Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 28.11.1980, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 28.11.1980, Qupperneq 6
6 aðalhlaðtð Föstudagur 28. nóvember 1980. l.tbl. Geir vargunga ..en er nú haröur. Geir harður af sér „Ég er búinn að fá andskotans nóg af þessu kjaftæbi um aó ég sé gunga”, sagöiGeir Haligrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Aðalblaðiö spurði hann um fyrirætlanir hans i sambandi við landsþing flokksins næsta vor. Geir sagöist ætla að „sýna þessu pakki i eitt skipti fyrir öll, hver sé hinn sterki maður I forystusveit flokksins”, eins og hann orðaði þaö. Sem kunnugt er hafa staðið yfir ' fundir hinna ýmsu Sjálfstæðis- Qokksfélaga á landinu, þar sem kosið er um fulitrúa á flokksþing- iö. Hafa þeir sigrað á vfxl Gunn- arsmenn og Geirsmenn. „Þetta ætla ég að stoppa”, sagöi Geir. Hann mun ferðast um landið i tengslum viö félagsfundina, og freista þess að veröa viðstaddur þá alla. „Ég vona bara að fólk fatti að ég get verið reiður og nasti á við hvern annan, áður en það kýs Gunnar. Þvi ef það gerir það, á það ekki von á góöu”, sagði Geir. Geir hefur i framhaldi af þessu boðist til að slást við „hvern sem er, hvenær sem er”, efist einhver um harðneskju hans og ákveðni. „Ég er sko ekki barnanna best- ur”, sagöi hann að lokum. Maður fundinn sem að- hyllist efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar „Jú, það held ég nú”, sagði bóndi nokkur I Hrunamanna- hreppi, en hann er eini maðurinn á landinu sem aöhyllist stefnu rikisstjórnarinnar í efnahags- málum. Til skamms tima var tal- iö að enginn „væri svo vitlaus”, eins og haft var eftir stjórnarand- stæðingum, en á réttarballi fyrr i haust „glopraði ég þessu útúr mér i ölæði” sagði bóndinn. Hann hefur siöan farið huldu höfði, en á miðvikudaginn var gaf hann sig fram .við fjölmiðla. Bóndinn hefur ekki viljaö láta nafns sins getiö, þar sem ekki hefur enn náðst til allra aöstand- enda hans. „Þaö minnsta sem maður getur gert er að vara fólk viö”, sagði hann. Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra var að vonum glaöur viö fréttirnar: „Það hlaut að koma aöessu. Rikisstjórnin hefur unnið mjög vel aö þessum málum á undanförnum mánuðum, og nú hefur komið i ljós að það starf er aö skila árangri. Þess verður vonandi ekki langt aö biöa aö annar bætist i hópinn”. Lúðvik finn- ur Jesú Lúövik Jósepsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, kom mjög á óvart þegar hann til- kynnti á landsfundi flokksins um siðustu helgi aö hann hefði „fund- ið Jesúm”. Sló þögn á fundarsal- inn þegar Lúðvik lýsti uppgötvun sinni. Hann fór siöan mörgum oröum um ágæti kristindóms, og hrakti faglega kenningar sumra kommúnistaleiötoga þess efnis að trúin væri eiturlyf. Þegar biskup var spuröur álits á þessum ummælum Lúðviks, vildi hann sem minnst um máliö segja. „Ég vissiekki einu sinni aö hann væri týndur”, sagöi hanh. Lúövik hefur nú tekið saman viö Einar J. Gislason hjá Fila- delflunni, og hyggst predika reglulega á Guðsþjðnustum þar. „Nei, ég er ekki orðinn elliær”, Hækkun hjá lögfræðingum Taxti lögfræðingafélags tslands hækkar um 17% frá og með næstu mánaöamótum. Þá kostar krónur 27 þúsund að hringja I lögfræðing, 32 þúsund ef spurt er til nafns, og 39 þúsund ef borið er upp erindi. Lúðvik prédikar i fyrsta skipti i Ffladelfiuhúsinu. svaraöi Lúðvik á blaöamanna- fundi sem hann hélt. „Ég hef einfaldlega frelsast. Ég sé ljósið. Svo hjálpi mér Guö.” TRÚNAÐARMÁL Fréttabréf nr. 8 Mér finnst ég skulda ykkur svo- litla skýringu á þvi hvernig á þvl stendur aö sumir ná langt I póli- tik, en aðrir ekki. Ég hef tekiö saman nokkur atriöi sem að gagni mega koma, og bið ykkur aöhafa þau i huga þegar framml sækir. 1 fyrsta lagi þurfiö þiö að taka ykkur tak, setjast niðurog spyrja sjálf ykkur hvort þið hafið þá hæfileika sem til þarf. Góöur stjórnmálamaður veröur að upp- fylla viss skilyrði. Grundvallar- skilyrði eru til dæmis: Greind, sköpunarhæfileiki, þjónustulund, staðfesta, heiðar- leiki, og vera ekki skithæll og kúkapakk. Ég læt svo til að flest ykkar komist að þeirri niðurstöðu að þiö hafið enga þessara kosta. Það geröiég. En þaö skiptir ekki máli. Það sem máii skiptir er eftir- farandi: Peningar Almennileg kosningabarátta verður ekki rekin án peninga. Þá er gott aö eiga góöa aö. Annars verður að læra aö plokka. Það er auðveldast með þvi að ná i stuön- ing og trygga stuðningsmenn, sem vilja vinna fyrir mann. Það er hægt meö loforðum. Makk Lýðræði gengur útá málamiöl- anir. Þannig má bjóða forystu- mönnum ýmissa hópa þjóöfélags- ins á fyllerl eða I mat eða eitt- hvað, og lofa þeim einhverju. Láta þá siðan lofa góðvild I stað- inn. Svoleiðis er hægt aö ná i ótrú- lega mörg atkvæði. ÍJtlit Nútimastjórnmálbyggjast ekki sist á fjölmiðlum. Þvi er nauö- synlegt að skapa sér fyrirfram ákveðinn stæl. Maöur getur verið harður, eða mjúkur, indæll eða töff. Þetta er spurning um stæl. Flökt 1 islenskum stjórnmálum gildir lögmáliö aö hafa ekki hreina stefnu. Mikilvægasti hæfileiki stjórnmálamannsins hlýtur að vera að svara úr og I, án þess að eftir þvi sé tekið. Dæmi: Sp: Hver er þln skoöun á þessu máli? Sv: Þaðer .. er .. altsoskoðun min og mins flokks .. að .. að það sé að .. að .. nauðsynlegt altso aö ... að.. — og svo framvegis I nokkrar minútur. Þá veit enginn lengur um hvað er verið að tala. Sannsögni 1 stjórnmálum er nauösynlegt aö hafa sannleikann að leiðar- ljósi. En það þarf dcki endilega að vera allur sannleikurinn, né ekkert nema s'annleikurinn. Þannigeroft á tíöum nauösynlegt aö bera út hitt og þetta um and- stæðinginn. Stundum má þaö vera lygi. Enginn er fullkominn. Vilm undur Gylfason ÞINGMENN GATA Á LAUNAPRÓFINU Kjaradómur vinnur nú af krafti I þvl að ákvarða þingmönnum kaup. Hefur dómurinn meöal annars sent þingmönnum ýtar- legan spurningalista um lif þeirra og starf, svo betur megi átta sig á hvar I launastigann þingmenn eigi að koma. Hingaö til hefur verið reiknað með að þingmenn fái hliðstætt kaup við forstjóra rikisstofnana, ráðuneytisstjóra og flugmenn, en samkvæmt upp- lýsingum eins kjaradómsmanna eru horfur á að ef til vill veröi ekki unnt að hækka þingmenn i launum á við þessa aöila. Tuttugu prósent launahækkunin sem koma átti fyrir ári, gæti ailt eins veriö frestað um ókomna framtlð. Allflestir þingmanna hafa nú þegar skilað inn spurningalistan- um, með svörum þar sem þeir hafa getaö svaraö. Aö sögn kjaradóms gefa svörin ekki tilefni til mikillar launahækkunar, ef nokkurrar. Reyndar gekk þingmönnum misvel i prófinu, enda spurningarnar marg- brotnar. Meðal þess sem spurt var um var til dæmis: 37. Ef stóri visirinn er beint upp, og litli visirinn beint til hægri, er þá komið kaffi? 45. Ef 60 þingmenn eru 3 minút- ur að labba úti Þórshamar, hvaö eru þá 20 þingmenn lengi aö labba úti Þórshamar. 89. Hvað heitir samgöngu- ráðherra? 100. Mundiröu að skrifa nafnið þitt efst á blaðiö? Ragnar Arnalds var fljótastur i prófinu. VIGDIS A BATAVEGI Frú Vigdis Finnbogadóttir er nú á góöum batavegi eftir áfalliö sem hún fekk á þriöjudaginn var. Samkvæmt upplýsingum Borgar- spltalans er hún úr allri hættu, en samt enn mjög máttfarin. Vigdis var sem kunnugt er ekið úr forsætisráöuneytinu I sjúkrabil um klukkan ellefu á þriðjudags- morguninn. Hún haföi þá verið á vikulegum fundi sinum meö Gunnari Thoroddsen, þar sem Gunnar skýröi henni frá stöðu mála I stjórnmálunum. Sam- kvæmt upplýsingum forsetarit- ara, Birgis Möller, hafði Gunnar verið að reyna aö skýra efna- hagsstefnu rlkisstjórnarinnar og framkvæmd stjórnarsáttmálans fyrir forsetanum þegar hún hné i gólfiö og „hló sig máttlausa”, eins og ritarinn orðaði þaö. Niðurtalningin hafin Framkvæmd niöurtalningar- leiöarinnar hófst loks i sölum Alþingis á miövikudagskvöldiö. Þá réðst Ólafur Ragnar Grimsson snarlega að Tómasi Arnasyni og greiddi honum bylmingshögg undir bringspal- irnar. „Hann kallaði mig Marliyn Monroe helviskur”, útskýrði Ólafur eftirá. Tómas lá þegar samanskropp- stund. inn á gólfinu, og aðeins sekúndu- broti siöar var niðurtalningin orðin að veruleika. Mikill hávaði og spenningur var I þinginu þegar þetta gerðist, þaö var hrópað og kallað. En dauðaþögn féll á þegar Gunnar Thoroddsen stóö upp og taldi hæversklega: 10—9—8—7.... Þingheimur allur gerði sér grein fyrir að þetta var söguleg LAUS STAÐA Frá og með 2. desember nk. óskast viðgerðarmaður til starfa við glugga dómsmálaráðherra. Góð íslensku- kunnátta áskilin. Upplýsingar um uppruna sendist skrifstofunni. Frá Dómsmálaráðuneytinu. Sælkerakvöld Enn gefst gestum Blóma- salar að njóta sælkera- máltíðar í góðu umhverf i. Að þessu sinni velur mat- seðilinn hinn þekkti út- varpsmaður Humar B. Lauksson, af sinni al- kunnu kunnáttu og smekkvfsi. Njótið gómsætra rétta í fögru umhverfi Matseðill Humars: Isköld nýmjólk sælkerans (Lait Gourmet freese) Vatnssoönar vlnarpylsur I kryddsósum og brauöi (Saucisses bouilles en croute, sauce épice, Hot dog) Litlar súkkulaði kexkökur að hætti hússins (prince polo)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.