Skógræktarritið - 15.10.2005, Side 107
Skipað í nefndir og tillögur
kynntar
Eftirfarandi voru skipaðir for-
menn nefnda: Sigríður Heið-
mundsdóttir, Skógræktarfélagi
Rangæinga, fyrir allsherjarnefnd,
Sæmundur Þorvaldsson, Skóg-
ræktarfélagi Dýrafjarðar, fyrir
skógræktarnefnd, Barbara
Stanzeit, Skógræktarfélagi Garða-
bæjar, fyrir kjörbréfanefnd,
Fundarstjórar kynntu fram-
komnar tillögur og var þeim vísað
til nefnda.
Fyrirlestur Bjartmars
Sveinbjörnssonar
Bjartmar Sveinbjörnsson prófess-
or f skógvistfræði við háskólann í
Alaska og heiðursræðismaður
íslands í Anchorage var með
fyrirlestur um skógmarkarann-
sóknir á norðurhveli. Hann er í
forsvari fyrir hópi vísindamanna
er vinnur að þessum rannsókn-
um. Hann varpaði fram spurning-
um til umhugsunar: Hvað er
skógur, hvað er tré, hvað eru
skógarmörk eða trjámörk? Hann
reyndi að svara þessum spurning-
um í máli og myndum en sagði
svörin ekki alltaf einhlít. Nokkrar
umræður urðu f lok fyrirlestursins.
Ferð um Staðarsveit og Eyja-
hrepp
Um hádegisbilið var komið hið
besta veður, sólin skein og
Snæfellsjökull skartaði sínu
fegursta.
Eftir undirstöðugóðan hádegis-
verð var gestum ekið f hópferða-
bifreiðum um Staðarsveit og
Eyja- og Miklaholtshrepp.
Fyrsti viðkomustaður var við
Rauðamelskirkju við Gerðuberg,
hina frábærlega fallegu stuðla-
bergshamra. Gestirnir skoðuðu
staðinn og þáðu veitingar. Þá var
ekið að Vörðuholti í landi Hross-
holts (Hróksholts) og afhjúpað
minnismerki til heiðurs Margréti
Guðjónsdóttur vegna starfa
hennar í þágu skógræktar á
svæðinu. Þar heitir nú „Mar-
grétarlundur".
Þá var haldið í Hofsstaðaskóg í
landi Hofsstaða. Hofsstaða-
skógur er ekki stór en einstaklega
fallegur. Þar hefur verið unnið á
sfðustu vikum að þvf að bæta
aðgengi, við og f skóginum, undir
merkjum verkefnisins „Opinn
skógur" sem Pokasjóður og Olís
hafa styrkt.
Búið er að hressa upp á göngu-
stíga og gera nýja, setja upp
Fimm fyrirtæki mru heiðruð fyrir að styðja afmcelishald Skógrœktarfélags íslands á 75 ára
afmœli félagsins íár. Frá vinstri: Karl Eiríksson frá Brœðurnir Ormsson, Gunnar Sigurðsson
fyrir hönd Olís og Páll Samúelsson fyrir hönd P. Samúelsson- Toyota. Eimskipafélag íslands
og Húsasmiðjan fengu afhentar viðurkenningar síðar. Mynd: |FG.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005
105