Skógræktarritið - 15.10.2005, Blaðsíða 91
(fiskveiðar á sumrin, veiðar á
landi á veturna og nýting á skóg-
arafurðum allan ársins hring, s.s.
berja og viðar til kyndingar) og
að hluta til er það „nútímalegt",
þar sem hluti fólks vinnur „venju-
lega" vinnu innan heilsugæslu,
kennslu, verslunar, pappírsfram-
leiðslu, ferðaþjónustu og ann-
arrar þjónustu og framleiðslu.
Viðkynning af Gros Morne
þjóðgarðinum
Þjóðgarðurinn hefur upp á margt
að bjóða ferðafólki. Landslag í
þjóðgarðinum er, eins og áður
sagði, einkar fjölbreytt og áhuga-
vert að sjá og skoða, þar sem
innan þjóðgarðsins má finna fjöll
og fjallgarða, stór og lítil vötn, ár
og læki, grýttar og sendnar
strendur í smávogum til stærri
fjarða eða flóa, ýmsar gerðir
skóga og ýmis sérstæð og falleg
náttúrufyrirbrigði, t.d. sandöldur
við ströndina og Tablelands-
fjalllendið. Landslagið býður upp
á skemmtilegar gönguleiðir á
sumrin, bæði fyrir byrjendur og
lengra komna (stysta merkta
gönguleiðin er ekki nema 1 km)
og góðar aðstæður fyrir
gönguskfði á vetrum. Sú
staðreynd að fólk býr innan
þjóðgarðsins og nýtir auðlindir
þar gefur honum líka ákveðinn
blæ, en hér á íslandi erum við
kannski vanari því að land innan
þjóðgarða sé alveg eða nær alveg
verndað gegn nýtingu. Dæmi um
nýtingu fólks eru líka greinileg,
t.d má víða sjá litla ræktarskika
íbúanna á vegöxlum þjóðveg-
anna á svæðinu (sem er nokkuð
sérstætt) og humargildrur í
stöflum sjást víða við hús. Ef fólk
hefur áhuga á dýralífi er líka nær
öruggt að fólk sjái elg. Minna ber
á fuglum, þrátt fyrir fjölda þeirra í
garðinum, en þeir felast vfða í
skóginum. Siglingar bjóða aftur á
nnóti upp á góð tækifæri til
Tablelands-fjalllendið er talið myndað úr möttulefni, sem fjaUgarðamyndunin hefur ýtt til
yfirborðs. Efnainnihald bergsins gerir j?að að verfium að gróður prífst illa eða ekki á þvíog
eru Tablelands-fjöllin þvt gróðursnauð, óiíkt flestum öðrum fjöllum Nýfundnalands og minna
að þvíleyti nokkuð á stóran hluta fjalla hérlendis. Mynd: j.G.P.
Ummerki hefðbundins lífsmynsturs má enn sjá víða á Gros Morne svœðinu. Hér sjást
humargildrustaflar við hús, en sjómenn smíða þær sjálfir á veturna, úr viði úr nálægum
skógum. Mynd: R.F.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
89