Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 15
—helgarpásturinrL- Föstudagur 7. maí 1982 15 viorai: Þorgnmur Gestsson flll ssu Hefur Grettir hinn sterki Ásmundarson loksins eignast ofjarl sinn? öldum saman hefur hann verið talinn sterkasti maður á islandi auk þess sem hann var í útlegð lengur en nokkur maður annar, einmitt vegna hinna ofurmannlegu krafta sinna, sem hann hafði ekki alltaf stjórn á. Útlegðarmetinu verður varla hnekkt. En kraftlyftingamaðurinn Jón Páll Sigmarsson f ullyrðir, að hann sé sterkari en Grettir Ásmundarson. „Grettir hlýtur að hafa verið sterkur ef hann hef ur getað tekið 230 kíló i bekkpressu óþjálfaður í kraftlyftingum. Ég ber mjög mikla virðingu f yrir honum, en tel ólíklegt að hann haf i getað lyft meira en 130 kílóum", segir Jón Páll, þegar við sitjum að tali við hann í setkróknum í húsi þeirra lyftingamannanna, Jakabóli í Laugardalnum. En auðvitað getur Jón Páll ekkert sannað,hann fær aldrei að etja kapp við Gretti sterka. Hitt er svo annað mál, að það er „ekkert mál fyrir Jón Pál" að lyfta 230 kílóa lóðum liggjandi.á bakinu á bekk. Það er verst að Grettir og félagar gátu ekki tekið þátt í kraftakeppn- inni í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem norrænir krafta jötnar kepptu um titilinn sterkasti maður á Norðurlöndum". Sú keppni var að sögn Sví- anna „den tuffaste styrketávlingen nágon sinn í Norden". Ef tir að haf a sigrað í hverri greininni á ef tir annarri varð hann að lúta í lægra haldi fyrir sænskum jötni. í „vikingalyftunni" svonefndri lyfti hann „aðeins" um 900 kílóum með fótum og baki en sigurvegarinn lyfti 1200 kílóum. mgnd: Jim Smari

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.