Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 9
9 -helgarpn^fl irinn Föstudag ur 7. maí 1982_ Klók er kaupmanns viska Eins og flestum er kunn- ugt um hefur gin- og klaufaveiki geisah á Fjóni. Enn sýkjast hiísdýr, en landbiinaharm álaráðherra neitar að bólusetja þau dýr sem enn eru hraust. Með þvi segist hann koma i veg fyrir peningatap þar sem minna gefist fyrir bólusett kjöt en annað kjöt. Þessi rök ráðherrans sannfæra ekki bændur, þeir benda á að fótum sé kippt undan til- veru þeirra fjölskyldna sem eiga sjUk klaufdýr. Spurningin snúist ekki ein- göngu um peninga heldur lika um örlög manna. Eitt er vist og það er að sjúk- dómurinn er mikið áfall fyrir danskan landbúnað sem ekki á sæla daga fyrir/ Rikiskassinn fer heldur ekki varhluta af ósköpun- um þvi helstu kaupendur dansks kjöts i' útlöndum hafa lokað marköðum sin- um vegna gin- og klaufa- veikinnar. Hvað Islendinga varðar þá hafa heimsóknir þeirra til Danarikis misst hluta af sinum glans, þvi nú er ekki hægt að taka skinku og fina osta með heim. Hver vill hafa á samvisk- unni að hafa fellt allan is- lenska sauðastofninn með einni danskri spægipylsu? En átökin liggja ékki aðeins til sveita. Kaup- mannahafnarbúar og aðrir Sjálendingar upplifðu ein- kennilegt strið um sl. mán- aðamót. Um áraraðir hefur baráttumál margra verið að varðveita kaupmanninn á horninu og verja hann gegn sivaxandi yfirráðum stórmarkaða. En einn góð- an marsdag var búið að hrinda hinum almenna borgara út i stórveldapóli- tik þar sem höfðað var til þjóðernistilfinningar Irmu- sinna. Þannig er mál með vexti að tveir stærstu risar stórmarka.ðsbransans á Sjálandi heita Brugsen og Irma. Brugsen eru kaupfé- lög um alla Danmörku sem frá upphafi hafa haft að stefnu sinni að manns- höfðafjöldi skipti meira máli en gripafjöldi, þe. að atkvæði stórbóndans vægi ei þyngra en atkvæði kot- bóndans. Irma er hins veg- ar ungi hins frjálsa við- skiptaheims og meðal eig- enda Irmu er Privatbank- en. Nú spurðist út að Brug- sen gytihýru auga til Irmu. Viðbrögðin urðu svipuð og ef KR-ingar hygðust ganga i Val. Yfirmenn innan Irmu skipulögðu nú mótmælaað- gerðir Irmustarfsfólks af miklum myndarleik. Starfsfólkið bauðst til að v kaupa vinnustað sinn, en eigendurnir vildu aðeins sjá peninga frá Brugsen. Fólk lagði niður vinnu, tók sér stöðu fyrir utan Privat- banken, safnaði undir- skriftum og dreifði bæk- lingum. Slagorð þess báru keim af vel þekktum frös- um vinstri vængsins, td. ,,Du kan ikke slaa mig ihjel — mit navn er Irma”, en það minnir óneitanlega á lag af fyrstu Kristjaniu- plötunni, en þar sagði: ,,I kan ikke slaa os ihjel, vi er en del af jer selv.” r I dyrum Irmuverslana stóð afgreiðslufólk með heitt kaffi á könnu og kex i pakka — einnig var það með undirskriftalista og bæklinga. Herferð Irmu- sinna höfðaði einkum og sér i lagi til fru Jensen — hinnar dæmigerðu dönsku húsmóður (?) og veitég um eina (reyndar fráskilda) fru Jensen sem skrifaði undir alla þá lista sem hún komst yfir. En þrátt fyrir óvenjulega vel skipulagðar aðgerðir fór sem fór — Brugsen keypti Irmu. Hafa sumir bent á fyrrnefnt mottó Brugsens um höfða- fjöldann og finnst það ekki vera virt frammi fyrir öll- um undirskriftum tryggra Irmuvina. Forráðamenn Brugsens hafa þó lofað að halda sér frá uppsögnum næstu árin og að Irma fái að halda sinum sérein- kennum. Hitt er ósagt hvort þeir yfirmenn innan Irmu sem hrintu aðgerðun- um af stað sitji jafn traust- ir i sessi sem áður. Þetta var stutt og óvænt strið. Þama fékk fólk þó tækifæri til að beina huganum frá kreppu og gin- og klaufa- veiki og voru örlög Irmu þvi ekki siður mikilvæg en atburðirnir á Falklands- eyjum eru argentinsku þjóðinni. 1. Pólitiken gætir frekar hlutleysis þar sem Irmustúlkan, nk. fjalikona Irmu stendur i innkaupa vagni frá Brugsen. 2.: Dagblað viðskiptalifsins, Börsen setur Irmu i fótspor Rauðhettu þar sem hún stendur frammi fyrir úlfi sam- vinnustefnunnar. VETTVANGUR Leikhúsferð til Akureyrar eða — þegar við Nonni fórum til Keflavíkur og til baka Svo bar til föstudaginn 30. april si. að Fiugleiðir hf. ætluðu að fljúga áætlunarflug með Fokker frá Reykjavikurflugvelli kl. 19.00 ogátti að lenda á Akureyri um ki. 20.00. Nú vildi svo skemmtilega til að ég og félagi minn,sem við getum kallað Jón, vorum boðnir á frumsýningu á Eftirlitsmannin- um eftir Gogol hjá Leikfélagi Ak- ureyrar þetta sama kvöld kl. 20.30. Þar sem svona heppilega vildi til að áætlun flugfélagsins okkar um Akureyrarflug féll saman við okkar áhugamál ákváðum við að bregða undir okkur betri fæti og fara að njóta leikiistar og taka þátt i frumsýn- ingarfagnaði vina ogkunningja á Akureyri. Betra gat þetta varla verið og vorum við léttir i lund og fullir tilhlökkunar er á daginn leið. Innskot Að visu er mér það ekki i sjálfu sér tilhlökkunarefni að fljúga með Fokkerum Flugleiða þar sem ég erörlitið meira en meðal- maður á hæð án þess þó að vera með hæstu mönnum, eða 190 cm. Sætum i fyrrnefndum flugvélum er nefnilega svo þétt raðað að ekki er með góðu móti pláss fýrir fæturmanna sem eruyfir 175cm. á hæð. Það kostar mig þvi tals- verðar likamlegar þjáningar að sitja i Fokker þann tima sem flug til Akureyrar tekur. En þröngt mega sáttir sitja og vafalaust er hagkvæmt fyrir Flugleiðir að geta flutt 25% fleiri farþega en flugvélin virðist hönnuð fyrir. Og hvað leggur maður ekki á sig fyr- ir flugfélagið okkar sem berst I bökkum viðaðhalda uppiódýrum ferðum milli Evrópu og Ameriku — fyrir útlendinga. Rútuferð til Keflavíkur Við félagarnir mættum á Reykjavikurflugvelli heldur kátir i tæka tlð fyrir uppgefinn brott- farartima en er þá tilkynnt að áð- ur en flogið verði til Akureyrar verði okkur boðið i rútuferð til Keflavikurflugvallar þaðan sem flogið verði i þotu til Akureyrar kl. 20.00 og munum við lenda þar um kl. 20.20. Við Nonni erum nú ekki fæddir i gær og höfum ára- tuga reynslu i að sjá bjartari hlið- arnar á tilverunni. Þvi létum við ekki á okkur fá þó að timinn yrði nokkuð naumur að koma sér frá flugvelli til leikhúss. Töldum það jafnvel hafa sina kosti að við þyrftum ekki að biða fyrir norðan eftirþvf aðsýninginhæfist. Til að flýta fyrir okkur laumuðumst við inn á snyrtiherbergin i flugstöð- inni og i sunnudagsfötin okkar sem við höfðum meðferðis en ekki haft tima til að klæðast fyrr. Segir nú ekki af ferðum frum- sýningargesta nema að við vor- um komnir til Keflavíkur og um borð I þotuna á áætluðum brott- farartima. 1 þotunni var nóg pláss fyrir fætur lengstu manna og vor- um við félagar enn all hressir i lund meðan viö biðum þess að farið yrði i loftið. Tvær grimur fóru þó að renna á okkur þegar timinn hélt áfram að liða án þess að af flugtaki yrði. Þóttumst við nú sjá að við myndum missa af byrjun sýningarinnar og þar með af nýjum forleik sem saminn hafði verið sérstaklega fyrir þessa uppfærslu á Eftirlitsmann- inum. En allt hefur sina kosti og við nánari athugun sáum við að liklega værum við bara heppnir að sleppa við forleikinn (við þekkjum nefnilega hcíundinn) og héldum við enn gleði okkar sem fvrr. Elskulegar og alúðlegar flugfrey.iur Enn leið timinn og varö klukk- an 20.15 enþotan satsem fastast á flugvellinum. Höfðum við sam- band við flugfreyju eina elsku- lega og spurðum hvort ekki væri nú ráð að fara að leggja af stað, buðumst jafnvel til að hjálpa við að koma þotunni á loft. Sú hin elskulega tjáði okkur að ekki væri nein þörf á okkar aðstoð en beðið væri eftir Keflvikingi sem hefði verið sagt að brottför væri kl. 20.30. Þó bætti hún við að ekki yrði beðið öllu lengur og yrði nú lagtaf stað á hverri stundu hvort sem Keflvikingar yrðu fleiri eða færri. Margreyndir i mótlæti heimsins létum við þetta ekki spilla okkar góða skapi, þóttumst reyndar vita að leikarar á norð- urlandi þyrftu nokkra stund til að komast f gang og yrði bara meira gaman að horfa á þá þegar á sýn- inguna liði. Vorum við félagar enn ali kátir og hressir þó tfminn héldi áfram að liða. Klukkan varð nú 20.35 og frum- sýningin örugglega byrjuð en væntanlegir boðsgestir sátu á Keflavikurflugvelli sem fyrr. Höfðum við nú samband við aðra flugfreyju sem var hin alúðleg- asta og spurðum með nokkrum þjósti hvort það væri ætlun Flug- leiða hf. að láta einn Keflviking hafa af okkur allan fyrri hluta sýningarinnar. Sagði þá sú hinal- úðlega aðhann hefði nú verið af- skrifaður en þegar leggja átti af stað hefði verið orðið ófært norður ogværi nú beðið eftirað rofaði til. Þetta þóttuokkur vond tiðindi og létum það i ljós með all þungum orðum en hin alúðlega benti á að ekki væri við har.a að sakast, hún vildi svo gjarna vera löngu lögð af stað með okkur norður en hér ættu önnur og æðri máttarvöld, jarðnesk og himnesk, hlut að máli. Við væntanlegir frumsýningar- gestir tókum nú enn einn andleg- ankollhnis og ályktuðum sem svo að við myndum a.m.k. ná norður fyrir hlé og gætum fengið að vita hjá öðrum leikhúsgestum hvernig fyrri hluti sýningarinnar hefði verið. Eftir aðhafa iðrast þess að hafa verið ónotalegir við elsku- lega og alúðlega fulltrúa flugfé- lagsins okkar, tókum við aftur gleði okkar og urðum jafn hressir og áður. Farsæl ferðalok Nú leið enn nokkur stund og var klukkan um 20.45 þegar tilkynnt var um hátalarakerfið að ekki yrði af flugi i' bráð og vorum við frumsýningargestimir og aðrir væntanlegir farþegar beðnir að ganga inn i biðsalinn þar sem nánari upplýsingar yrðu veittar. Létum við Nonni ekki segja okkur það tvisvar og skunduðum inn i flugstöðvarbygginguna til að fá nánari upplysingar um veðurfar á Akureyri og fyrirætlanir flugfé- lagsins okkar um frekari flug- rekstur. Þess má geta að við vor- um enn glaðir i lund enda eygðum við nú von um að ná I fmmsýning- arpartýið án þess að þurfa að sjá nema lokin á sýningunni sem við giskuðum nú á að væri kannski ekkert mjög skemmtileg. Klukkan tifaði áfram og var nú orðin rúmlega 21.00 án þess að nánari upplýsingar bærust um veður og flug. Nú reiknaðist okk- ur svo til að við myndum alveg sleppa við að njóta leiklistar þetta kvöldið en með heppni gætum við þó haldið upp á frumsýninguna með þeim sem uppi stæðu þegar við kæmum norður. Nánari um- hugsun leiddi þó til þeirrar álykt- unar að liklega myndi okkur ekki þykja gaman að skemmta okkur með Akureyringum og gætum við fundið okkur betra við timann að gera fyrir sunnan ef við bara kæmumst út úr flugstöðinni. Kættumst við nú meira en nokkru sinni er við sáum að Flugleiðir hf. og önnur máttarvöld hefðu orðið okkur úti um löglega afsökun fýr- ir að hætta við ferðalagið. Létum við okkur i léttu rúmiliggja þó við vissum að okkar væri sárt saknaö fyrir norðan, enginn gæti sagt að við hefðum ekki reynt. Höföum við nú enn samband við flugfreyju og var sú ekki aðeins elskuleg og alúðleg heldur lika hjálpfús. Setti hún okkur i sam- band við starfsmann sem kom okkur út úr flugstöðinni og gegn- um tollinn án þess að á okkur væri leitað. Og ekki lét hann þar við sitja heldur útvegaði okkur leigu- bil sem flutti okkur aftur til Reykjavikur og vorum við komn- ir á Lækjartorg um kl. 22.10. Hafði ferðalag okkar þá staðið i liðlega þrjár og hálfa klukku- stund. Þykir d(kurfélögunum að þessi reynsla okkar sanni að við tslend- ingar erum ekki lánlaus þjóð að eiga slikt flugfélag sem Flugleiðir hf. Ekki einungis hafði það forðað okkur frá að álpast til Akureyrar á leiksýningu og jafnvel i partý heldur hafði það boðið okkur i rútuferð til Keflavikur, lofað okk- ur að sitja i einni af þotunum sin- um i þrjúkorterog siðan sett und- ir okkur leigubii til Reykjavikur aftur. Og allt var þetta okkur að kostnaðarlausu! P.S. Reyndar má bæta þvi hér við að illgjarnir menn hafa reynt að snúa útúrþessari ferðasögu til að koma óorði á flugfélagið okkar. Með andstyggilegu hugarfari sinu vilja þeir túlka hana þannig að hún sé enn eitt dæmið um óreiðu i innanlandsfluginu og að ekki sé hægtaðtreysta á neinar áætlanir. Skýring hinna illgjörnu er sú að of margir farþegar hafi verið bók- aðiri flugið og þvi hafi verið tekið það ráð að seinka ferðinni og senda alla með þotunni, bæði þá sem áttu bökað far og hina sem voru á biðlista. Þeir hinir sömu segja það lika dæmi um óreiðu að sumum farþegum var sagt að brottför væri kl. 20.30 og sú óreiða hafi valdið seinkun þangað til ekki var lengur hægt að fljúga vegna veðurs. Þannig vilja þeir halda þvi fram að flugfélagið okkar hafi haft af okkur Nonna bæði leiklist og gleðskap með þvi að standa ekki við áætlun sina um flug kl. 19.00 frá Reykjavik.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.