Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 24
Föstudagur 7. maí 1982 HplrjarpÓstUrinn fullur af lífsgleði BARAflokkurinn l'rá Akureyri stillir sér upp. Það eru þeir Þór Freysson, Asgeir Jónsson, Jón Arnar Freysson, Sigfús örn óttars- son og Baldvin Sigurösson. DADA VFll ^S.'1. flokkurinn Eins og lesendum Stuðarans ætti að vera Ijóst er BARA- flokkurinn um þessar mundir í stúdiói Grettisgati að leggja siðustu hönd á sína aðra plötu. BARA-flokkur þessi cr ættaður frá Akureyri (ef einhver væri f vafa) en þaðan ku ekki hafa kom- ið framhærilegt rokkband síðan BRAVÓ bitlarnir sldgu í gegn á Kinkstónleikunum um árið. Nema hvað, Stuðarinn læddist inn i Grettisgat á isköldum sumar- degi og hitti þá Asgeir Jónsson söngvara og Jón Arnar Freysson hljómborðsleikara þar sem þeir voru á fullu að mixa plöluna. Þre- menningarnir Sigfiís örn Óttars- son, hinn splunkunyi trommari flokksins, Þór Freysson gitarleik- ari og siðast en alls ekki sist hann Baldvin Sigurðsson (kallaður Balli bassi) (Halló Balli! Hvernig hefurðu það? Allt i lagi bless!) voru þvi miður ekki i Grettisgati heldur á Akureyri þennan fyrr- nefnda sumardag, þannig að As- geir og Jón Arnar sátu sveittir fyrir svörum. Nú jæja, i Grettis- gati tylltum við okkur í kaffistof- una og fengum okkur kaffi á meðan Tómas Tómasson stillti trommusándið. A ka ffistofunni sat einnig Gvendur Oddur og auð- vitað lagði hann orð i beig á rétt- um stöðum og svei mér ef það fær ekki að fijóta með. Þróaðri tónlist Jæja, hvernig tónlist eruði með á þessari plötu? „Það er nú alltaf jafn erfitt að skilgreina sina eigin tónlist. Ætli það megi ekki segja að tónlistin sé rokk þott það sé ákaflega við- tækt og erfitt hugtak. Tónlistin er ólik siðustu plötunni okkar. Hún er þróaðri og meira lagt i hana. Ætli meirihlutinn sé ekki þungur i filingu.” _ — Hafiði spilað mikið i vetur? „Nei, við höfum ekki spilað mikið opinberlega, en við höfum æft mjög mikið. Við héldum einn konsert i' gagganum á Akureyri og spiluðum nokkrum sinnum i Reykjavi'k. Okkur hefur lika vantað söngkerfi. Við erum lika að reyna að byggja upp f járhags- legu hliðina á bandinu núna.” Fvrirtæki? — Hvernig farið þið að þvi? ,í>ar sem við viljum helst vinna eingöngu að tónlistinni er aðalatriðið að skipuleggja tón- leikaferðir fyrirfram og passa uppá að allt i' kringum það sé á hreinu. Það fór stundum framhjá okkur ifyrstu þvi við vissum ekki hvað við vorum að gera. Og fór úti' það að við fengum ekki borgað á timabili. En það var okkar eigin feill. Það hefur jafnvel komið til tals hjá okkur að stofna fyrirtæki i kringum BARAflokkinn, sem þyðir jafnframt i leiðinni að við verðum að gera tönlistina að at- vinnu okkar. Og þá verður að fara rækilega i fjárhagslegu hliðina.” — Þyrftuð þið þá kannski að flytja i bæinn? „Það gæti farið svo en það er margt persónulegt sem kemur i veg fyrir það eins og er.” — Eruð þið á góðum samningi hjá Steinun h/f? „Já, samningurinn er þokka- lega hagstæður. Platan fer ekki yfir 100 tima i stúdiói og Grettis- gat er mjög ódýrt stúdió.” Eins sjálfsagt og kvennaframboð — Finnst ykkur koma eitthvað að sök að vera i 8 rása stúdiói? „Nei, það kemur ekki að sök. Við þurfum að leggja meiri vinnu i plötuna, sem er helmingi skemmtilegra. Við höfum verið fljótvirkir, við komum vel æfðir inn. Og svo er Tómas Maðurinn. Platan ætti að sýna nokkurn veg- inn hvernig bandið er og likleg þróun er i þessa átt. Við teljum okkur hafa gert nokkuð heil- steypta plötu. Grunnhugmynd laganna er byggð á videói. Textarnir eru myndrænir.” — Já, þaðer þetta með textana. Eru þeir enskir? „Já, við filum það betur. Það passar einhvern veginn betur við okkar tónlist.” — En hafiði ekki verið kriti- seraðir mikið fyrir það? ,,Jú, mjög mikið en við látum það ekki hafa áhrif á okkur. Okk- ur finnst það eins sjálfsagt og kvennaframboð.” Skemmtilegt i stúdióinu — Hvað með boðskap textanna? „Textarnir eru afskaplega sál- rænir en þó eru þetta alls engir bömmer textar. Það má geta þess i gamni að Islendingar hafa alltaf misskilið orðið ég i textum. Ég þarf ekki endilega að túlka egó höfundarins.” — Eruði með einhverjar ádeil- ur? „Já, t.d. i laginu Mr. Penis er gróf ádeila á karlmanninn”. En einmitt i þessu berast tónar Mr. Penis inn f kaffistofuna. Tómas er farinn að tékka á sándinu á bass- anum sem er ofsa töff flanger sánd mar. Blassaður mar. — Finnst ykkur ekki gaman að stúdi'óvinnunni? „Það er það skemmtilegasta fyrir utan að semja. Þegar ár- angurinn er fullkomnaður.” Ekkert hægt að svindla nema pínulitið — Verðurmikið til i stúdi'óinu? „Það er þó nokkuð af auka- hljóðum ogröddum sem viðdöbb- um.Maður lærir lika mikið meira á að vinna I svona litlu stúdiói. Við ráðleggjum öllum sem geta að prófa. Og i þessu kemur Tómas inn og bætir við: „Það reynir meira á bandið. Það er ekkert hægt að svindla nema pinulítið.” — Eruð þið ekki tómir þegar þið eruð búnir i stúdióinu? „Nei, nei, nei, nei. Við erum fullir af hugmyndum og lifsgleðin takmarkalaus.” Stuðarinn kveður og minnir á að platan kemur út i byrjun júni. —Er það einhver ný plata ? Nemendafélag Fellaskóla er rétt I þessu að gefa út tveggja laga plötu scm ber nafnið Ha...? — Þanníg var að nemendafélagið þjáðist eilitið af fjárskorti og fékk þá þessa snjöllu hugmynd að gefa út plötu með vinsælasta lag- inu úr skiðaferðum skólans, Alltokkar lif. Þá vantaði bara lag hinu- megin og þá var einhver lagviss fenginn til að semja og útkoman var ... Bakariið. Nokkrir eldhrcssir kennarar og nemendur tóku sig til og æfðu lögin á þremur dögum og skelltu sér siðan niðrí stúdió Stemmu.og á einum degi var sungið inn og næstu tveimur dögum var gengið endanlega frá plötunni. — Ekkert mál. Og útkoman er eins og fyrr segir tveggja laga platan Ha...? Og þá er bara að tryggja sér eintak.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.