Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 2
Nýja frumvarpsð um kvikmyndasjóð ligg- ur enn í skúffum menntamálaráðherra eftir: Guðlaug Bergmundsson myndir: Jim Smart o.fl. íslensk kvSkmyndagerö?: Er bólan sprungin? Hrafn G unnlaugsson: „Við menntamálaráðherra að sakast.” Þráinn Bertelsson: „Ástandið ekki glæsilegt." Friðrik Þór Friðriksson: „Jafn- vel betra að kvikmyndasjóður væri ekki til.” Islenskir kvikmyndagerðarmenn eru nokkuö uggandi um stöðu listgreinar sinnar. Eins og annað i landinu, hækkar kostnaður við kvikmyndagerðina, en áhorfendur eru ekki iengur eins áhuga- samir, ef marka má þær myndir sem frumsýndar voru um pásk- ana. Miklar vonir eru bundnar við nýtt frumvarp til laga um kvik- myndastofnun islands, kvikmyndasjóð og kvikmyndasafn, sem menn bjuggust við að lagt yröi fram á því þingi, sem nú er að ijúka. Ingvar Gisiason menntamálaráðherra mun hins vegar ekki leggja það fram fyrr en á hausti komanda. Þegar sett voru lög um kvik- myndasjóð og fyrsta úthlutun hafði farið fram,fylltust islenskir kvikmyndagerðarmenn bjartsýni á að nú væri loks kominn grund- völlur sem á mætti byggja alvöru kvikmyndagerð í landinu. Þess- ari bjartsýni var fylgt eftir svo um munaöi. Sumariö 1979 voru teknar þrjár leiknar kvikmyndir og þær siðan frumsýndar á árinu 1980. Velgengnikvikmyndanna sýndi það og sannaði, að kvikmynda- húsgestir höfðu lengi beðið eftir viðburðum sem þessum. Aðsókn að þessum myndum var gifurleg og aðstandendur þeirra fengu til baka útlagöan kostnað, og ríflega það. Aðeins þrem árum eftir kvik- myndasumarið mikla rikir ekki jafn mikil bjartsýni meðal kvik- myndagerðarmanna um fram- vindu islenskrar kvikmynda- gerðar. A riímu hálfu ári hafa verið frumsýndar fjórar is- lenskar kvikmyndir og enn sem komið er, hefur engin þeirra skilað inn útlögðum kostnaði. Ein þeirra, Jón Oddur og Jón Bjarni, mun þó væntanlega ná núllpunkt- inum, eins ogþað er kallað. Hinar þrjár eiga hins vegar talsvert langt i land. Otséð er um að Ot- laginn skili sér á innlendum Föstudagur 7. maí 1982 markaði og útlitið fyrir Rokk i Reykjavfk og Sóley er dökkt. Staðan i islenskri kvikmyndagerð er þvi nokkuö óljós um þessar mundir, eins og fram kemur I samtölum viö kvikmyndagerðar- menn. Timamót Helgi Gestsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna telur, að íslensk kvikmyndagerð standi á timamótum. „Þótt stuttur ti'mi sé frá þvi, að byrjað var aftur að gera kvik- myndir hér, hafa kröfur og að- sókn breyst töluvert. Sú nýjung, sem Land og synir var, hefur slip- ast af þeim myndum, sem hafa komið siðan. Kröfumarhafa auk- ist og það sýnir sig i aðsókninni. Aður fór fólk að sjá mynd af þvi að hún var islensk, en núna er það farið að velja og hafna, og þaðer ekki hægt að segja annað en að það sé eðlilegt og æskilegt fyrir framtið kvikmyndagerðarinnar”, segir hann. Helgi nefnir til fleiri atriði til stuðnings timamótakenningu sinni. Hann segir, að fjármögnun kvikmynda sé orðin erfiðari en áður, þegar hægt var aö leita til banka og annarra aöila, vegna þess aðþettaþóttispennandi. Nú sé það að veröa eins og i öðrum greinum, þar sem farið sé eftir þvi hvort f járfestingin sé fýsileg. Einnig nefnir Helgi erlenda markaði og segir, að ekki nægi lengur, að mynd sé forvitnileg bara af þvi, að hún er islensk, heldur verði hún lika að vera góð. Loks telur hann, að videó- væðingin og þróun hennar muni hafa mikil áhrif á islenska kvik- myndagerð á næstu þrem til fimm árum. Þráinn Bertelsson segir, að ástandiö sé ekki glæsilegt. „Það þótti kraftaverk, að hægt væri að gera myndir, en það var ekki kraftaverkið. Kraftaverkið er að gera myndir sem standa undir sérhér á landi og menn eru að kynnast þeirri hlið núna”. Þorsteinn Jónsson telur hins vegar, að staðan hafi litið breyst frá þvi að fyrstu kvikmyndalögin voru sett árið 1979. Það hafi sýnt sig, að sú fjárhæð, sem rennur I kvikmyndasjóð af fjárlögum, sé allt of lág. Nýju lögin Þá er komið að þvi máli, sem kvikmyndagerðarmenn binda hvaö mestar vonir við, en það eru ný lög um kvikmyndasjóð. I fyrra var sett á laggirnar nefnd til að gera tillögu um tekjuöflun fyrir sjóðinn. Nefndin lagði til að sett yrðu ný kvikmyndalög, sem fælu i sér, að komið yrði á fót sérstakri kvikmyndastofnun, sem hefði yfirumsjón með rekstri kvik- myndasjóðs og kvikmyndasafns. 1 tillögunni er bent á þrjár leiðir til tekjuöflunar fyrir kvikmynda- sjóð. 1 fyrsta lagi árlegt framlag úr rikissjóði, sem næmi 60% af áætluðum tekjum af söluskatti af kvikmyndasýningunum það árið, 6—7 mUljónir króna. í öðru lagi væri stjórn kvikmyndasjóðs heimilt að afla lánsfjár, sem næmi allt að 50% af söluskatts- tekjum, eða um 6 milljónir. 1 þriðja lagi er gert ráð fyrir rikis- ábyrgð fyrirkvikmyndasjóðá allt að 40% af söluskattstekjum. Með þessum tillögum er gert ráð fyrir, að rekstrarfé kvik- myndasjóðs nemi allt að 15 milljónum króna á ári. Heigi Gestsson: „Vantar stefnu- mótun um framtið kvikmynda- gerðarinnar.” helgarpásturinn Björn Björnsson: „Sniðum okkur stakk eftir vexti.” Hugmyndin með þessari nýju tekjuöflun er sú, að hægt verði að reka kvikmyndasjóð þannig, að þjónusta hans við kvikmynda- gerðina geti verið i því formi, að veittur verði styrkur, sem næmi 20% af kostnaði meðaldýrrar kvikmyndar, 20% i lán og 20% I rikisábyrgð fyrir lánum sem kvikmyndagerðarmenn öfluðu se’r sjálfir. Þau 40% sem eftir standa eiga kvikmyndagerðar- menn siðan að leggja fram sjálfir. Þetta fyrirkomulag á að tryggja það, að framleiðendur kvikmynda eigi ekki á hættu að missa t.d. ofan af sér heimili sin, en hingað til hafa kvikmynda- gerðarmenn þurft að veðsetja hi- býli sin vegna bankalána. Auk þess að hafa yfirumsjón með kvikmyndasjóði og safni, á það að vera hlutverk hinnar nýju kvikmyndastofnunar að bæta kvikmyndamenningu lands- manna með styrkjum og öðrum hætti, svo og að annast upplýs- Þorsteinn Jónsson: Atómstöðin kvikmynduð á næsta ári. inga- og kynningarstarf á is- lenskum kvikmyndum á er- lendum kvikmyndahátiðum og öðrum vettvangi. Stjórn kvikmyndastofnunar- innar á að sitja i fimm ár og vera stefnumarkandi, en stjórn kvik- myndasjóðs á að sitja i tvö ár og að þvi loknu að skipta um alla stjórnarmenn. Sljólegar undirtektir Þorsteinn Jónsson átti sæti i nefndinni og segir hann, að frum- varpið hafi legið hjá ráðherra siðan i september i fyrra og sé óskiljanlegt hvers vegna það hafi ekki verið lagt fram á þingi. „Allir þeir þingmenn, sem talað hefur verið við, fullyrða, að það mundi fljúga i gegnum þingið”, segir hann, og bætir þvi viö, að heföi frumvarpið orðið að lögum á þessu þingi, væru kvik- myndagerðarmenn bjartsýnni nú. „Ef þessi nýja bylgja i is- lenskri kvikmyndagerð á að halda áfram af krafti, er nauð- synlegt, að þetta frumvarp verði að lögum á næsta þingi”. Hrafn Gunnlaugsson segir, að það sé mjög sárt að horfa upp á það, að þetta frumvarp, sem gefin hefðu veriö góð orð um að kæmi fram á þinginu og jafnvel samþykkt, hafi ekki litið dagsins ljós ennþá. „Ég held, að þar sé fyrst og fremst við núverandi mennta- málaráðherra að sakast”, sagði Hrafn. Þráinn Bertelsson er sama sinnis og segir, að sér finnist það heldur sljólegar undirtektir hjá þeim, sem til þess séu kjörnir að vera i fararbroddi i þjóðfélaginu, að þeir skuli ekki taka eftir þvi, sem helstséað gerast á einhverju

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.