Skógræktarritið - 15.10.2005, Qupperneq 108
Hátíðarkvöldverður
Um kvöldið var hátíðarkvöld-
verður og kvöldvaka á Lýsuhóli.
Eftir fordrykk í boði landbúnaðar-
ráðherra spilaði íslandsvinurinn
Sandy Robertson á sekkjapípu af
mikilli list.
Vökunótt (Lag: Litla flugan)
Áin syngur ástaljóð við blœinn,
undirspilar brimhljóð létt og hljótt,
draumaskikkja breiðist yfir bæinn
blundar döggvott grasið milt og rótt.
þáðu veitingar, þar á meðal
„skógarkökur". Steinunn Páls-
dóttir spilaði á harmoniku með
miklum tilþrifum.
Frá Rauðamelskirkju. Mynd: B).
merkingarog útsýnisskífu. Sturla
Böðvarsson „opnaði” skóginn
formlega með því að höggva í
sundur birkigrein, sem lá yfir
aðalstíginn, með hjálp Björns
Sigurbjörnssonar, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra í Landbúnaðar-
ráðuneytinu.
Gestir gengu um aðalstíg skógar-
ins ("Broadway") sem er hringleið
sem endar í nýju samkomurjóðri
í skóginum. Á miðri leið er lítið
rjóður, er nefnist „Ljóðarjóður".
Par er tilvalið að tylla sér á bekk
og lesa ljóðið Vökunótt eftir
Margréti í Dalsmynni, sem er
greypt þar á plötu (hluti birtur
hér):
Trjáplönturnar bíða hér íböndum,
biðja um lífí nýrri fósturmold,
sumarfluttar inn frá öðrum löndum,
aðrar vaxnar hér á vorri fold.
Ljóð þetta birtist í heild í Ársriti
Skógræktarfélags íslands árið
1952 er Margrét var ung kona.
Margir stöldruðu við f „Ljóða-
rjóðrinu" og lásu ljóðið en svo
var safnast saman í samkomu-
rjóðrinu, ávörp flutt og gestir
Fundarstjóri var sóknarpresturinn
á Staðastað, séra Guðjón Skarp-
héðinsson, sem stjórnaði af rögg-
og gamansemi. Boðið var upp á
afbragðsgóða veislu sem Kven-
félagið Sigurvon í Staðarsveit
annaðist. Þá voru eftirminnileg
tónlistar- og skemmtiatriði á
meðan á borðhaldinu stóð.
Páli Samúelssyni og Karli Eiríks-
syni var afhent gullmerki Skóg-
ræktarfélags íslands, sem er
æðsta viðurkenning félagsins,
fyrir einstakt. framlag þeirra til
skógræktar í landinu. Þeir eru því
orðnir heiðursfélagar S'kóg-
ræktarfélags íslands.
Eftir borðhaldið, þar sem sungið
var af hjartans lyst á milli
Að uppfyllingu æskudrauma minna
ég ætla að starfa í Ijúfum næturfrið,
í nótt ég ætla ein að vaka og vinna
verkið Ijúfa er þolir enga bið.
Margrét Guðjónsdóttir, ásamt ajkomendum og tengdajólki, við nýja skjöldinn ÍMargrétar-
lundi d Hrossholti. Mynd: JGP.
106
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005