Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 4
4 Föstgdagur 7, maí 1982 hélgarpn^ti irírih Það verður hvorki rætt um hafréttarmál almennt né baráttu islands fyrir útfærsiu fiskveiðilögsögunnar undanfarinn þrjá og hálfan áratug án þess að nafn eins manns verði nefnt. Það er nafn Ilans G. Andersen. Allt frá árinu 1947 hefur hann vcrið ráðunautur allra islenskra rikisstjórna i landhelg- ismálinu og verið fulltrúi islands á öllum hafréttarráðstefnum, formaður islensku sendinefndarinnar á þeirri siðustu, þar sem hafréttarsáttmáli var loksins undirritaður. Auk þess hcfur hann verið scndiherra íslands vlðsvcgar um heiminn með nokkrum hléum allt frá árinu 1956og cr nú sendiherra islands i Bandarikjunum, Kanada, Argen- tinu, Bahama, Brasiliu, Kúbu, Mexikóog Perú, með aðsetur i Washington. Ilans G. Andersen hefur helgað lif sitt að mestu landgrunns- og landhelgismálum okkar islendinga og á án efa meiri þátt i þvi en nokkur annar einn maður, að helstu bar- áttumál okkar i hafréttarmálum hafa nú náð viðurkenningu. Alþjóðlegur hafréttarsáttmáli hefur verið undirritaður, og af þvi tilefni er Hans G. Andersen i Nærmynd Helgarpóstsins. Hans Georg Andersen, eins og hann heitir fullu nafni, fæddist i Winnipeg i Kanada 12. mai árið 1919, og er sonur hjónanna Franz A. Andersen og Þóru Guömundsdóttur. Fjölskyldan flutti heim til tslands ári seinna, og Hans gekk hinn hefðbundna islenska menntaveg og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik vorið 1937. Eftir það lá leiöin i' lögfræðideild Há- skóla tslands, og hann lauk lögfræöiprófi 1941. Eftir þaö stundaöi Hans nám i þjóð- arrétti við Columbia Law School i Toronto i Kanada og siðan fór hann i Harvard Law School i Bandarikjunum og lauk prófi þaðan 1945. Strax ári seinna var hann skipaöur þjóðréttarfræöingur utanrikis- ráðuneytisins hér heima, en stundaði jafnframt kennslu i þjóðarrétti við Há- skólann, allt til ársins 1954. Ariö 1945 kvæntist hann Astriði Helgadóttur. Eins og fyrr segir varð Hans ráðunaut- ur islensku rikisstjórnarinnar i landhelg- ismálinu árið 1947, og næstu árin var hann fulltrúi tslands á ýmsum alþjóðaráðstefn- um um verndun fiskimiða. Auk þess var hann í sendinefnd á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna i New York af og til fram til 1958 og i sendinefndum Sb varðandi réttarreglur á hafinu 1958 og 1960. Hans var aðeins 27 ára gamall, þegar hann varð þjóðréttarfræöingur rikis- stjórnarinnar, og þaö er hann enn, 36 ár- um siðar. Og þar eö hann varð auk þess ráðunautur utanrikisráðuneytisins i land- helgismálinu ári seinna fer ekki hjá þvi, aönafn hans hafi fljótlega orðið all þekkt. Fjórarútfærslur islensku fiskveiðilögsög- unnar frá 1952 hafa séð til þess. En það er svo með embættismenn, sem framkvæmd mikilvægra mála hvilir oft hvað mest á, að þeir eru litt áberandi og þaö á ekki sist viö Hans G. Andersen. Jafnvel siöustu árin, eftir að sjónvarpið kom til skjalanna, er hann tiltölulega óþekktur. Hann svarar vissulega þeim spurningum sem fyrir hann eru lagðar, en litið meir. Þaö eina sem venjulegir sjón- varpsáhorfendurgeta sagtum hanner að hann virðist vera litið fyrir að flagga sinni eigin persónu, er jafnvel fremur stuttur f spuna og virðist heldur þurr á manninn. Til að forvitnast dálitið um manninn höfðum við tal af samstúdent hans og gömlum skólafélaga, Agúst Bjarnasyni fyrrverandi skrifstofustjóra og báðum hann að segja I fáum oröum hvernig skólafélagi Hans var. „Hans var afburða námsmaður, og það var snemma ljóst, að hann mundi standa sig veli lffinu. Hann var lika ágætur félagi og skólabróðir, hjálpsamur við aðra nem- endur. Eins og er áberandi i öllum viðtöl- um við hann vill hann aldrei miklast af sjálfum sér. En hann var vinsæll af skóla- félögum sinum og er mjög skemmtilegur i vinahópi. Hann hefur ágætan húmor og lipra frásagnargáfu”, segir Agúst Bjarnason. Margrét Thoroddsen var i bekk með Hans iMR i þrjú ár, og hún tekur undir, að hann hafi verið afburða námsmaður og samviskusamur nemandi. „Enda varhann alltaf með þeim efstu i bekknum”, segir Margrét. „En hann var alltaf ómannblendinn og ég minnist þess ekki að hann hafi tekið mikinn þátt f félagslifinu I skólanum. Að minnsta kosti var það ekki áberandi, og hann talaöi aldrei á fundum. Hans virtist alltaf fremur þurr á mann- inn, en ég held, að i raun og veru hafi það stafaðaf feimni.Ég kynntist honum betur seinna. Það var i New York á striðsárun- um þarsem hann var við nám, enég vann þar. Þá komst ég að raun um að hann hef- ur rikt skopskyn, og hann gat verið mjög alUölegur. Kfmnigáfa hans er ekki fólgin i þvf, aö hann segi hnittnar sögur, heldur sér hann það broslega i fari náungans og laumar Ut Ur sér athugasemdum, án þess þó að vera illkvittinn, þótt hann geti verið nánast kaldhæðinn stundum. Ég komst að raun um, að þessi hlédrægni hans stafar senni- lega af þvi, að hann dregur sig inn f skel vegna feimni”, sagði Margrét Thorodd- sen. Benedikt Gröndal alþingismaður kynntist Hans fyrst þegar þeir voru báöir við nám við Harvard i Bandarikjunum, þótt þeir væru ekki í sömu deild skólans. „Hans er ákaflega hæglátur maöur og prúður i allri viðkynningu. Hann var mjög góður námsmaður, og það kom fljótt í ljós, aö hann virtist hafa þá hæfileika og það nám, sem var einmitt þaö rétta fyrir okkur. Hann var kornungur þegar hann tók þátt i fyrstu hafréttarráðstefnunni og tók siðan þátt i þvi að semja landgrunnslögin sem tóku gildi 1948. NU er hann meðal þeirra sem lengsthafa unnið að hafréttar- málum, og hann nýtur mikillar virðingar og er frægur fyrir það á alþjóðaráðstefn- um að halda stuttorðar og gagnorðar ræð- ur og koma máli sinu fram á mjög vand- aðan hátt”, segir Benedikt Gröndal, sem eins ogkunnugt er hefur mikið starfað að hafréttarmálum og var meðal annars í sendinefnd tslands á siðustu hafréttar- ráðstefnunni. Sá stjórnmálamaður sem hefur haft hvað lengst kynni af Hans er LUðvik Jós- efsson, en kynni þeirra hófust þegar verið var að undirbúa landgrunnslögin sem voru samþykkt 1948. „Landgrunnslögin voru eitt af fyrstu verkum Hans. Ég sat þá á Alþingi og hafði siðan samvinnu við hann i sambandi við framkvæmd laganna. Siðan hef ég haft meiri og minni samskipti við hann i fiest- öllum þáttum landhelgismálsins, ekki si'st meðan ég var ráðherra, árin 1956 - ’58, þegar landhelgin var færð Ut i 12 milur, og á þriðju hafréttarráðstefnunni. Ég er sannfærður um að Hans hefur verið með duglegri og samviskusamlegri mönnum i hópi fulltrua tslands i þessum málum. Hann er flestum tslendingum kunnugri hafréttarmálum, hefur fylgst vel með þeim undanfarin 40 ár og aflað sér vinsælda og virðingar erlendra þjóð- réttarfræðinga. Hann er ákaflega traust- ur maður og á mikið lof skilið fyrir það sem hann hefur lagt af mörkum til þess- ara hafréttarmála”, segir LUðvik. Hannes Hafstein skrifstofustjóri utan- rikisráðuneytisins tekur dýpra i' árinni þegar hann talar um þátt Hans G. Ander- sen i gerð landgrunnslaganna. „Ég hef alltaf talið Hans höfund land- grunnslaganna frá 1948. Hann varfenginn til að vinna að þessum málum og kynna málstað okkar, og það hefur enginn mað- ur gertbetur en hann”, segir Hannes Haf- stein. Lúðvik Jósefsson litur dáli'tið öðruvísi á málin og bendir á, að það hafi verið póli- tiskar ákvarðanir stjórnmálamanna hvaö gert hafi verið i landgrunnsmálunum. „En hann átti drjúgan þátt i þvi hvernig til tókst og hefur komið málstaö tslands á framfæri”, segir Lúðvik. EyjólfurKonráð Jónsson er einn þeirra, sem áttu sæti i sendinefnd tslands á haf- réttarráðstefnunni, sem lauk nýverið, undir stjórn Hans. „Hans er fluggáfaður alvörumaður, en hefur þó skemmtilegri húmor en flestir menn aðrir og lætur gamansögur fljúga. Ég hef ekki kynnst honum nema i hálfan áratug og þekki hann áreiðanlega ekki fullkomlega. Þó get ég sagt, aö hann fer sér stundum hægt, að þvi er manni virð- ist, en er þó ótrUlega vinnusamur maður og afkastar miklu. Hans tekur aldrei af- stööu nema að þaulhugsuðu máli, enda hefur hann venjulega rétt fyrir sér. Og mér er meira en til efe, að sigrar okkar i hafrannsóknarmálum heföu unnist án hans. En Hans er ekki auglýsingamaður og hefur litinn áhuga á blaöamönnum. Þess vegna verður stundum aö draga upp úr honum álit hans og skoðanir með lagni. Best finnst mér honum liða í kunnmgja- hópi við veislumat og eitt vi'nglas, sem er það hámark sem ég hef séð hann snerta af veigum. Þó veit ég, að hann les mikið og nýtur einveru”, segir Eyjólfur Konráð Jónsson. Þótt Eyjólfur Konráð segi, að Hans hafi venjulega rétt fyrir sér eru ekki allir sam- mála um það. Við Utfærslu landhelginnar i 12 milur taldi Hans, að sú aðgerð væri ekki i sam- ræmi við alþjóðalög og mælti gegn henni. Þegar ákveðið var að færa landhelgina Ut i 50 milur vorum við bundin samn- ingum við Breta og Vestur-Þjóðverja. í bæði skiptin urðu hörð átök um stefnu- mörkun, og fyrir 50 milna Utfærsluna mælti Hans gegn þvi, að samningarnir við Breta og Vestur-Þjóðverja yrðu brotnir. 1 stað þess vildi hann fara þá hægfara leið að biða Urskurðar Alþjóðadómstólsins i Haag. Eins og menn muna var ekki farið að þeim ráðum. Eins og fyrr segir hófst ferill Hans G. Andersen sem sendiherra árið 1956, en þá var hann skipaður sendiherra hjá At- lantshafsbandalaginu og Efiiahagsbanda- laginu eftir að hafa verið fastafulltrúi okkar hjá NATO frá ’54, með aðsetur i Paris. Hann varsiðan skipaður ambassa- dor I Frakklandi og sendiherra i Belgíu 1961 en fluttist til Sviþjóðar þar sem hann var ambassador frá 1962. Sama ár varð hann jafnframt sendiherra í Finnlandi og ambassador á Italiu og tsrael, en 1963 varð hann sendiherra i Noregi. Hans fluttist loks heim til tslands 1968 eftir 14 ára samfellda Utivist og starfaði við utanrikisráðuneytið næstu átta árin, eða fram til 1976, þegar hann var gerður að sendiherra i Bandarikjunum. Hans G. Andersen hefur þvi viða komið við, og I simtali til Washington spurðum við hann hvaö honum fyndist hafa verið veigamesta hlutverk hans, þegar hann liti yfir farinn veg. „Landhelgismálið, ég vona að allir séu sammála um það”, svaraði Hans, orðfár að vanda. Hann bætti þvi við, að landhelgismálið hafi alla tið átt hug hans allan, ,,það er númer eitt, það snýst allt um það”, sagði Hans og þvemeitaði að hann ætti sér nokkur önnur áhugamál til að dreifa hug- anum frá dagsins önn. Og allir geta víst verið sammála um, að gifurlega mikið hafi unnist fyrir okkur i þessum málum •undanfarna þrjá áratugi. Ekki bara bein- linis i hafréttarmálum, heldur lika hvað varðar stöðu tslands á alþjóðavettvangi. ,,Þaö er tekið fullt tillit til okkar og þess sem við höfum að segja núorðið. Það sést kannski best á þvi, að ein greinin i haf- réttarsáttmálanum heitir „tslandsgrein- in”, sagði Hans. Um flakk sitt um heiminn sagði hann það eitt, aö honum liki vel allsstaðar, „maður lagar sig eftir aðstæðum á hverj- um stað, og ég vil gjarnan vera áfram hér i Washington ef égfæ að vera þar”, sagði hann. Við bárum aölokum undir Hans þá full- yrðingu Eyjólfs Konráðs, að honum sé ekki um blaöamenn, og oft þurfi að toga Ut Ur honum upplýsingar með lagni. „Það er ekki rétt. Og það fer eftir þvi um hvað er talað hvernig gengur að fá mig til að svara”, var svar hans við þvi. eftir Þorgrím Gestsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.