Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.07.1981, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 17.07.1981, Qupperneq 3
3 _JiQ/garpá^furinn pöstudagur u.■■íúh i98i sem gangast undir þessa aftgerfi sjái eftir þvi seinna meir. En sú kona sem ákveður aO eiga barniö finni aldrei fyrir neinni eftirsjá. En er þaO ekki einmitt einn þátt- urinn í þvf aO vera manneskja, aö geta sjálfur tekist á viö þau vandamál er upp koma, hvort sem menn eiga eftir aö iðrast þess eöa ekki. Þetta er hluti af vanda Iffsins. Hver kona á auðvitað rétt á aöstoö sér- fræöinga i þessum efnum, en ákvöröun um svo veigamikið mál sem fóstureyöing er, hlýtur alltaf aö liggja hjá einstaklingnum sjálfum. Kannski á eftir aö koma sá dagur aö manni finnist þessi umræöa um fóstureyöingar jafn fáránleg og niðurlægjandi og vangaveltur guösmanna á miööldum um hvort konur heföu sál. Jón Þ. Hallgrimsson, yfirlæknir kvennadeildar Landspftalans sagöi f viötali sem blaðamaður átti viö hann aö rúmlega 10% af þunguöum konum heföu gengist undir fóstureyöingu hér á landi á sl. ári. Á hinum Noröurlöndunum er þessi taia hærri eöa um 30%, enda eru lögin um fóstureyðingar þar rýmri en hér. Hér á eftir fara frásagnir þriggja kvenna á aldrinum 22—28 ára. Þær eiga þaö allar sameigin- legt aö hafa ihugaö aö fá fóstur- eyöingu. Ein valdi, önnur hafn- aöi, en sú þriöja fékk hana ekki. Þar sem þessi mál eru mjög viökvæm, kjósa þær aö halda nafnleynd. öruggt má þó teljast aö saga þeirra er saga margra kvenna... „Ég vildi að ég hefði átt völina en ekki aðeins kvölina” Frásögn konu sem 1969 var 16 ára og ófrfsk og þá var bannað meö lögum aö láta eyða fóstri. „Ég var 16 ára þegar ég varö ófrísk. Min fyrstu viðbrögð voru örvænting og hræðsla við viðbrögð foreldra minna. Það eina sem ég hugsaði um var að égyrði að bjarga þessu sjálf án þess að nokkur vissi. Enn þann dag i dag veit ég ekki hvort 'nokkur félagsráð- gjafi hafi verið starfandi. Ef svo hefur verið var það einhver huldumaður. Ég fór til kven- sjUkdómalæknis og hann gat ekki veitt mér neina hjálp nema að gefa mér startpilluna svo- kölluðu. Ég stóð þarna frammi fyrir honum með tárin í augunum — Guð minn góður, getur þii ekki hjálpað mér? Læknirinn leit á mig með móðgunar-og hneykslissvip. Það var alveg eins og ég væri að biðja hann um aö fremja glæp. Þá fór ég í eldhúsráðin. Ég hjólaði, synti og trimmaði eins og vitlaus manneskja, ég var svo mikið barn að ég héltað það myndi valda fóstureyðingu. En þessar æfingar gerðu ekkert annað en að styrkja líkamann og efla þar með vöggu fósturs- ins. Siðan fór ég til annars læknis og viðbrögö hans voru þau sömu og læknisinssem ég fór fyrst til. Ég sat þarna eins og glæpamað- ur frammi fyrir dómaranum. Samfélagið átti likama minn og fóstrið. Þess vegna var áfallið mikið þegar fóstrið var orðiö að barni, þá átti þaö enginn nema ég. Ég ein haföi ábyrgð* ina og engum kom þetta barn mitt við. Þetta varð fjölskyldu minni mikið áfall og fluttist ég að heiman. Ég var á þessum tima i 4.bekk í menntaskóla og vann með skólanum. Enþetta reyndist mér ofviða, ég var bakveik og mórallinn I menntaskólanum var sá að það var alltí lagi að vera ófrfskur f 6. bekk f menntó en hneyksli í 4. bekk. Ég hætti því f skólanum. Við tók beiskur timi, en tárin þornuðu og harkan tók við. Fyrsta árið eftir að barniö fæddist gekk allt á afturfótun- um. Ég átti erfitt með að fá hUs- næði, það vareins og fólk treysti mér ekki. Ég var smábarn með smábarn. Ég bjó við efnahags- legt öngþveiti, þá voru engir opinberir styrkir og ég upplifði mig sem dæmda manneskju — dæmda af samfélaginu til þess að eignast barn, sem ég átti erf- itt með að ala önn fyrir. Þeir sem minnst mega sfn i þjóðfélaginu fá ekki neitt Sér- staklega ungar óreyndar stelp- ur sem allt i einu falla úr faömi fjölskyldunnar og verða að standa á eigin fótum. An þess aö hafa upplifað áður frumskógar- lögmálin. Það duttu 4 ár Ut úr lifi mi'nu. Ég gat ekki sætt mig við aö vera afgreiðslustúlka og móðir, ég hafði ætlað mér allt annað. Þarna var sett strik i lff mitt sem ekki heföi þurft ef samfélagið væri ekki byggt upp á þessu kúgunarmunstri, sem sturtar hverjum þeim niður i skólpræsið sem gengur ekki fyr- irskipaðar leiðir. Einstæðum mæðrum fer fjölgandi og finnst mér það vera skuggaleg þróun. Þær vita ekk- ert hvaðþær eru að fara Ut i. Ég er reið samfélaginu aö það skuli bregöast þegnum sinum. Réttur kvenna til að ráða yfir likama sinum er einfaldlega mannrétt- indamál, jafn sjálfsagður og rétturinn til fæöis, klæðis og hUsnæðis. Hvort ég kýs fóstureyðingu eða ekki er mitt mál en ekki ein- hverra karlpunga út I bæ, I góöri stöðu sem litið vita um aðstæður kvenna almennt og ekkert um lif einstakra kvenna. Þaö er svolitiö merkilegt sem danskir kvenlæknar hafa bent á að þær getnaðarvarnir sem eru skað- lausastar likama konunnar eru hettan, smokkur og fóstureyð- ing og að fóstureyðing sé mun hættuminni en fæðing. I raun ætti fdstureyöing frem- ur aö vera boð en bann. Frelsið til þess að velja sina eigin til- veru og framtið hlýtur að vera grundvallarkrafa og i rauninni ætti ekki aö þurfa að eyða svo mörgum orðum á svo sjálfsagt mál Ég vildi að ég hefði haft á sin- um tima völina — ekki aðeins kvölina.” „Var alltaf að sannfæra aðra en ekki sjálfa mig” Frásögn konu sem nýverið gekk f gegnum fóstureyðingu. „Sama dag og ég fékk vissu mina fyrir því að ég væri ófrísk hringdi ég og pantaði tima hjá félagsráðgjafa. Ég vissi alveg frá byrjun aðég gæti ómögulega eignast þetta barn. Var alveg ákveöin í að fá fóstureyðingu. Fóstureyðingar hér á landi eru frjálsar að þvi leyti aö maö- ur getur fengið hana. En þvi fyigja óþægindi og andleg pressa. Þeir sem annast þessi mál spurðu mig og spurðu og voru sifellt að benda mér á möguleikann á þvi aö ég gæti vel eignast barnið. Ég var spurð spjörunum Ur, um mitt persónulega lif og framtiðaráætlanir. Þettafannst mér ekkert skemmtilegt. Ég gerði mér strax grein fyrir þvi að ég sat fyrir framan mann- eskju með dómaravald. Þvi varð ég aö spila eftir þeirra reglum. Ég þurfti aö gera nákvæma grein fyrir sambandi minu viö barnsföður og þá var látið i ljós að ef ég væri í föstu sambandi ætti ég að geta átt barnið. Þvi þorði ég ekki annað en að segja að samband m itt við barnsföður væriótryggt, mér fannst það ör- uggara. Þaö var erfitt allan þennan tima aö vera f þeirri aðstöðu að vera aö sannfæra aðra. Ég vissi alveg hvað ég sjálf vildi. Ég fékk á tilfinninguna að mér væri vantreyst, það var eins og ég væri ekki hæf til þess að taka þessa ákvörðun sjálf. Ég held að astæðan fyrir þessu sé sú að margar konur sem fara að tala við félagsráðgjafa eru ekki alveg vissar. En ég var aldrei i vafa. Mér leiddist óumræðilega þessar spuningar og þessi pressa. Læknirinn sem skoðaði mig lét það lita Ut sem hann væri að gera mér mikinn greiða. Félagsráðgjafinn sýndi mér hvernig aögerðin var fram- kvæmd og þá varð ég hrædd. Þessi sýnikennsla var þaö eina seim hafði áhrif á mig. 0 g ég hef verið að spyrja sjálfa mig hvort þetta sé gert við sjúklinga sem t.d.' fara í uppskurði t.d. hjarta^ eöa brjóstholsaögerðir? Svo kom að fóstureyðingunni. Kl. 8.30 var ég lögð inn. Skömmu síöar kom svæfingar- læknirinn og lýsti sinum þætti i aögerðinni. Siöan var mér gefið róandi lyf og var ég keyrð á ambúlans inn á skurðstofuna. Ég var síöust þennan dag og voru 8 konur á undan mér sem fóru i' þessa aðgerð. Ég lá vak- andi uppi á skuröarboröinu á meðan verið var að taka græjurnar til, brátt kom svæf- ingarlæknirinn og svæfði mig. Það næsta sem ég man eftir að ég vakna upp i isköldu flísa- lögöu herbergi, dánar og jarð- arfarar tilkynningar glumdu yf- ir hausnum á mér. Ég datt Ut af aftur og vaknaöi inni á dagdeild. Ég hvfldi mig i klukkutima og fékk siðan að fara heim. Ég hef oft heyrt að einhver ógurleg sektarkennd og sálræn vanliðan fylgi þessarri aðgerð. Ég fann aldrei til þessarar kenndar. Það eina sem ég var hrædd um var að ég myndi ekki fá fóstureyðingunaogaðþessari aðgerð fylgir viss áhætta sem læknirinn Utmálaði svo sterkt fyrir mér. Mér finnst sjálfsagt að félagsráðgjafisé tilstaðar aö leiðbeina konum en mér finnst að þessa ákvörðun geti enginn annar tekið en konan sjálf.” EBTÞÚ \ TK P N S K E I U [? EðanotarM ferska vatnið í krananum heima? Hvers vegna þykkni? Floridana appelsínuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar því fersku vatninu í þykkniðþegarþér hentar.Útkoman úr 1/4 lítra af þykkni vcrður 1 lítri af ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Floridana appelsínuþykknið er G-vara sem tryggir fersk bragðgceði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGVM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAR- EFNVMERBÆTTÍ FLORIDANA. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJA VÍK Þú gerir létt og hagkvæm innkaup til langs tíma með FLORIDANA þykkni!

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.