Helgarpósturinn - 17.07.1981, Síða 17
17
Jielnarpósturinn Föstudagur 17. íúií 1931
Asgeir
10
Kamban
19
vetrar, aö stjórnin lagöi hart aö
mer að halda áfram starfinu i eitt
og hálft ár til viðbötar og ég féllst
á þau tilmæli. Vildi ekki hlaupa á
dyr. Ég held að hugmyndir
stjórnarinnar hafi gengið Ut á
það, að i'bigerð hafi verið tillaga
til lagabreytingar, þar sem gert
væri ráð fyrir aukinni hlutdeild
fulltrúaráðsins við ráðningu for-
stjóra. Þótti st jórninni þvi rétt að
biða með ráðningu nýs forstjóra,
þangað til þessar tillögur hefðu
fengið umfjöllun og ef til vill sam-
þykki”.
— Kom þer þá á óvart að
Svavar skyldi hlaupa til og ráða i
embættið og i framhaldi, þér
hefur þá ekki fundist, sem hann
væri hálfvegis að reka þig á dyr?
„Ráðherra kallaöi mig á sinn
fund, áður en ráðningin var til-
kynnt og sagði mér aö hann
hygðist ráða I embættiö. Þessir
hlutir gerðust allir á elleftu
stundu og menn höfðu sótt em-
bættið, svo það er að vissu leyti
skiljanlegt að ráðherra ákvæði að
ráða nýjan mann. Nei, það var
langt frá þvi að ég liti svo á að
mér hafi verið sparkað, þótt ég
hefði ljáö máls á þvi, að halda
áfram vegna eindreginna óska
stjórnarinnar. Ég hafði áður
ákveðið að hætta, svo Ut af fyrir
sig, var ég ekkert ósáttur við
þessi málalok:
— Hvernig heldur þU að eftir-
m aður þi nn — Ingi R. H d gason —
komi til með aö standa sig i' starfi
forstjóra?
„Þaö tekur að sjálfsögðu tima
fyrirhann eins og aðra aö komast
inn i starfið, en ég reyndi að upp-
lýsa hann um helstu atriðiáður en
ég fór og aðstoðarforstjórarnir
eru öllum hnUtum kunnugir og
verða honum mikill styrkur. NU,
Ingi er reyndur maður á margan
hátt, en liklegt er að fyrstu
mánuðirnir reynist honum erfiðir
vegna reynsluleysis á þessu
starfssviði”.
— Hvernig tilfinning var það að
hreinsa skrifborðið þitt eftir ára-
tugasetu við það?
„Það rifjaðist auðvitað margt
upp, þegar ég var að taka saman
mitt hafurtask. En það var mikill
munur að fara af sjálfsdáðum, en
ekki vegna þess að einhver vildi
losna við mann. Það heföu eflaust
verið sárar tilfinningar ef ég hefði
verið að hrökklast þarna i burtu
gegn vilja minum.
En ég er ekki alveg kominn Ut
úr tryggingastörfunum, þótt ég
sé hættur hjá Brunabót, því ég er
formaður stjórnar Viðlagatrygg-
inga íslands og einnig formaður
nefndar, sem nU endurskoðar lög
Viðlagatrygginga. Og þar verður
nóg að gera”.
,, Tryggin gaf él ög um
kemur til með að
fækka”.
— Eru ekki alltof mörg trygg-
ingafélög að bitast um sama litla
markaðinn? Væri ekki hágkvæm-
ast að eitt öflugt rikisrekið fyrir-
tækið hefði tryggingamálin á
sinni könnu?
„Þetta hefur verið dálitiö við-
kvæmt mál. Það er alveg rétt, að
markaöurinn hér er litill og mikill
fjöldi tryggingafél aga þýðir
aukna dreifingu f jármagnsins.
Þetta orsakar að minni trygg-
ingafélögin eru i raun ekkert
annað en umboðsaðilar stórra er-
lendra tryggingafélaga, þvi þau
verða aö endurtryggja
geysimikiö erlendis. Þetta fyrir-
komulag er þjóðhagslega óhag-
kvæmt, þvi fjármunir streyma út
úr landinu með þessum hætti.
Ég er þó ekki viss um að rétt
væri að steypa þessu öllu saman i
eitt ri'kisrekiö fyrirtæki, en i ný-
legum lögum um vátrygginga-
félög er gert ráö fyrir ströngu
eftirliti með fjárhag trygginga-
félaga, þannig að félög séu ekki
að taka aö sér verkefni, sem þau
geta ekki annað vegna fjárskorts.
Ég held að þróunin hljóti að verða
sú, að tryggingafélögum fækki
fremur en hitt og litil félög detti
upp fyrir. Við hjá Brunabót höf-
um verið langstærstir I bruna-
tryggingunum og það hefur þýtt,
að viö höfum litið þurft að endur-
trjtggja erlendis á þeim vett-
varigi. Af þessu má sjá, að færri
og stærri félög myndu auka á
hagkvæmnina og draga Ur þess-
um endurtryggingum i Utlönd-
um”.
— Hvað hefur þú skrifað upp á
háa vátryggingarupphæð i einu
skirteini?
„Ég held að stærsta trygginga-
ski'rteini, sem ég hef skrifað upp á
hafi verið verktakatryggingin
(contractors a 11 risk) þegar Al-
verið var i' byggingu. Upphæðin
var upp á 36 milljónir dollara og
þetta var 1967”.
..Greinilega svindl ....”
— (Jr einu i annað. Hefur það
gerst á þinni tið, að fyrirtæki eða
einstaklingar hafi kveikt i eighum
sinum og heimtað tryggingaféð
frá Brunabót.
„Ekki minni tið, slikt hefur
a.m.k. dcki sannast á neinn.
Svona sögur koma upp á stund-
um, sérstaklega, þegar vitað er
að ákveðin fyrirtæki, hafa staðið
höllum fæti og svo skyndilega
brennur allt. En þessi mál eru
rannsökuðofanikjölinn og á min-
um forstjóraárum ekkert svona
misjafnt komið upp á.
Ég man að visu eftir einu til-
viki, tengdu þessum málum. Það
kom maður inn á Brunabót og
vildi tryggja vörulager og bil,
sem hann kvaðst geyma i skúr
einhvers staðar i borginni.
Maðurinn vildi fá sérstaklega
hraða afgreiöslu á málinu. Þegar
komið var með skirteini inn á
borð til min og ég beöinn að skrifa
uppá það, þá sfcipaðiég svo fyrir,
eftir að hafa skoðað mai.'ð. að
maður frá okkur yrði sendur til aö
skoða þennan umtalaða varning.
En þegar þessi „varningur” var
skoðaöur, þá kom i ljós, að um
var að ræða öökuhæfa bildruslu
og nokkra tóma kassa. Þaö var
þvi greinilega svindl á ferðinni og
maðurinn fékk ekki tryggingu.
Siðan gerðist þaö hins vegar, að
þessi sami maður fékk tryggingu
annars staðar og stuttu siðar
brann skúrinn og allt sem i hon-
um var. Ekki fékk þó maðurinn
bætur fyrir þennan „dýrmæta
varning” þvi sannleikurinn um
kassana og bildrusluna komst i
hendur réttra aðila”.
— Þið hafiö sem sagt látið
keppinauta ykkar vita um hiö
rétta i þessu máli. En er ekki
bissnessinn miskunnarlitill i
tryggingabransanum?
„JU, ég held að miðað við við-
skipti almennt, þá sé hvaö mest
og hörðust samkeppnin á vett-
vangi tryggingamálanna. Það
eru miklarýfingar á milli féiaga.
Samkeppnin er hörö og óvægin,
þótt leikreglur séu virtar”.
— Lokaspurningin. Þú sást á
stóli forstjóra i Brunabótafélag-
inu f 25 ár. Þú sérö ekki eftir
stólnum, eða fékkstu kannski
skrifborðsstólinn þinn með, þegar
þU hættir?
„Nei, ég skildihann eftir.
Ennþá er ég ekki farinn að sjá
eftir starfinu. Mér finnst eins og
ég sé i sumarfrii nUna, en það
getur vel verið að eftir nokkra
mánuði fái ég bakþanka og vilji
aftur i gamla góða forstjórastól-
inn. Býst þó varla við þvi, enda
hef ég nóg við timann að gera og
kviði ekki framtiðinni”.
— Fjármagnið þið leikhUsið á
einhvern annan hátt en aö selja
inn á sýningar?
„Við erum svo heppin að fyrir
utan styrkinn sem bærinn veitir
okkur höfum við LeikhUsiö hérna
alveg endurgjaldslaust og meg-
um nota það að vild. Við leigjum
sjálf Ut hUsiö, höfum til dæmis
leigt þaðút til áhugamanna og get
ég bent á að AlþýöuleikhUsið
kemur bráðlega hingað til Akur-
eyrar og fær aðstöðuna til syn-
ingar hjá okkur.
— Kennið þið leiklist?
„Já við höfum verið með nám-
skeið fyrirunglinga og komum til
með að halda þvi áfram næsta
vetur. Við höfum jafnvel hug á að
setja upp verk með aðstoð ungl-
inga. Við erum a.m.k. full af
bjartsýni og áhuga og það skiptir
mestu fyrir gott leikhUs”, sagöi
Theódór að siðustu. ________eg
THOMAS
SUPER RYKSUGAN
ER EKKI
VENJULEG
RYKSUGA
HÚN SOGAR NÁNAST HVAÐ SEM ER
Ryk—Vatn — Möl — Sand — Stiflur úr vöskum o.fl. o.fl.
Hótel — Fyrirtæki — Stof nanir — Bændabýli, og allsstaðar þar sem
Hentar fyrir heimili
sogkrafts er þörf.
- Skóla
Akranes Málningarþjónustan
Akureyri KEA Járn og gler
Akureyri RAF Geislagötu
Blönduós Kaupfélag Húnvetninga A-Hún.
Borgarnes Kaupfélag Borgarness
Búöardalur Kaupfélag Búóardals
Egilsstaðir Kaupfélag Héraðsbúa r
Eskifjörður Vérslun Elíasar Guðnasonar Á
Fáskrúðsf jörður Kaupfélag Fáskrúðsf jarðar Hlb
Flateyri Kaupfélág Onfirðinga
Hella Kaupfélagið Þór
Hvammstangi Kaupfélagi V Hún.
Isafjörður Kaupfélag Isfirðinga
Keflavik Stapafell
Neskaupstaður Kaupfélagið Fram
Patreksf jörður Verslun Baldvins og Kristjáns
Raufarhöfn Kaupfélag N-Þing.
Reyðarf jörður Kaupfélag Héraðsbúa
Selfoss Kaupfélag Arnesinga
Seyðisf jörður Kaupfélag Héraðsbúa
Stykkishólmur Kaupfélag Stykkishólms
THOMAS
ER SVARIÐ VIÐ DÝRTÍÐINNI
Biðjið um myndalista
án skuldbindingar
ábyrgð — Gerið verðsamanburð
VERÐ FRÁ
KR. 2.300
POSTSENDUM
ASTRA
Síðumúla 32
Sími 86544
SUZUKI LJ 80V jeppinn er lipur og sparneytinn
torfærubíll, eins og sniðinn fyrir íslenskar aðstæður
• Vél 4 strokka 41 hestafl «15" hjólbarðar •Eyösla 8,01 • Hátt og lágt drif
• Þyngd 785 kg. — sportfelgur á 100 km. • Stórar afturdyr
• Sjálfstæð grind • Verð kr. 85.000.-
SUZUKI — sá sparneytnasti
Sveinn Egilsson hf.
Skeifan17. Sími 85100