Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 26
Föstudagur 7. maí 1982 > >•-.VV; -V ' V' l >; ('•' ' . ,-V ’ m ■\,í 'fy. 1 ,í -V. -1 ; - .'-'.í.yV- ov; .< í* , .jvwyw>. IJXi ^íiVí'C Svona imynda þeir Halldór og Tryggvi sér aö kúluhiisiö gæti lit- iö út. viðtal: Þröstur Haraldsson mynd: Jim Smart Halldór Gíslason (tv.) og Tryggvi Hansen. Flatarmynd af kúluhúsinu. Lífsástarsjónarmiö ræður ferdinni Rætt við Tryggva Hansen og Halldór Gíslason sem ætla að stofna kommúnu í kúluhúsi Einhverra hluta vegna hefur alveg farið framhjá íslendingum sú mikla umræöa sem átt hefur sér stað i Ameriku og Vestur- Evrópu um annars konar sam- býlisform en hina klassisku kjarnafjölskyldu. Tilraunir með sambýli sem ekki byggist á hjónavigsluvottoröinu eru fáar og smáar hérlendis meðan „komra- linur” eins og þær eru gjarnan nefndar hafa hreiðst út í ná- grannalöndum okkar. Þegar taliö berst aö kommún- um verða margir skrýtnir i fram- an og byrja strax að ræða um hópsex og hassreykingar. Stað- reyndin er hins vegar sú að bæði þessi fyrirbæri nautnalifsins eru sennilega mun algengari og út- breiddari meðal þeirra sem búa við kjarnafjöiskylduformið en i kommúnunum. Þær siðarnefndu eru margvis- legrar gerðar. Allar byggjast þær á sameign og sameiginlegum rekstri að einhverju leyti, en mjög er misjafnt til hversu margra þátta hann tekur. Sums staðar láta menn sér nægja að hafa sameiginlega matseld en lifa að öðru leyti sinu einkalifi, ann- ars staðar er verið að gera til- raunir með miklu nánara sam- býli, heimilið verður jafnvel eins- konar sálgreiningarstöð þar sem einstaklingarnir kryfja vandamál sin til mergjar og skilja ekkert eftir, allt skal Ut. Svo tekur sam- býlið þátt iaðleysa vandann, sem getur verið jafnt sálrænn sem fé- lagslegur. Flest sambýli eru einhvers staðar á þessu bili. Sá sem þetta ritar kynntist nokkrum ,jíollekt- ivum” eins og þau eru nefnd i Danmörku og voru þau flest með þeim hætti að 6 - 8 manns bjuggu saman,höfðu sameiginlegan hús- sjóð sem rann til innkaupa á mat og hreinlætisvörum, sima, rekstrar hússins, blaðakaupa oþh. Eldhús, borðstofa og setu- stofa voru sameiginlegar en að öðru leyti höfðu menn sin her- bergi þar sem þeir áttu sitt einka- lif. Mjög var misjafnt hvernig menn höguðu sinu ástalifi, sumir lifðu i kjarnafjölskyldu innan sambýlisins, bjuggu með mökum sinum og börnum, aðrir voru kannski i ástarsambandi úti i bæ, en „bjuggu ekki með”. Auðvitað koma upp vandamál i svona sambýli, rétt eins og i kjarnafjölskyldunni. Fólk rifst út af ýmsu. En i sambýlinu eru mál- in auðveidari viðfangs að þvileyti að þar eru einstaklingarnir ekki eins bundnir hverjir öðrum og i hjónaböndunum. Enda eru tið mannaskipti i dönskum sambýl- um. En sambýlið heldur áfram þótt skipt sé um þátttakendur. Og sambýlið er ekkert endanlegt form, oft flytja menn úr þvi i kjarnafjölskylduna eða leigja sér einstaklingsherbergi. Hér á landi eru valkostirnir færri, raunar aðeins tveir: kjarnafjölskyldan eða einlifið. Og mannlifið er að sama skapi fá- tæklegra. Fólki hættir til að ein- angrast á heimilum sinum, eða vera alitaf eins og gestir. Auk þess að auðga mannlifið stuðlar sambýlið að réttlátari verka- skiptingu á heimilunum, það kemst enginn undan þvi að elda mat og halda húsi og fötum heilu og hreinu. En hver ætli ástæðan sé fyrir þvi að Islendingar eru svo af- skiptalausir um sambýlisform sitt? Af hverju er það svona litið rætt og af hverju eru svo fáar til- raunir gerðar til að breyta Ut frá vananum? Það á sér væntanlega ýmsar orsakir. Sú helsta felst þó senni- lega i húsnæðiskerfinu. Húsnæði hér á landi er óhóflega dýrt og skipuleggjendur hafa hingað til ekki haft hugmyndaflug til að hugsa sér öðru visi sambýli en kjarnafjölskylduna. Lánakerfið gerir heldur ekki ráð fyrir öðru formi, tii dæmis eru húsnæðis- málalántil íbúðakaupa og -bygg- inga miðuð við fjölda eldhúsa. Ef 3 - 4 fjölskyldur ætla að slá sér saman og kaupa stórt hús fer það eftir þvi hversu mörg eldhús eru i húsinu hve mörg lán fást til kaup- anna. Af þeim sökum eru mörg af þessum stóru gömlu fallegu hús- um i bænum útilokuð fyrir sam- býli, eins og þau henta þó vel. Og nýbyggingar miðast allar við kjarnafjölskylduna. Að eiga sér draum En sem betur fer eru alltaf til hugsjónamenn sem eiga sér draum um fagurt mannlíf og at- hafnagleði til að reyna að gera hann að veruleika. Helgarpóstur- inn komst á snoðir um að hópur fólks i Reykjavik væri að undir- búa byggingu á nýstárlegu hús- næði fyrir sambýli. Tveirúr þess- um hópi voru teknir tali, það eru þeir Tryggvi Hansen listamaður og Halldór Gfslason arkitekt. — Það má segja að áhugi okkar á sambýlinu sé tvfþættur. Annars vegar stafar hann af félagslegri nauðsyn, við viljum rjúfa ein- angrun kjarnafjölskyldunnar, þar sem konan er iðulega ein- angruð inni á heimilinu en karlinn útilokaður frá því. Hins vegarer það fjárhagslegi ávinningurinn sem er af sameiginlegu húshaldi; við hugsum þetta sem einskonar félagsbú. Að vissu leyti verður þetta fé- lagsbú sjálfu sér nógt, en það mun lika tengjast þjóðfélaginu. Við förum ekki út i þetta með ein- hverja andúð á tækninni og nú- timanum að leiðarljósi, þvert á móti höfum við hugsað okkur að nýta alla möguleika er koma manninum tilgóða. Þar má nefna orkuvinnslu á staðnum með vind- myllu ogsalernum sem framleiða gas, ef ekki er jarðhiti til staðar. Við ætlum að sætta rómantikina og raunsæissjónarmið. Hugmyndir okkar byggjast á meðvitaðri lifsbreytni. Við viljum koma upp meira samstarfi á heimilinu og vinna með fólki i þjóðfélaginu, t.d. með nám- skeiðahaldi eða með þvi að koma upp menningar- og listamiðstöð. Með þvi að breyta verkaskipting- unni ætti lika að vera hægt að stytta vinnutimann og gefa fólki aukin tækifæri á að vinna að skapandi starfi heimafyrir. Það er fyrstog fremst lifsástarsjónar- mið sem kom þessu af stað og við- heldur hugmyndinni. En þrátt fyrir þessa auknu samvinnu verð- ur fólk frjálst i sinu einkalifi, þetta er enginn fasismi. Kúluhús — Hvernig hús hafið þið hugsað ykkur að byggja? Það sem við höfum i huga er hússem byggterá kúluforminu. f miðju yrði stór kúla þar sem sameignin er, eldhús, borðstofa, bókaherbergi, vinnuherbergi, barnaherbergi oþh. Þessi kúla yrði svona 300 fermetrar. Ot frá þessari kúlu liggja stuttir gangar út i' litlar kúlur þar sem fjölskyld- urnar eiga sitt einkalif. Þar yrðu svefnherbergi, salerni og lítil eld- hús. Við hugsum okkur að allir leggi saman til að kosta stóru kúl- una en hverf jölskylda verðursvo aðkosta sina kúlu og getur þá vit- anlega ráðið því að öllu leyti hve stór hún er og hvernig hún er inn- réttuð. Auk þessa höfum við gert okkur i hugarlund að ibúarnir komi sér upp einhvers konar rekstri i kringum húsið og að amk. hluti ibúanna hafi sitt lifibrauð af hon- um. Þar gæti bæði verið um að ræða gróðurhús eða garðrækt og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.