Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 7. maí 1982 H^lrjFtrpn^i irinn Á grunnmiðum og djúpmiðum Ahöfnin á Halastjörnunni—úr kuldanum Æ,æ,æ, þaö er nú bara svona. já. Ný plata meö Ahöfninni „ástkæru” á Halastjörnunni. Það erkunnara en frá þurfi að segja að Ahöfn þessi hefur tröll- riðið mörgum óskalagaþáttum rikisútvarpsins undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið gert út á sjómannaþáttinn, Á frivakí- inni, og svo rammt hefur kveðið að þessu, að stundum hafa verið spiluö með þeim allt aö fjögur til fimm lög i hverjum þætti. Eða svo hefur mér verið tjáð af manni, sem ætti að hafa vit á, þvi hann á alla þessa þætti á bandi. En hvað ég ætlaði mér nú að segja? Já, það er komin ný plata og á henni bregður sko við „nýjan” tón. Nú er ekki lengur bara gert útá sjómannaþáttinn, heldurskal nú róiðá fleiri mið. Ingibjörg Guðmundsdóttir (ath. nýr áhafnameðlimur) syngur eina sæta vellu fyrir sjúklingana, eða með öðrum orðum fyrir Óskalög sjúklinga og Rúnar arkar um Halló, svo við megum líka eiga von á að heyra i þeim i Lög unga fólks- ins. Ætli hann Rúnar sé ekki Popp eftir Gunnlaug Sigfússon Rímkúnstir Jean-Pierre Jacquillat var heldur en ekki i essinu sinu á sinfóniutónleikunum siðustu, sem lika vonlegt var. Þótt það væri auövitað enn merkilegra að standa sem íslendingur en Frakki i hans sporum, þá hlýtur að fylgja þvi dulitil hreyknitil- finning að stjórna alfrönsku kvöldi á erlendri grund með verkum frá 1897—1931. Fyrst eftir að Berlioz gafst upp við tónsmiðar um 1860 kom ekki mikið fram af sinfóniskri tónlist með Frökkum, enda hafði Paris mestan hug á óper- um seinni helming aldar- innar.Helst er að nefna fáein hljómsveitarverk eftir Saint- Saéns og Bizet, belgíska Frakk- ann César Franck og þann spánska Lalo, ef menn vilja telja þá með. En hjá þeim og kringum þá rikti meira eða minna hinn „germanski” Wagners og jafnvel Beethovens, eða svo sögðu franskir þjóð- ernissinnar. Ýmislegt gat vakið andúð á þýskum áhrifum f Frakklandi um þetta leyti og ekki sist fransk-þýska strlðið 1870—71, sem lauk með því, að Bismarck hjálpaði frönsku yfirstéttinni til að berja niður Parisarkommún- una. Þá var Claude Dcbussy 9 ára snáði i þorpi skam mt vestan við Paris. Sumir angurgapar telja dólgslegt að tengja lista- stefnur við stjórnmál, en opin- bera með þvi sitt eigið dólgslega hugarfar. Allir sannir listamenn kenna auðvitað til i stormum sinnartiðar, þótt þeir skrifi ekki pólitiska leiðara. Debussy lærði fyrst á pi'anó hjá Madame de Fleurville, sem var nemandi Chopins og tengdamóðir skáldsins Paul Verlaine. Eftir að hafa numið I Paris og Róm, verið heimilis-' músikus hjá Nadezhdu von Meck, fyrrum verndarengli Tsjækofskis, og farið pilagrims- ferð til Bayruth, var hann orð- inn stækur andstæðingur Wag- Ljósmynd af Dcbussy frá 1909. Svona áttu fagurkcrar nýlistar- innar að lita út á þeim árum. ners og lét sér fátt finnast um önnur samtiðartónskáld, nema rússneska villimanninn Mússorgski. Hann varð fremsti frumkvöðull hinna músikölsku impressjónista og þess, sem kallað var „ný músik” fram á siðustu áratugi um viða veröld. Samt1 var hann franskastur allra Frakka. Nú voru leikin eftir hann tvö næturijóð frá 1899. Nöfn þeirra vekja enga undrun. Skýjafar minnir óneitanlega á ógreinileg næturský, sem fölt tunglskinið laumast stundum i gegnum. Há- tiðaglaumur er harla ólik næturmynd, full af ástriðu, eld- móði og húllumhæi. Þessuvar öllu vel til skila haldið. Paul Dukas var aðeins þrem árum yngri en Debussy og við nám i tóniistarháskóla Parisar um likt leyti. Hann var sama sinnis i menningarpólitikinni, en losnaði aldrei alveg við þennan margbölvaöa „german- isma”. Fátt er til frá hans hendi, en skemmtilegt og sköru- legt það sem er. Það er leitt að hafa aldrei séð né heyrt óperu hans „Ariadne og Bláskeggur”, en hún er heldur sjaldséð, og mun þó að bestu manna yfirsýn með hinu merkara sinnar teg- undar á 20 öld. Það þurfti lika sjálfan Mikka mús til að gera Lærisvein galdrameistarans (1897) heimsfrægan nú um miðja öldina I Fantasiu Disneys. Kvæði Goethes um strákinn,sem galdrar kúst til að bera fyrirsig vatn, en kann svo annars oröin of gamall til að vera aö veiða stelpur niðri á Halló . Og hvað haldiði? Hann Her- mann sem hélt svo sæll og glað- ur út á hafið á siðustu Hala- stjörnuplötu hefur liklega orðið sjóveikur, þvl nú treystir hann sér ekki lengra en út á gólfið. Ánnars er þetta svo sem allt saman sama súpan úr sömu skál. Útþynnt endurtekið efni. Ekki bætir úr að hljóðfæra- leikurinn, þar sem aðalhljóð- færin eru bassi, syntesizerar og trommumaskina, er einhæfur og máttlaus, svo máttlaus að á köflum er engu likara en verið sé að leika undir á stofu „skemmtara”. En hvort sem mér likar nú betur eöa verr, þá geta Áhafnarmeðlimir huggað sig við það að sjálfsagt er fullt af fólki er vill heyra tónlist, sem þessa, en það er einmitt þá sem ég verð svo þakklátur fyrir að það skuli vera takki á útvarps- tækinu sem heitir „off”. The Jam-TheGift Það er ekkert efamál að hljómsveitin The Jam er ein- hver sú allra vinsælasta sem nú erstarfandiá Bretlandseyjum. Arið 1981 var þó heldur rólegt ár hjá hljóm sveitinni, eftir ekki að stöðva hann , verður hvati að hinni hörkuskemmti- legu hermitóniist. Stjómandinn gaf sér góðan tima og lét hinar uggvænlegu þagnir njóta si'n vel. Maurice Ravel (1875—1937) telst næstur Debussy fulltrúi franska impressjónismans í músik. Hann er hinsvegar miklu formfastariog harðari af sér, en um leið hugmyndarikur, mark- viss og glæstur. Pianókonsert- inn frá 1931 er samnefnari fyrir öll þessi einkenni Ravels, og það var bláttáfram upplyfting and- ans að fylgjast með þvi', hversu Halldór Haraldsson leysti þetta kröfuharða og drjúgfyndna verkefni af höndum. Bolero Ravels frá 1928 er einsog glæsileg rimkúnst, þar sem sama stefið er ort upp aftur og aftur undir nýjum bragar- hætti, en þó með sffelldri stig- andi, svo að lokum heldur við ofnautn, sem siðan leysist upp i skoplegt hljómhrun. Balletthug- endar i tryllingi og hrunadansi. Þetta verkar mjög sterkt, meðan yfir stendur, en ekki miklu lengur. Ýmsum tónmeisturum má vissulega likja við rimsnillinga, svo sem J.S. Bach i Kunst der Fuge og Das wohltemperierte Klavier. Til auðskiljanlegs samanburðar mætti m.a. taka visu Lárusar Salómonssonar um vorið: Sólin gyllir sund og fjörð, sálin fyllist birtu. Guðleg snilli gefur jörð græna milliskyrtu. Rimhögum mönnum þótti ein- hver skondinn neisti i þessari visu og ortu ótaldar hring- hendur, þar sem ýmsar skyrtu- tegundir komu fyrir i siðasta visuorði, svosem ermaskyrta, flúnelskyrta, léreftskyrta, nælonskyrta, vinnuskyrta, spariskyrta, smókingskyrta, manséttskyrta. En þá varð auðvitað að breyta innrimsorð- unum til samræmis og i fram- haldi af þvi lýsingarorðum og mynd hans var reyndar sú, að stúlka tekur að stiga dans á knæpugólfi, og smámsaman hrifast gestirnir með, uns allt sagnorðum vegna litar og nota- gildis, svo og stuðlasetningar. Mundi þetta hinn ágætasti bálkur, ef til haga væri haldið. Sumardjazz LIONEL HAMPTON ond his Orehestra • GA6BV S GM8IN' GLADYSEE BOUNCt GAIES STEPS OUT OH. LADY BB GOODI Þá er fyrsti mai að baki og sveiflan var sterk þann dag. Það var sveifla i vigreiíum bar- áttuhrópum Rauörar verka- lýðseiningar og þegar gangan kom niður Bankastræti og beygði inn Lækjargöluna blasti rauð myndlist viö i giuggum Listmunahússins þarsem sveiflumeistari isenskrar myndlistar, Tryggvi Ólafsson, var að opna sýningu. Svo var innifundur eftir útifundinn og þar léku djasskappar Guö- mundar Ingólfssonar og Bjössi Thor kominn heim frá Los Angeles og bráðum er von á Bostonförunum: Pétri Grétars- syni og Gunnari Hrafnssyni. Það er gott til þess að vita aö djassinn er íarinn aö duna aö nýju i Djúpinu og þaö verður gaman að heyra hvaö piltarnir hafa lært vestra þegar þeir fara að spila í júni. Nú er farið að auglýsa stór- festivöl sumarsins. Einna for- vitnilegast er Nissulestivalið, sem stendur yfir frá tiunda júli til þess tuttugasta. Meöal þeirra sem þar munu leika eru Art Blakey,Dizzy Gillespie, Johnny Griffin, Vic Dickenson, Trummy Young, sem sjaldan hefur leikið utan heimabyggðar sinnar á Hawai eftir að hann hætti i stjörnuhljómsveit Arm- strongs, B.B. King og Freeman feðgarnir Von og Chico. Red Norvo verður með trió sitt og Jay McShann með Kansans City stomparana, Brubeck með kvartettinn og Gerry Mulligan með stórhljómsveit. Það verður Clark Terry lika og býður ekki upp á unglinga einsog þegar hann sótti okkur heim'heldur gamli Basiekappar á borð við Marshall Royal, Frank Foster og A1 Grey. Það vekur ekki litla athygli að hinn upprunalegi • Moderne Jazz Quartet mun leika á hátiðinni. Þeir hafa ekki leikið saman siðan 1955 þegar Kenny Clarke hætti og Conny Kay tók sæti hans viö trommurnar. Þetta verður spennandi uppákoma og trúlegt aðmeiri hiti veröi i kvartettnum en var á siðustu starfsárum hans, þótt fágunin verði ekki skrifuð á reikning Conny Kays Lionel Hampton verður meö sautján manna hljómsveit á festivalinu og er þetta siðasta tónleikaförin sem kappinn ætlar að fara enda veröur hann sjö- tugur 12. april á næsta ári. Sagt er að enn kveiki hann eldi og trylli áheyrendur, en eitthvað er hann samt farinn að gamlast og hættur að gripa kjuðana á lofti og stökkva uppá tomtom- trommurnar. Það er mikið ævintýri að vera Á tónleikum hjá Lionel Hamp- ton. Þar blandast hin dýra list hinu æsilegasta sjói. Ég hlustaði á hann niðrá Riveru 1970. Bandið var ekkert sérstakt en gamli maðurinn var i ham. Hei- babaribop og aristókratið og hipparnir æpandi einsog einn maður, standandi uppá stólum, hin algjöra múgsefjun. Svo allti einu lyfti Hampton hendi, bandið þagnaði utan rýþminn, hægur seiðandi og meistarinn mundaði kjuðana og hver ball- aðan rak aðra. Þeir sem áður höfðu æpt og öskrað uppá stólum sátu nú sem bergnumdir og drukku i sig tónafeguröina. 1 för með Hampton aö þessu sinni verður gamla brýniö Arnett Cobb. Hann tók sæti Illions Jacquet i bandinu 1942 og sat þar til 1947 er hann stofnaði eigin hljómsveit. Fáir blása v ruddalegri tenórsólóa en þessi gamli texasúlfur og enn vælir hann, ýlfrar og urrar þótt hann verði að ganga við hækjur. Það er ekki óliklegt að Joe Newman blási á trompet i bandinu og mikið var gaman að heyra hann blása og syngja i sjónvarpinu á sunnudaginn var. Það eru ekki margir slikir svingmeistarar eftir i heiminum. Hampton var lengi sá djass- leikari sem stóö næst hjarta minu og þegar við bræður eign- uðumst fyrsta köttinn var hann skriður Hampton. Þá var undir- ritaðurellefu ára og hafði fengið hjá föðurbræörum sinum nokkrar 78 snúninga hljóm- plötur með Hampton. Snilldar- verk frá 1937-^2. þegar hann setti saman bestu grammafón- hljómsveitir djassins þarsem helstu sólóista ,Basie Ellingtons og Goodmans var að finna og ekki spillti þegar meistarinn tók geggjaðan trommusóló eins og i Chasin’The Chasin’. Svo komst maður yfir 45 snúninga plötu með stórsveitinni hans. Oh, Rock hét hún Þetta var þegar Prestley var uppá sitt besta en rokkið hans Hamptons var dálitið ööruvisi og sérfræö- ingar i dægurmúsik sögðu að hljómsveitin héldi ekki lagi þegar snillin var sem mest i Lady Be Good og brassið sem trylltast. Bráðum verður Listahátið i Reykjavik og vonandi verður þar einhver djass. Það var búið að nefna Mulligan kvartett en vilji menn heyra i bigbandinu hans, Hampton MJQ og öllum hinum snillingunum er ráð aö halda niðrá Riveru og sóla sig þar með sveiflu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.