Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 6
 - .. mwm kt um Nóbelsverðlaunahafann Frands Crick og kenningar ham Það lætur að likum að jafn fjölhæfur visindamaðurogFrancis Crick lætur ekki hinn „innri geim” nægja heldur hefur hann myndað sér mjög ákveðnar hug- myndir um himingeiminn og upphaf lifs á jörðinni. Nýlega kom lit bók eftir Crick, „Lifið sjálft”. bar heldur hann þvi blákalt fram að lifið á jörðinni hafi ekki kviknað af sjálfu sér nánast af tilviljun, heldur hafi það borist hingað með geimfari sem smiðað hafi verið af einhvers konar mannverúm einhvers staðar viðs fjarri jörðinni. í breska timaritinu Omni birtist fyrir skömmu viðtal við Francis Crick þar sem hann útlistar m.a. kenningar þær sem hann setur fram i bókinni „Lifið sjálft”. Hér á eftir fara brot úr viðtalinu. Sú hugmynd, að lif hefði verið sent hingað utan úr geimnum, kviknaði á ráð- stefnu sovéskra og bandariskra visinda- manna i sovétlýðveldinu Armeniu árið 1971. Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar var hugsanleg samskipti við verur af öðrum hnöttum. Þarna áttaði ég mig á þvi að heimurinn var orðinn svo gamall að lif hefði vel getað verið búið að þróast tvisv- ar. Vel gat hugsast að um svipað leyti og sólkerfið okkar myndaðist væri menning komin annars staðar i geimnum á svo hátt stig að þar væri unnt að smiða geimför sem kæmust til annarra sólkerfa. Tilgangurinn með bók minni var sá að fá menn til að dæma um það hvernig þessi hugmynd fellur að þeirri vitneskju sem við búum nú þegar yfir. „Þú reynir að sýna fram á að hugmynd þin þurfi ekki endilega að vera langsótt. Nefndu okkur einhver athyglisverð atriði i henni.” Þar má til dæmis nefna að eftir eitt til tvö þúsund ár kunna jarðarbúar að senda lif til annarra sólkerfa. Breski stjarnfræðingurinn Fred Hoyle hefur varpað fram þeirri hugmynd að lif hafi borist, og berist jafnvel enn, um geiminn i formi lifrænna skýja sem séu eldri en sólkerfin sjálf. Mér þykir þessi kenning bera vott um fjörugt imyndunarafl. Mér virðist erfið- ara að kveikja lif með þessum hætti heldur en þeim sem min kenning lýsir. Og sönnunargögn til stuðnings þessari kenn- ingu eru harla veigalitil. „En hvað um þá staðhæfingu að stein- gerðar örverur hafi fundist i loft- steinum ?” Veit nokkur hvernig eða hvenær þessar örverur settust á steinana? „1 bók þinni segirðu: „Hreinskilinn maður, vopnaður allri þeirri þekkingu sem við búum yfir, getur aðeins fullyrt að upphaf iifs virðist einna likast krafta- verki: svo mörg skilyrði hafi þurft að uppfylla svo það gæti kviknað. Þeir, sem eru trúhneigðir, taka undir með þér af hrærðum huga.” Ég er farinn að sjá eftir þvi að hafa notað orðið „kraftaverk”. Ég ætiaði að strika það út en hugsaði með mér: „Æ, fjandakornið!” 1 virðingarskyni við eðlisfræðina úti- loka ég ferðalög um geiminn á hraða Ijóssins,að ég tali nú ekki um enn meiri hraða. Þær ferðir sem ég nefni vara i ár- þúsundir og hraðinn er kannski einn hundraðasti af hraða ljóssins. A slikum hraða má vekja lif á þúsundum stjarna á svo sem tiu þúsund árum. í þessum geim- flaugum eru verur sem viðhalda stofn- inum á þessu langa ferðalagi — þetta tel ég ekki hina réttu aðferð, eða þá að notast er við fjarstýrðar flaugar sem bera með sér lif i einhverri mynd og eru i góðu lagi þegar þær lenda á fjarlægum hnöttum. Eftir nokkrar aldir verðum við örugglega búnir að yfirvinna öll tæknivandamál af þessu tagi. beir sem að þessu stóðu, urðu að vera sannfærðir um að lif gæti þrifist viða um himingeiminn, en svo sjaldgæft væri að lif kviknaði af sjálfu sér, með happa- og glappaaðferðinni, að það gerðist nánast aldrei. Þegar ákveða skyldi hvaða lifsform yrði fyrir valinu var ýmissa kosta völ, en helst komu bakteriur til greina. Þær eru srnágerðar og þola frost langtimum saman. Þær þola snöggar umhverfis- breytingar sem yrðu þróaðri tegundum að fjörtjóni. Og þar sem þessir náungar voru svo klárir i koilinum gátu þeir ræktað upp úrvalsbakteriustofna. Þeir hafa áreiðanlega sent Jjakteriur til jarðarinnar eða e.t.v. gerla. Gerillinn hefur fullkomna frumubyggingu, með lit- ningum, kjarna o.s.frv. Einhverra hluta vegna hafa þessir piltar ekki fylgt geimferðaáætlun sinni eftir. Svona fyrirtæki er fokdýrt og sein- legt ogþungti vöfum. Þeir hafa kannski fengið sig fullsadda á tækninni og snúið sér að einhverju öðru, svo sem innhverfri ihugun. Einnig er hugsanlegt að þetta kyn vits- munavera hafi eyðst i styrjöld, af slysni eða einhverjum öðrum ástæðum. „Þú tefldir visindamannsheiðri þinum i vissa hættu þegar þú skrifaðir þessa bók. Meira að segja konan þin segir að hún sé morandi af hindurvitnum. Kveiðstu þvi að vera misskilinn eða orð þin mistúlkuð?” Já, fyrst i stað, en menn sáu brátt að ég var ekki tilbúinn að láta lífið fyrir mál- staðinn og fyrir mér vakti aðeins áð vekja umræður. „Þú hefur skrifaö að það sé hættulegt fyrir okkur að vita ekki hvort við erum einir í heiminum. Hvers vegna er það hættulegt?” Hætta á innrás vofir alltaf yfir okkur. Af visindalegum ástæðum væri gaman áð komast að hinu sanna en við verðum lika að geta varist ef á okkur verður ráðist. Það kæmi mér á óvart ef við fengjum kurteisisheimsókn utan úr geimnum. „Þú hefur bent á að hér á jörðu hafi lif sennilega kviknað i kolvetnissamböndum en á öðrum hnöttum geti þessu verið á annan veg farið. bar gæti kisill komið i stað kolefnis og ammoníakssambönd i stað vatns. Hvers konar lif þrifst við slik skilyrði?” Aðrirhafa bent á þetta en enginn hefur komið fram með skothelda kenningu. Það er mögulegt að lifverur geti dafnað við þessi skilyrði en sá möguleiki er f jarlægur að minni hyggju. Þessar verur væru ólikar okkur i útliti. Allt lif verður að fá að þróast á eðlilegan hátt, öðruvisi getur flókið lifkerfi ekki orðið til. „Þú gafst i skyn að risaeðlur hefðu getað þroskað með sér visinda- og tækni- þekkingu ef þær heföu fengið að vera i friði. Má túlka orð þin þannig að visinda- frömuðir þurfi ekki endilega að vera af spendýraætt?” Nei, þeir þurfa ekki að vera spendýr en ég verð að játa að mér hafa aldrei fundist risaeðlur liklegar til visindadáða. Ég reyndi þvert á móti að benda á að risa- eðlur hafa liklega aldrei átt upptök að neinum visindaafrekum. En við verðum að átta okkur betur á þróunarsögunni. Við vitum reyndar i meginatriðum hvernig náttúran velur og hafnar tegundunum. Þetta verður vonandi komið á hreint á næsta mannsaldri eða þar um bil. Það er dálítiö ankannalegt að deila um það hvernig tiltekin tegund hefur þróast og vita ekki til hlitar hvað þróun er. Maður er nefndur Francis Crick. Hann er Englendingur og mikils metinn visindamaður. Hann hlaut haskólamenntun í eðlisfræði en vatt ser siðan i liffræði, kominn á fertugsaldur. Fyrir uppgötvanir sinar é þy svð, hlaut hann Nóbelsverðlaunin 1962 ásamt félaga sínum, James watson. Og nú, kominn á sjötugsaldur, fæst hann við rannsóknir á starf- semi heilans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.