Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 20
I 20 MFA færir út kvíarnar Gefur út hljómplötu og söngbók I vikunni bættist ný hljómplötu- útgáfa i hóp þeirra sem fyrir voru. Menningar- og fræöslusam- band alþýðu gaf út fyrstu hljóm- plötuna sem islensk verkalýös- samtök senda á markaö, Al- mannarómur heitir hún og hefur aö geyma visnasöng meö söng- hópnum Hálft i hvoru. Sönghópinn skipa Aöalsteinn Asberg Sigurðsson, Bergþóra Arnadóttir, Gisli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og örvar Aðalsteinsson. A plötunni eru 13 lög, innlend og erlend. Höfundar laga og ljóða eru sönghópurinn og ýmsir listamenn, Victor Jara, Barbara Halsingius, Joe Hill, Einar Bragi, Asgeir Ingvarsson, Jón úr Vör, ölöf Sverrisdóttir, Steinn Steinarr og Óli i Nýborg. Tryggvi Þór Aðalsteinsson hjá MFA sagði aö Almannarómur heföi oröið til i beinuframhaldi af samstarfi MFA og sönghópsins undanfarin misseri. Hálft i hvoru hefur oft komiö fram á vinnu- stöðum og á námskeiöum i ölfus- borgum ogvi'öará vegum Félags- málaskóla ASl. Sagði Tryggvi að þetta heföi mælst vel fyrir og svo væri vísnasöngur sú tegund tón- listar sem einna auðveldast væri að koma viö á vinnustööum. Þetta er i fyrsta sinn sem verkalýðssamtökin ráðast i hjómplötuútgáfu en Tryggvi sagði að áöur hefðu komið út plötur tengdar verkalýðnum, svo sem með Karlakór verkamanna og Alþýðukórnum. Fálkinn gaf þær plötur út en nú er fyrirtækið dreifingaraðili fyrir MFA. önnur plata er fyrirhuguð á þessuári og verður hún hljóðrituð áuppstigningardag.Þarerum að ræða verkalýðs- og baráttu- söngva frá fyrri árum, einkum frá kreppuárunum. Sú plata er gerð í samvinnu við Sigursvein D. Kristinsson en nafni hans Magnússon hefur æft upp kór sem syngja á lögin. Hefur verið leitast við að syngja lögin með þeim hætti sem þau voru sungin fyrr á árum. Tryggvi sagði að tilgang- urinn með þessari útgáfu væri bæðiað endurvekja þessa söngva sem margir hverjir eru fallnir i gleymsku og að varðveita þá á hljómplötu. Ekki er ákveðið hvort framhald verður á þssari útgáfu en ef við- tökur almennings og verkalýðs- félaga við þessum tveim fyrstu plötum verða góð má vænta þess að svo verði. Loks má geta þess að MFA hefur gefið út söngbók sem ber nafnið Syngjum! Þar er að finna yfir300 söngva, mest innlenda en einnig erlenda með islenskum textum. Eru það verkalýðs- söngvar ættjarðarlög ástarvisur öl- og danskvæði, lög úr leikritum ofl. Nótur fylgja sumum lögunum og aftast er listi yfir það hvar finna má nokkur laganna á nýlegum hljómplötum. Aðal- steinn Asberg Sigurðsson valdi lögin og bjó bókina til prentunar en Ingi Gunnar Jóhannsson sá um nótnaskrifin. Bókin er skreytt teikningum af verkafólki i dags- ins önn og eru þær eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. —ÞH Föstudagur 7. maí 1982 ht?lrjr^rpn<^fl irintl Hugleiðing um almannaróm Menningar- og fræðslusam- band alþýðu hefur sent frá sér plötu, sem nefnist Almanna- rómur. Flytjendur eru söng- hópurinn Hálft I hvoru, en hann skipa Aðalsteinn Asberg Sigurðsson, Bergþóra Árnadótt- ir, Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jó- hannsson og örvar Aðalsteins- son. Á plötunni eru 13 lög eftir Aðalstein, Victor Jara, Gisla, Earl Robinson, Joe Hill, Berg- þóru, Lasse Tennander, Eyjólf, Inga, Barböru Helsingius og eitt þjóðlag. Textar eru eftir flest hin sömu frumsamdir eða þýdd- irenað auki eftir Ólöfu Sverris- dóttur, Alfred Hayes, Einar Braga, Asgeir Ingvarsson, Jón úr Vör, Stein Steinarr og Óla i Nýborg. Allt er þetta heldur milt og þokkalegt. Fallegasta lagið reynist liklega Kannski eftir Barböru, en slappastur er söngurinn hjá Eyjólfi. Geta má um hnökra i framburði og áherslum, t.d. i orðmyndunum „lénsherrar” og „ábúðar” i lag- inu Takið eftir og „buskann” i Kannski. Það er nú einu sinni verið að syngja á islensku. A textablaði segir m.a. i for- mála: „Af hálfu þeirra sem valdið höfðu var söngurinn einatt tal- inn hættulegur, siðspillandi og liklegur til að hvetja fólk til að hleypa öllu i bál og brand, um- turna þjóðfélaginu, guði og góðu fólki til sárrar skapraunar.” En það er vístekki hætt við að neinn styggist við þessa plötu. Til þess er hún of meinlaus og sker sig litt úr obbanum af þvi sem úter gefið. Þess var heldur alls ekki að vænta, þvi af skrugguklárri eðlisávisun tók kapitalisminn alþýðu- og bar- Úr sýningu leikklúbbsins Sögu á önnu LIsu eftir Helga Má Barðason. Hinn akureyrski veruieiki Leikklúbburinn Saga Anna Lisa. Höfundur: Helgi Már Barðason Leikstjórn: Þröstur Guðbjarts- son Lýsing: Viðar Garðarsson Leikmynd: Þröstur Guðbjarts- son. Þótt islensk leikritagerð hafi staðið með miklum blóma nú hin siðari ár, telst það samt enn til nokkurra tiðinda þegar nýr höfundur kveður sér hljóðs á þessu sviði. Það gerðist siðast- liðið laugardagskvöld þegar leikklúbburinn Saga á Akureyri frumsýndi splunkunýtt verk Helga Más Barðasonar önnu Lisu. Anna Lisa er fyrsta verk þessa 22 ára gamla höfundar i fullri lengd, en áður hefur hann samið einþáttunga, svo og stutt- arreviur, auk ljóða og smá- sagna. Anna Lisa er saga ósköp venjulegrar akureyrskrar ungl- ingsstúlku, einföld, en þó jafn- framl margslungin saga úr akureyrskum veruleika, þess- um akureyrska veruleika sem einhverra hluta vegna hefur ekki svo mjög verið fjallað um á leiksviði, nema þá skrumskæld- an.Þaðerekki hægt að segja að Anna Lisa sé með öllu gallalaust verk, enda vart við þvi að búast að svo sé hjá byrjanda. Þannig er verkið á köflum nokkuð brotakennt og sum atriðin full endaslepp til dæmis partýatrið- ið i lok annars þáttar. Úr þessu atriði hefði örugglega mátt gera meira. Þá skortir á stundum dálitið á það að dramtisk spenna nái að skapast. En þrátt fyrir þessa ágalla er verkið á margan hátt einkar athyglis- vert, og á köflum stórskemmti- lega skrifað á máli sem allir, og þá ekki hvað sist unglingarnir, ættu að skilja. Bestur þótti mér persónulega þriðji og siðasti þáttur leikritsins þar sem önnu Lisu er lýst sem ungri konu, ný- kominni af gelgjuskeiðinu, en þó vart nema að byrja á leitinni að sjálfri sér. Þeirri spurningu hvort sú leit ber árangur er auð- vitað ekki svarað i leiknum, ef henni verður þá nokkurntimann svarað. Stórsniðugt er atriðið á biðstöðinni þar sem AnnaLisa hittir fyrrverandi vin sinn sem hún hefur ekki séð I mörg ár og stofnar til sambýlis við hann. Það er tæpast hægt að hugsa sér fáránlegri stað og stund til þess að stofna til sambúðar en bið- stöð strætisvagns einhversstað- ar uppi i Lundahverfi, eld- snemma að morgni kannski i kulda og hriðarkófi, og það sem gerir kringumstæðurnar enn fáranlegri en ella er einmitt sú staðreynd að viðkomandi aðilar höfðu átt misheppnað ástar- ævintýri sem unglingar, og eng- inn veit hvort þau eiga nokkuð saman. En staðreyndin er nú samt sú að oft, jafnvel oftast,er stofnað til lifstiöarsambúðar við svona órómantiskar aðstæður, og af svona litilli fyrirhyggju. Vafalaust má rekja margan mannlegan harmleik ein- mitt tii þess, til vöntunar á allri ást og sönnum kærleika i hið kalda mannlif neysluþjóð- félagsins. Ef finna má einhvern boðskap eða ádeilu af einhverju tagi I leikriti Helga Más þá er hann einmitt þessi. Annars er ádeilan vel falin i verkinu. Aðal- atriðið hjá höfundinum er að segja hlutina blátt áfram og hispurslaust eins og þeir koma fyrir án þess að vera sýnilega að prédika eitt eða annað. Ahorfandanum er látið það eftir að draga sinar ályktanir af verkinu. Ef til vill er það höfuð- styrkleiki þess. Leikritinu önnu Lisu mun einkum vera ætlað að höfða til unglinga, en eflaust hafa aðrir aldursflokkar einnig örugglega af þvi talsverða skemmtun, og það geta vist flestir fundið eitt- hvað brot af sjálfum sér i per- sónum leiksins. Leikurinn er eingöngu i höndum unglinga og ungs fólks á aldrinum 14-22 ára, félaga i leikklúbbnum Sögu sem mun vera eina unglingaleikhús- ið á tslandi, og er hann yfirleitt með ágætum. Sóley Guðmunds- dóttir leikur titilhlutverkið og kemst ágætlega frá þvi, er að visu nokkuð litlaus framanaf, en það kann að stafa af þvi hvernig hlutverkið er frá höfundarins hendi; bestum tökum nær hún á framsagnarköflunum sem tengja verkið saman. Þá flytur hún af einstöku látleysi og þokka. Guðbjörg Guðmunds- dóttir er stórgóð I hinu erfiða hlutverki stressuðu móðurinnar Júliu, stress sem reyndar verð- ur að sjúkdómi er á verkið liður; það er vert að gefa þessari ungu leikkonu gaum I framtiðinni. Hið sama má segja um Sigurð Ólason. Hann er alveg stór- skemmtilega skoplegur i aula- skap sinum, i hlutverki Stebba, sem maður getur ekki annað en vorkennt og fundið til með. Hann er þrátt fyrir allt góð sál en misskilin. Leikur annarra gefur ekkert sérstakt tilefni til umfjöllunar. Hann er auðvitað ekki sambærilegur við það sem geristi atvinnuleikhúsi, en hann er ferskur og eðlilegur. Einn leikhúsgesta komst raunar svo að orði að þessir krakkar væru i rauninni ekki að leika annað en sjálf sig, og kann það vel satt að vera. öll sviðsetning er með ágætum. Þó hefði mátt nota meira frumsamda tónlist. Söngvarnir i upphafi og enda leiksins sýna að höfundar þeirra kunna ágætlega til verka á þvi sviði, og vist er að fá mál eiga greiðari leið að hugum ungling- anna en einmitt tónlistin. Leik- myndin er i einfaldasta lagi en taka verður tillit til þeirra tak- markana sem húsið setur. Dyn- heimar voru ekki beinlinis hannaðir sem leikhús. Hið sama má segja um lýsinguna. Beiting ljósa er með ágætum þrátt fyrir frumstæðan útbúnað. Má nefna fyrrnefnt biðstöðvaratriði i þvi sambandi. Þar gefur lýsingin einkar skemmtileg hughrif og gerir sitt til að ljá atriðinu fáránleikablæ. 1 stuttu máli sagt sýning sem vel er þess virði að sjá og gaman verður að fylgjast með þessum ungu og eljusömu leikurum i framtiðinni. Leikfélag Akurcyrar: Eftirlitsmaðurinn Höfundur: N.V. Gogol Þýðing: Sigurður Grimsson Leikgerð: Jón Hjartarson og Guðrún Ásmundsdóttir Leikmynd og búningar: Ivan Török Lýsing: David Walters Frumsamin tónlist Gunnar Reynir Sveinsson Leikstjórar Guðrún Ásmunds- dóttir og Ásdis Skúladóttir Rússneska keisaradæmið var án efa eitt hið miðstýrðasta riki sem um getur, eða svo var að minnsta kosti á yfirborðinu á yfirborðinu þar sem segja má það að þetta stjórnkerfi hafi, likt og raunar á sér einnig stað um núverandi stjórnkerfi Sovét- rikjanna, fyrst og fremst byggst á hræðslukenndu snobbi em- bættismanna hárra sem lágra gagnvart yfirboðurum sinum i höfuðborginni samfara harð- stjórn og kúgun gagnvart al- þýðunni heimafyrir. Og það er þetta kerfi sem Gogol tekur fýrir, og gerir gys að i „Eftir- litsmanninum”. Sagan fjallar um það hvernig ungur, slóttug- ur ævintýramaður hefur yfir- stéttina sem reyndar virðist nú ekki beinlinis stiga i vitið þótt hún sé i aðstöðu til að kúga al- múgann i rússneskum smábæ keisaratimans að ginningarfifl- um, reyndar allsendis óvart. Það er ekki að furöa þótt hann hafi átt i talsverðum brösum við ritskoðunina vegna Eftirlits- mannsins og það hlýtur að telj- ast talsvert furðulegt að keisar- inn Nikulás I. skuli hafa ógilt bann hennar á verkinu. Og enn furðulegri er su staðreynd að hann skuli hafa veriö vinsæil meðal þeirrar yíirstéttar sem hann fer svo óvægilega meö i leikritinu. Við megum ekki horfa fram- hjá þeirri staðreynd úr hvaða jarðvegi „Eftirlitsmaöurinn” er sprottinn. Verkið er hárbeitt ádeila á spillingu heimsku og dugleysi rússnesku lands- byggðaryfirstéttarinnar. Per- sónurnar sem stjórna þessari stétt tilheyra eru miskunnar- laust dregnar fram i dagsljósið og hafðar að háði og spotti. Það þarf ekki að taka það fram að hann hefur þekkt persónuiega það fólk og það umhverfi sem hann lýsir. Það er freistandi að álita að bragðarefurinn Hlesta- kov sé i rauninni persónu- geivingur skáldsins sjálfs. Hann tekur á sig þetta gervi til þess að geta sýnt þessu fólki sjálft sig. Sú að þvi er viröist fölskvalausa aðdáun sem hann lætur Hlesta- kov hafa á Púskin gæti rennt stoðum undir þessa tilgátu en eins og kunnugt er voru þeir Púskin og Gogol miklir mátar og jafnvel er sagt að hugmyndin að „Eftirlitsmanninum” sé frá Púskinkomin. En þó að „Eftir- litsmaðurinn” sé þannig verk sins tíma gæti margt i lýsingu verksins á aðstæðum og fólki að einhverju leyti átt við öll mið- stýrðsamfélög. Við gætum jafn- vel imyndað okkur islenskt sjávarþorp þar sem allir brodd- borgarar staðarins snobba i grið og erg fyrir hvaða fánýti sem er bara ef það kemur „að sunnan” meðan þeir rikja eins og kóngar yfir alþýðu staðarins, alþýðu- fólki sem getur oft verið þeim miklu fremri að öllu öðru en auði og aðstöðu. Leikgerð Jóns Hjartarsonar svo og leikstjórn Guðrúnar Ás- mundsdóttur miða að tvennu fyrst og fremst. Byggja upp „farsa”, sem sjálfsagt hefur ekki vakað beinlinis fyrir Gogol i upphafi, farsa sem allir geta skemmt sér við að horfa á eina kvöldstund, og draga um leið fram það i verki Gogols sem höfðað getur til Islendings á tuttugustu öld. og ekki er annað hægt að segja en að bærilega hafi til tekist. Að þessu miðar einnig hinn Shakespeariski frá- sagnarháttur. Shakespeare notaði stundum þennan hátt að setja upp „leikhús i leikhúsinu”, að láta leikhúsfólk setja upp sýningu fyrir augum áhorfenda ef hann vildi segja sögu frá liðinni tið með skirskotun til samtiðarinnar. Hér kemur þessi aðferð einkar vel út, og hjálpar hin einfalda og haganlega leik- mynd Ivan Török og lýsing David Walters þar talsvert uppá. Tónlist Gunnars R. Sveinssonar fellur ágætlega að sýningunni. Blær hennar er hæfilega rússneskur, þó ekki um Snobbað fyrír svikahrappi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.