Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 90
Cape Spear - Vonarhöfði
Við mynni St. iohn's flóa að sunnan er Vonarhöfði, austasti tangi
Kanada (47°31.48'N, 52°37.12'W). Hann eroft ranglega kallaður
austasti hluti Norður-Ameríku en þarsem Grænland telst land-
fræðilega til Norður-Ameríku, stenst það ekki. Nafnið mun sprottið
úr portúgölsku; "Cabo da Esperan^a" sem á frönsku er "Cap
d'Espoir” og þá var ekki langt yfir í hina ágengu engilsaxnesku;
Cape Spear skyldi höfðinn heita. Vonarhöfði er vinsæll útivistar-
staður fyrir íbúa og gesti höfuðborgarinnar enda útsýni þaðan
stórfenglegt. Þar vakir elsti uppistandandi viti Nýfundnalands yfir
umhverfinu, byggður 1836. Hann er nú safn um líf og starf vita-
varða, en sama vitavarðafjölskyldan var á höfðanum í 150 ár. Þá eru
þarna vel varðveittar minjar frá seinni heimsstyrjöldinni, m.a. tvær
stórar fallbyssur, en St. lohn's var viðkomustaður skipalesta milli
stríðshrjáðrar Evrópu og Norður-Ameríku. Einnig eru þarna mikil
neðanjarðarbyrgi, sem nú eru notuð í friðsamari tilgangi til list-
sýninga og tónleikahalds og lítil kapella enda vinsælt að brúðhjón
láti pússa sig saman á Vonarhöfða og þannig stóð einmitt á þann
dag sem greinarhöfundar áttu leið um þennan heillandi stað.
Brimið skellur á hörðu fornbergi við Cape Spear, en berg hér er að uppruna forn■
bergflís úr Evrópu. Mynd: E.G.
þátta má svo finna tilkomumikið
landslag, með flatlendi, fjallgörð-
um, jökuldölum, hömrum, ám og
vötnum. Þetta fjölbreytta lands-
lag býður upp á vistsvæði fyrir
fjölbreyttar tegundir plantna og
dýra og býr þjóðgarðurinn yfir
töluverðri líffræðilegri auðgi.
Mjög fjölbreyttur gróður finnst
því innan Gros Morne, þar á
meðal um 700 tegundir blóm-
plantna og um 400 tegundir bæði
mosaplantna og fléttna og skófa,
þótt að trjágróður sé kannski sú
flóra sem mest ber á, en stórir
hlutar þjóðgarðsins eru þaktir
skógi. Þjóðgarðurinn er einnig
heimili ýmissa dýrategunda,
bæði spendýra og fugla. Meðal
spendýra má nefna hreindýr
(caribou), svartbirni, refi og elgi,
en Gros Morne er með einhvern
mesta þéttleika elgs í allri
Norður-Ameríku. Um 240 fugla-
tegundir hafa sést í garðinum, en
til samanburðar má geta þess að
það eru ívið fleiri tegundir en
sjást árlega á íslandi öllu.
Mannlíf á Gros Morne svæðinu
Gros Morne snýst hins vegar ekki
bara um náttúrufræði, en fólk
hefur búið á svæðinu í yfir 5000
ár. Fyrir komu Evrópumanna
bjuggu bæði forverar indíána og
inúíta á svæðinu, upphaflega
„for-indfánar" (Arcfiaic Indians), en
seinna meir „forn-inúítar" (Paleo-
Eskimos) á tímabili þegar veðurfar
var kaldara. Evrópumenn komu
fyrst á svæðið á 16. öld, en elsta
kort af þjóðgarðssvæðinu er frá
árinu 1534, úr könnunarleiðangri
Jacques Cartier. Eins og Ný-
fundnaland almennt var Gros
Morne svæðið lengi bitbein
Frakka og Breta. Bretar unnu
yfirráðin, en Frakkar héldu lengi
vel fiskveiðiréttindum á „Frönsku
ströndinni” svokölluðu (fram til
1904) og er enn minnihluti
frönskumælandi íbúa á svæðinu.
Grundvöllur byggðar á svæðinu
var fyrst og fremst fiskveiði, en
ásamt henni voru stundaðar
veiðar á landi og selveiðar á
vetrum, einnig stunduðu flestir
íbúar nokkra heimarækt. Gros
Morne svæðið var hins vegar
mjög fámennt og einangrað lengi
vel, það var ekki fyrr en með
mikilli uppsveiflu í sfldveiðum í
kringum 1870 að fjöldi íbúa tók
að aukast að ráði. Svæðið hélt
hins vegar áfram að vera nokkuð
einangrað innan Nýfundnalands.
Póstur og birgðir komu með
skipum á sumrin og hundasleð-
um á vetrum fram undir 1950,
þegar fyrstu almennilegu vegir til
svæðisins voru lagðir. Þróunin á
20. öld hefur almennt verið sú að
færa fólk á svæðinu frá smærri
byggðum til stærri bæja, sem
hefur breytt nokkuð hefðbundnu
lffi fólks. Mannlíf í dag á Gros
Morne svæðinu er því nokkuð
blandað. Að hluta til er það enn
sterklega mótað af sögunni, þar
sem hluti íbúa heldur enn tölu-
vert hefðbundinni verkaskiptingu
88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005