, eftir Jónas Kristjánsson, handritafræðing og fyrrverandi forstöðumann Árnastofnunar. Minjarnar Búðirnar samanstanda af átta húsum með sama byggingalagi og er á landnámsskálum á íslandi og Grænlandi. Þar af eru þrfr íbúðarskálar sem óvíst er að staðið hafi á sama tíma þvf tveir þeirra hafa brunnið. Rústirnar hafa verið aldursákvarðaðar með geislakolsaðferðinni og teljast vera frá því um 1000. Smiðjuhús var á svæðinu og fundist hafa menjar eftir rauðablástur, naglar til skipasmíða og fleiri hlutir sem staðfesta að leiðangursmenn gerðu að skipum sínum þar, einnig eru menjar eftir tóvinnu og klæðagerð. Þykkir veggir húsanna staðfesta að leiðangurs- menn voru búnir undir vetursetu fþessu mikla vetrarrfki. Engar menjar eftir búpening eða gripahús hafa fundist á svæðinu og þar með er nánast útilokað að um Leifsbúðir sé að ræða því að Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða ber saman um að Guðríður Þorbjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni hafi haft með sér allskonar fénað. Sé það rétt að allir sex leiðangrarnir, sem Grænlendingasaga rekur, hafi dvalist í Leifsbúðum virðist loku fyrir það skotið að í L’Anse aux Meadows séu hinar eiginlegu Leifsbúðir. Hitt er víst, og rannsóknir styrkja þá kenningu, að íslenskir land- könnuðir hafa notað staðinn sem áfangastað á leið sinni milli Grænlands og austurstrandar Norstead er endurgerð skálanna sem fundist hafa. Innanhúss má einnig finna endurgerða hluti sem ferðamönnum er frjálst að handfjatla og skoða nánar. Mynd: J.G.P. 'Leiðangrar í tímaröð sbr. Grænlendingasögu: Bjarni Herjólfsson, Leifur Eiríksson, Þorvaldur Eiríksson, Þorsteinn Eiríksson, Þorfinnur karlsefni, og Freydís Eiríksdóttir. Samantekt Jónasar Kristjánssonar. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.