Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 19
19 Nú er tæpur tnánuður þangað til Listahátið hefst I Reykjavik og er dagskráin komin i endanlegt horf að mestu leyti. Þetta er i 7. sinn sem efnt er til Listahátiðar i Reykjavik en sú fyrsta fór fram árið 1970. Stendur hátiðin að þessu sinni dagana S. - 20. júni. Fyrsta dagskráratriðið verður frumsýning á nýrri islenskri óp- eru, Silkitrommanrcftir þá Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Arna- son.sem getiö var um i siðasta Helgarpósti. Hátiðinni lýkur svo að k völdi 20. júni meö tónleikum Sinfóniuhljómsveitar islands og Fílharmóniunnar i Laugardalshöll, þar sem Boris Christoff bassasöngvari flytur lög úr itölskum arium og kafla úr Boris Godunov. Á milli þessara atburða verður ýmislegt girnilegt I boði og verður helstu atriða getið hér á siöunni. Myndlistin verð- ur þó útundan að þessu sinni en það stendur til bóta. — ÞH Leiklist veröur nokkuð áberandi á Listahátið. Þessir tveir eru franskir og heita Farid Chopel og Ged Marlon. Þeir bjóða upp á leikritið Flugmennirnir (Les Aviateurs) sem einkum byggist á lát- bragðsleik og dægurlögum úr seinni heimsstyrjöldinni, en i henni skopast þeir félagar að umfjöllun Hollywood um striðið. Hasstonnin hans Hrafns 1 fréttaspegli á þriðjudaginn var fjallað um flkniefnavand- ann sem sagður er fara hrað- vaxandi hér á landi. Var þar margt vel gert og þarft mælt, svo sem viðtalið við hassistana tvo á Hlemmi og viö Kolbein Pálsson starfsmann Útideildar. finnur Hrafn svo Ut töluna 2.7 tonn. Þaö þýðir aö hver hassisti reyki hálft gramm á dag. Þetta heldég aðfáivarla staöist. Mig grunar að bandariski staðallinn miðist við marijúhana, sem er útbreidd- asta form af kannabisi i Banda- Fjölmiðlun •Hir Proti Hcralduon En þegar um svona alvarleg mál er að ræða er mjög mikil- vægt að menn fari meö gát og vaði ekki upp með alls kyns vit- leysur og gifuryrði. Þvi miður bar dálitið á þvi i þessum frétta- spegli. Ég er til dæmis ekki alveg tilbúinn að trUa þvi að dópistar á barmi örvæntingar standi I þeim árásumá gamalt fólk sem oröið hafa aö undan- förnu. Það held ég að sé verk manna íannars konar neyö. Þó var nú öllu verra sú full- yrðing Hrafns Pálssonar aö árs- neysla tslendinga á hassi væri sennilega um 2.7 tonn á ári. Hrafn sagöist hafa gert könnun meðal ungmenna á aldrinum 16—30 ára og fundiö út að um fimmtungur þeirra neytti hass. Ekki tók hann fram hvort þar væri um að ræöa daglega neyslu eöa hvort einnig voru ta ldir með þeirsem hafa prófað eða fá sér i pipu stöku sinnum. Þessi 20% samsvara um 12 þUsund manns og þar sem ég tel aö aörir ald- urshóparkomi litið náiægt hass- neyslu er ekki óliklegt að tala hassista sé um 15 þUsund, miðað við tölur Hrafns. Með því að setja niöurstööur sinar inni bandariskan staðal rikjunum.en ekki hassi sem hér er útbreiddast. Hass er hins vegar 6—8sinnum sterkara. Ef svo er má gera ráö fyrir að neyslan hérlendis sé 4—500 kiló á ári — af hassi — og þykir vist flestum nóg. í ööru lagi er töluvert hæpið að nota bandariskan staðal hér á landi i' þessu efni af þeirri ástæðu að i Bandarikjunum vex kannabisjurtin villt á viðavangi um allt land, þar er aldalöng hefð fyrir neyslu kannabis. Hér á landi eru ekki nema svona 12—13ár siðan neysla á hassi fór aö breiðast Ut að marki. Af þessari ástæðu einni hlýtur neyslan aö ná til miklu fleiri aldurs- og þjóðfélagshópa vest- anhafs en hér. Meöan kannabisneysla er ólögleg og markaöurinn þar af leiöandi langt fyrir utan lög og réttfinnstseint ótviræður mæli- kvarði á neysluna. Þess vegna ættu sjónvarpsmenn að vara sig á þvi að gleypa svona fullyrð- ingar hráar. Og þeir eiga alls ekki að hlaupa með þær i frétt- irnar aö órannsökuðu máli eins og gert var á þriðjudaginn. Sllkt hæfir ekki fjölmiðli eins og sjón- varpinu. Rajatabla nefnist heimsþekktur leikhópur frá Venesúela sem mætir á Listahátið meö tvær sýningar. önnur fjallar um frelsishetju Suð- ur-Ameríku, Simon Bolivar,en hin er byggð á skáldverki Miguel Angcl Asturias, Forseti lýðveldisins. Þessi hópur hefur fengið fiöl- mörg alþjóðleg verðlaun og viðurkenningu fyrir sjónrænan stil, notkun tónlistar og fágun. Hópurinn telur 30 manns. Auk þessara er- lendu sýninga verða tvær innlendar: Litli leikklúbburinn á tsafirði er fulltrúi áhugaleikhúsanna og sýnir Cr aldaannál eftir Böðvar Guömundsson, hin er sýningin Skilnaður, nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson sem Leikfélag Reykjavikur sýnir. Unnendur nýbylgjutónlistar ættu aö fá eitthvað við sitt hæfi á hljómleikum bresku hljómsveit- arinnar Human League. Tónlist hópsins hefur veriö kennd viö ný- rómantik, kulda og tölvur, allt eftir smekk. Hann heldur tvenna tónleika i Laugardalshöll. London Sinfonietta er nafn á fé- lagi einleikara I London. Þetta er einskonar kammersveit með 11 spilurum og þykir vel liðtæk viö túlkun 20. aldar tónlistar. A dag- skrá þeirra hér veröa þó verk frá ýmsum timum. Frá Svlþjóð kemur einnig vfsnasöngvarinn Olle Adolpsson sem heimsótti okkur reyndar áriö 1975 viö góöar undirtektir. Olle er geysivinsæll i heimalandi sinu og þykir einn besti túlkandi sönglaga Everts Taube, en hann semur lika eigin söngva. Trúöar eru vinsælir skemmti- kraftar þótt ekki hafi margir slik- ir risið upp með þessari þjóð. Svi- ar senda okkur Ruben sem hefur tvær sýningar og auk þess tvö námskeið i sirkuslist fyrir börn á aldrinum 5-15 ára. Sigild tónlist skipar veglegan sess á Listahátið. Úr þeirri deild má nefna 29 ára gamlan ungverskan pianósnilling ,,sem er að gera allt vitlaust 1 pianóheiminum” eins og örnólfur Árnason, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, orðaði það. Zoltán Kocsis hcitir piltur og heldur einleikstónleika i Háskóla- biói. Meðal afreka hans má nefna að hann hefur nýlokið þátttöku i mikilli sjónvarpsmynd um lif Mozarts sem nokkrar evrópskar sjónvarpsstöðvar tóku sig saman um að gera. Þar lék hann (á pianó altso) hlutverk Mozarts sjálfs. Loks ber að geta heimsóknar írska flautusnillingsins James Galway, sem eitt sinn var læri- faöir Manuelu Wiesler. Hann þykir einna færastur flautuleikari heims og er mikill konsertmaöur. Heldur hann tónleika i Laugar- dalshöll ásamt Sinfóniunni. Hér vcröum viö að láta staöar numið þótt ýmislegt sé óupptaliö. I kvöld, föstudag, kl. 20 opna tveir ungir menn myndlistarsýningu i Nýlistasafninu viö Vatnsstig og hefst hún með performönsum. Það eru þeir Hannes Lárusson og Halldór Asgeirsson en þeir voru báöir i hóp ungra myndlistarmanna sem boðið var I sýningarferð um Nor- eg og Sviþjóð á sl. hausti. Hannes sýnir niu sjálfstæð verk, sum i mörgum einingum.og kallarhann þau „semi-installation”. Halldór sýnir verk sem unnin eru á striga, pappir og beint á veggi og gólf sýningarsalarins og nánasta umhverfi hans. Sýningin verður opin frá kl. 16 - 22 hvern dag fram til 16. mal.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.