Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 12
12 MAÐURINN Á BAK VIÐ NAFNIÐ: Torfi Jónsson, ritstjóri Æviskráa samtíðarmanna Menn gleyma oft tengdamæðrunum A dögunum kom út mikift rit og þykkt hjá bökaútgáfunni Skuggsjá í Hafnarfirbi. Ævi- skrár samtfðarmanna heitirþah og hefur aö geyma æviskrár fast aö 2.000 tslendinga, og eru þá aöeins taldir þeir sem eiga upp- hafsstafi frá A-H. Alls veröa bindin þrjú aö tölu og er búist viöaö nöfnin veröi þá oröin uþb. 6.000 talsins, allt núlifandi fólk. Ritstjóri þessa mikla verks er Torfi Jónsson og hefur hann unniö aö samantektinni siöan haustiö 1979. Ættir á hann aö rekja til Hrútafjaröar og þaö er kannski engin tilviljun aö hann skuli hafa byrjaö aö grúska i ættfræði. Faöir hans var Jón Guönason sem lengst af var prestur á Prestbakka I Hrúta firöi en starfaði siöar á Þjóö- skjalasafninu. Hann sá ma. um útgáfu á tslenskum æviskrám sem telur mörg bindi og rekur ættir tslendinga allt frá land- námi fram á þessa öld. Og bróö- irTorfa er Eirikur Jónsson sem nýlega gaf út stórmerkilegt rit um starfshætti Halldórs Lax- ness, Rætur tslandsklukkunnar. Torfi var um fjörutíu ára skeiö lögreglumaður i Reykja- vik, fyrstí almennu lögreglunni, siðan i Rannsóknarlögreglunni. t fréttatilkynningu Skuggsjár segir svo um efni bókarinnar: „Við val manna i Æviskrár samtiðarmanna hefur veriö far- ið eftir þeirri meginreglu aö birtar eru æviskrár núlifandi karla og kvenna, sem gegnt hafa eöa gegna meiriháttar opinberum störfum i þágu rikis, höfuðborgar, bæjar- og sveitar- félaga. Ennfremur athafna- menn, forstööumenn og aörir trúnaöarmenn fyrirtækja i ýms- um starfsgreinum, forvigis- menn i félagsmálum og annarri menningarstarfsemi, rithöfund- ar og listamenn, sem viður- kenningar hafa hlotið og ýmsir fleiri...” — Það er nú ekki ég sem ákveö hverjir komast endan- lega i bókina, en ég haföi til- lögurétt og gat laumaö inn mönnum. Ég afhenti Óliver Steini á 10. þúsund nafna og hann sendi þeim bréf. 1 þessum bréfum voru drög aö æviskrám sem ég haföi safnaö saman úr ýmsum áttum og voru menn beöniraö samþykkja drögin eöa gera á þeim breytingar, bæta við eöa fella úr. Ef svör bárust ekki var það túlkaö sem sam- þykki viö drögin. Þjóöviljinn var eitthvað að nefna nöfn manna sem ekki eru i skránni, en þeir voru allir á blaði hjá mér, nema tónlistarmennirnir sem ég þekki ekki. Min músik er sú sem var vinsæl á árunum fyrir striö og ég loka mig yfir- leitt inni í vinnuherbergi þegar önnur músik heyrist i útvarp- inu. — Hvaöa heimildir notaröu helst? — Þú sérö þær hérna, segir Torfiogbendir ábókaskáp. Þar gefur aö lita ættartölur, starfs- greinatöl, héraössögur ofl. — Svo hef ég notaö ýmsar bækur eins og Föðurtún eftir Pál Kolka. Þá hefur þjóöskráin reynst mér vel og kjörskráin úr forsetakosningunum. Nú, ég þarf lika aö fylgjast meö þvi hverjir deyja og til þess hef ég skrá yfir dána frá Hagstofunni sem nær aftur til 1965 og Almanak Þjóðvinafélagsins fram til þess árs. Ég hef lika sent spurninga- lista til fólks og beðið þaö aö fylla þá út. Mér hefur verið bent á aji ég þyrfti að lagfæra þá, þeir eru of almennt oröaöir. En það er dáli'tið merkilegt viö svörin aö það vill æöi oft brenna viö aö karlmenn gleymi aö telja upp tengdamæður sinar, og svo gleymist oft aö geta þess hvort foreldrar voru giftir. Þegarsagt er að foreldrar hafi búiö i sam- búð set ég þaö innan sviga en set þá annars i sama flokk og þá sem eru giftir, enda sýnist mér hjónaböndin ekkert endast bet- ur þó fólk hafi veriö pússað saman. — Hefuröu fengist við þetta grúsk lengi? — Já, ég hef gefiðút nokkuð af þjóösögum og sagnaþáttum eft- Föstudagur 7. maí 1982 heígarpósturinn ir ýmsa menn, nú siöast eftir Gfsla Konráösson. Ég hef áhuga á að halda áfram með Gisla þvi eftir hann liggja heil reiðinnar býsn af sagnaþáttum. Mér er sagt aö á Landsbókasafninu sé á 5. hundrað handrita sem hann skrifaöi eöa átti hlut að. Svo er ég núna að ganga frá endur- minningum Skúla á Ljótunnar- stöðum sem var nágranni minn i æsku. Pétur Sumarliðason kennari var byrjaður á þessu verki, en hann sá um útgáfu á verkum Skúla þar til hann féll frá i fyrra. Endurminningarnar eiga að koma út meö haustinu og ef ég má agitera svolitið þá vil ég eindregið mæla meö þess- ari bók, hún er afskaplega skemmtileg. Ég þreytist aldrei á aö lesa hana, hversu margar sem prófarkirnar veröa. ööru máli gegnir um Æviskrámar, það er svo mikiö af tölum og erfitt að lesa próförk af þeim, undir lokin er maöur alveg hættur að sjá villurnar. — Hvenær koma siöari bindin út? — óliver segir á næsta ári. Annaö bindið kemur út i haust og það þriðja á næsta ári. 1 þvi siösta verður viöauki með nö'n- um þeirra sem af einhverjum ástæðum uröu of seinir tii að svara og náðu ekki að vera með i fyrstu bindunum. — ÞH „Getum Jörundur Guömundsson er þekktari fyrir aö fara með fífl- skaparmál uppiá sviði.i sjónvarpi og útvarpi en greiðu og skæri á bakvið rakarastól. t Þórskabarettinum, sem flest- ir hafa liklega einhverntimann heyrt talað um.handlck hann þó einu sinni fyrrnefnd tól í hlutverki rakara. t þeim þætti fórst honum rakarahlutverkið þó ekki betur úr hendi en svo, aö hann klippti flest annað en hárið af mótleikara sln- um, Ladda, þar á meðal bindið. En nú hefur Jörundur aftur tek- ið sér stöðu fyrir aftan rakara- stólinn, og það á eigin rakara- stofu, á horni Hverfisgötu og Rauðarárstigs. Hann er þar siður en svo í nokkru gamanhlutverki. Þetta er fúlasta alvara, enda er maðurinn rakari að iðn og stund- aði hárskurð i átta ár, til ársins 1975. — Ef fólk vill eitthvað sérstakt getum við hermt eftir hvaöa hári sem er, segir Jörundur, þegar við erum komnir inn úr norðangarr- anum á Hlemmi til aö kikja á staðinn. — Við verðum nú ekki með heilu leikritin hér en reynum að vera i hressara lagi, bætir hann við og kvartar yfir, aö kuldakast- ið hafi haft afskaplega vond áhrif á viöskiptin. En viö höfum þá þeim mun betri tima til aö spjalla saman. — Hvaö kom til að þú hættir i hárskurðinum á sinum tima? — Þaö kom nú ýmislegt til, meöal annars þaö, aö þetta voru slæmir timar i greininni. Þá var siöa háriö i tisku og menn vildu i mesta lagi láta ti na af sér eitt og eitt hár meö flisatöng. Núna er fólk hinsvegar farið aö hugsa meira um útlitiö, fylgist meö tisk- unni og hirðir betur um hár og andlit en fyrir nokkrum árum. Þegar ég hætti I hárskurðinum þarna um árið var ég löngu kom- inn á kaf I skemmtanabransann, ég hef verið i honum frá 1969. 1 staöinn fyrir hárskurðinn fór ég að vinna við allskonar sölu- hermt eftir hvaða hári Jörundur hefur opnað rakarastofu mennsku. Það sem kom mér til að fara út i aö opna rakarastofu aft- ur var bæði þaö, aö mig var farið að langa til aö breyta til, og eins geri ég mér grein fyrir þvi, að ég verð ekki skemmtikraftur ævi- langt. Svo hef ég alltaf haft gam- an af hárskurðinum, og auk þess viröist vera hægt aö komast þokkalega af i þessu núna. — Nú eru liðin um sjö ár siöan þú lagöir skærin á hilluna. Var ekki erfitt að byrja aftur? — Handtökin gleymast aldrei, auk þess sem ég hef alla tið haldið mér við meö þvi aö klippa fjöl- skylduna. En vitanlega þarf mað- ur alltaf aö endurnýja kunnáttuna og þaö geröi ég með þvi aö fara á námskeiö hjá kunningja minum, sem er mjög góöur hárskeri. Fyrst i stað var nú samt dálítið skrýtiö að vera kominn aftur aö stólnum! — Hvernig finnst fólki að láta eftirhermuna og skemmtikraft- inn Jörund klippa sig? — Ég verð nú oft var viö, að fólk spekúlerar mikið i andlitinu. En annað hvort heldur þaö, aö þetta sé einhver annar eða þaö hefur ekki uppburði i sér til aö spyrja. Nema náungi vestan af fjörðum, sem kom til min um daginn. Hann þekkti mig greinilega en kippti sér ekkert upp viö þaö og spuröi mig eins og ekkert væri sjálfsagö- ara hvernig gengi i „bransan- um”! — En er ekki i sannleika sagt dálítið hættuspil að setjast undir hárbeittan rakhnifinn hjá svona brandarakalli? Þaö er aldrei aö vita hvenær einn góöur hrekkur óvart út og þá er aldrei að vita hvar hnifurinn lendir. — Ég segi aldrei brandara þeg- ar ég raka, segir Jörundur graf- alvarlegur. Þar að auki er þaö hending að menn komi til að fá rakstur. En það kemur einn og einn, og það er gaman aö geta haldið þvi við, þó ekki væri nema vegna þess aö við erum nú oftast kallaðir rakarar i daglegu tali — og þetta er dálítil kúnst. En ég stilli mig um að segja brandara á meðan ég handleik hnifinn! Og svona til að gleyma ekki samstarfsmönnum Jörundar á stofunni látum viö þess getiö, aö hún Inga Hrönn sér að mestu leyti um dömuklippingarnar og er flink i þvi aö sögn Jörundar. Lær- lingurinn hans, hún Linda, er þriðji maður um borð, lipur og skemmtileg, segir hann, og vill láta það koma fram, að einn stóll af þremur er ætlaður fyrir „Getum hermt eftir hvaöa hári sem er”, segir Jörundur og „hermir” þarna eftir klassiskri herraklippingu (mynd: Jim Smart). sem er” pantanir. Hinir taka „gesti og gangandi” eftir hendinni. Svo verður hann Jörundur lika með úrval af snvrtivörum, sem hann segir að verði bæði ódyrar og góð- ar. Og nú þarf enginn að klipa sig i handlegginn á mánudagsmorgni eftir að hafa hlegið að Jörundi i Þórskabarettinum i Þórscafé um helgina, þótt sá hinn sami Jör- undur standi þá yfir honum á rak- arastofunni með skærin á lofti. ÞG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.