Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 96

Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 96
 MINNING Bragi Ólafsson Thoroddsen F. 20. júní 1917 • D. 8. október 2005. Við kistulagningu Braga varð mér litið upp í hiíðina ofan við plássið, þar sem sólskinsglenna skein á trjágróðurinn, sem nú er orðinn áberandi í mynni Litladals, ofan byggðarinnar á Patró. Þar má sjá fingraför Braga og eitt af mörgu sem hann áorkaði á langri ævi. Þegar upp var staðið voru þau ærið mörg skylduverkin sem hann tók að sér og sinnti af alúð og samviskusemi. Einn af máttarstólpum samfélagsins, er óhætt að segja, í firðinum þar sem hann kom í heiminn og ólst upp á stóru og fjölmennu heimili f Vatnsdal, sunnanvert í Patreksfirði. Hann var af þeirri kynslóð sem lærði snemma að taka til hendinni við almenn sveitastörf og sjó- mennsku. Af þeim félagsstörfum sem Bragi tók að sér má nefna að hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins, söng með kirkjukórnum og karlakór um áratugaskeið og stofnaði Félag eldri borgara. Þá starfaði hann í Slysavarnafélaginu, þar sem hann tók m.a. þátt í frækilegu björgunarafreki við Látrabjarg árið 1947, auk þess sem hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Þegar Iöngu og farsælu starfi var lokið hjá Vegagerð ríkisins, en þar hóf hann störf um 1955, þá gafst enn góður tími til að sinna félagsmálunum. Þá tók hann að sér að endurreisa Skógræktarfélagið á Patreks- firði og vann síðan að því að klæða hlíðina ofan bæjarins þeim skrúða sem nú blasir við, á meðan kraftar entust. Bragi var formaður félagsins frá 1987 til 1998. í því starfi voru þau hjónin samtaka og tók Þórdís kona hans mikinn þátt f þessu ræktunarstarfi. Á þessum árum kom ég nokkuð oft á Patreksfjörð og naut þá frændsemi og gestrisni þeirra hjóna. Bragi var skemmtilegur sögumaður og unun að hlusta á frásagnir hans af mönnum og málefnum sem ég þekkti að hluta en annað minna. Eitt kvöldið, þegar kristalsglösin voru dregin fram, man ég að rifjaðar voru upp ferðir hans frá stríðs- árunum en þá var siglt með fisktil Englands. Þá 94 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 lifðu menn milli vonar og ótta í 4-5 daga við yfir- þyrmandi spennu í lofti. Fjöldi íslenskra sjómanna fórst eins og kunnugt er „en margir þeir sem komu heilir á líkama urðu aldrei samir eftir", sagði Bragi. Skógræktarstarfið var Braga fljótt mjög hugleikið, það fann ég. Held að alúð hans og nákvæmnin við ræktunarstarfið hafi ekki átt sinn líka á þessum tíma. Bragi lagði áherslu á það að plöntumagnið skipti ekki máli heldur hvernig staðið væri að gróður- setningunni og umhirðunni í framhaldinu. Tók hann ráðleggingum vel um hvernig staðið skyldi að verki. Hvergi eru aðstæður hvað jarðveg áhrærir jafn einkennilegar á landinu. Mold er hreint út sagt ekki til. Þannig hagar víða ofan byggðarinnar að enda- laus urð þekur hlíðarnar og í mesta lagi mosaskán á steinum. Víða er því ekki hægt að gróðursetja trjáplöntur og fá rótfestu fyrir þær því að jarðveginn skortir. Brá Bragi á það ráð að sækja mold og flytja í vörubílaförmum af Barðaströnd og síðan var fyllt í glufur og gjótur og plönturnar gróðursettar. Þetta lánaðist og með árangursríkum hætti hafa ræturnar náð að koma sér fyrir í urðinni og plönturnar vaxa vel því sjálfsagt er raka og jarðveg að finna undir þessum ögurskriðum. Árangursríkt starf Braga á þessum árum er dæmi um hverju eldri borgarar geta áorkað. Því miður er það oftar en ekki svo að fólk sem komið er af vinnu- markaðnum finnur ekki þann sess í þjóðfélaginu sem skyldi. En þar með var ekki sagan öll því að Bragi og Dísa létu ekki þar við sitja heldur komu upp fallegum einkareit við sumarbústað sinn í Skápadal innarlega í Patreksfirði þar sem þau unnu að trjárækt við afar erfið skilyrði. Þessi staður held ég að hafi verið mikill griðastaður þeirra hjóna. Hvergi er vestfirsk náttúra fallegri í sinni stórbrotnu mynd. Fyrir rúmu ári átti ég leið um Patreksfjörð ásamt Thomas Seitz, fslandsvini frá Sviss, sem hefur um langt árabil stutt fjárhagslega við skógræktarstarfið á Patró og víðar. Það var ánægjuleg stund sem við áttum með Braga á sjúkrahúsinu og þó að heilsan væri þrotin, var hugsunin skýr. Ekki varð greint á milli hver var ánægðastur með heimsóknina, en fyrr um daginn höfðum við skoðað ræktunarstarfið. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Braga lffs en minning hans lifir og verkin tala sínu máli og blasa við niðjum hans og íbúum á Patreksfirði um ókomna tíð. Skógræktarstarfið á Patró naut þess í ríkum mæli að fá reyndan félagsmálamann í formennsku enda lagði Bragi sig í framkróka um að halda fullum dampi og sníða starfinu stakk eftir vexti enda hefur ekki orðið misbrestur á þvf síðan. Hann virkjaði fólk með sér og þegar ekki var kostur á sjálfboðaliðum þá fann hann leiðir til að fjármagna framkvæmdir og ráða Útför Braga fór fram í Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 15. október 2005 að viðstöddu fjölmenni. B rynjólfur | ónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.