Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 17
17 _ h(=>ltJF=irnn^tl irinn Föstudag ur 7. ma í 1982 illa sansast, eins og segir i álits- gerö geðlæknisins. „Viröast þessi reiðiköst fljótt hafa oröið móður- inni ofurefli og vakið andúð henn- ar á drengnum, sem hún hefur óafvitandi dulið fyrir sjálfri sér... Um heimilislif K meö móður hans er naumast hægt að tala, þar sem samvistir þeirra hafa veriö margslitnar... Um þetta leyti mun móöir K hafa kynnst öðru mannsefni sinu... Bæði móður- inni, K og öðrum heimildum ber saman um, að þetta hjónaband hafi veriö i alla staði misheppnað. Eiginmaðurinn drakk, eyddi kaupi sinu i ráðleysi. Konan neytti einnig áfengis. Rifrildi og barsmiðar áttu sér oft staö milli hjónanna. K féll illa við stjúpa sinn, segir hann hafa bariö sig og veriö öllum börnum slæmur... í seinna skiptið er hann strauk (frá barnaheimilinu i R) dvaldi hann 3 daga hjá móður sinni... Þá stóö brúökaup móöur hans fyrir dyr- um, brúöguminn þá nýhorfinn að heiman af óskýrðum ástæðum, en móöirin komin að falli. K var mjög þungur i skapi eftir þessa dvöl heima, talaöi um sjálfsvig (suicidum) og gerði sig liklegan til að drekka „lýsól” samkvæmt skýrslu heimilisins. Auösætt er, að hagur og ástand móöurinnar ásamt tilfinningalegu undanhaldi hennar hefur lagst mjög þungt á piltinn um þetta leyti en móður- þörf hans hins vegar mikil... Geö- læknir telur, að fram þurfi að koma sem gleggst, hversu tilfinn- ingaleg og félagsleg aöbúð pilts- ins allt frá frumbernsku hefur verið með eindæmum óheppileg og staðið persónuleikaþroska hans mjög fyrir þrifum...” K var dæmdur i átta ára fangelsi og afplánar nú dóm sinn. Rótleysi og aðhaldsleysi i bernsku Gripum niöur i öðrum dómi yfir manni nokkrum, S, sem svipti ná- granna sinn lifi nánast fyrirvara- laust en allt að þvi eftir áskorun hins látna. Báðir voru verulega ölvaðir. Hinn látni hafði dylgjað um ástarsamband banamanns sins og sambýliskonu sinnar. Hún haföi svarað honum i hálfkæringi og hann sagt eitthvað á þá leið, að þá skyldi hún drepa sig. Hún kvaðst aldrei vera fær um það og þá sagði hann við S: En þú ungi maður, hefur þú kjark til að drepa mig? Nokkrum augnablik- um siðar var verkið unnið. t niöurstöðum geðlæknis, sem rannsakaði geðheilsu mannsins sagði meðal annars aö S, væri ekki haldinn geðveiki, geðvillu né fávitahætti. „Heldur er hald- inn persónuleikatruflun (personality disorder 301,80) kominn vel yfir byrjunarstig of- drykkju (alcholismus 303,1) og kviða-taugaveiklun (anxiety neurosis, 300,0). Persónuleika- truflun S viröist mega m.a. rekja til rótleysis og aðhaldsleysis i bernsku. Þetta tvennt leiddi m.a. til lélegs námsárangurs i barna- skóla og siðan hefur S aliö með sér stöðuga minnimáttarkennd gagnvart öllu námi, en i eöli sinu er hann framagjarn og hefur vissa þörf fyrir að skara fram úr. í stað þess að takast á við vanda- máliö, reyna aö bæta sér upp menntunarskort sinn, virðist hann hins vegar hafa reynt að bæta sér þennan vankant upp með hressilegri, en yfirborðslegri hegðun i félagsskap við aöra svo og reynt að sýna af sér vissan dugnað og skara fram úr á vinnu- stöðum. Jafnframt viröist hann hafa átt erfitt með að mynda dýpri tilfinningaleg tengsl og varanleg við annaö fólk sökum minnimáttarkenndar sinnar. Hann virðist þvi hafa leiðst all- snemma út i ofnotkun áfengis sökum öryggisleysis i félagsleg- um samskiptum. Siðar meir virðast viss taugaveiklunarein- kenni hafa komið fram bæði sem orsök og afleiðing vaxandi drykkju. S hefur hins vegar marga jákvæða eiginleika sem hann viröist geta notfært sér, þannig virðist hann hafa án til- stuðlan annarra reynt að gera vissar jákvæðar breytingar á lifi sinu, svo sem að reyna að draga úr drykkjuskap sinum og gera sér far um að umgangast fólk án þess að hann væri undir áhrifum áfengis... Viöbrögð S... verða aö mörgu leyti skiljanleg, ef haft er i huga, hversu mikið hann þarf að sýnast, duga og þora að gera hluti, til þess að bæla niöur minnimáttar- kennd sina. Dómgreind hans var ennfremur skert af svefnleysi og drykkju. Setning sú, sem sam- kvæmt málsskjölum virðist hafa orðiö kveikjan aö viðbrögðum hans, fól i sér ásökun um ódugnað og heiguishátt. Innihald ræðunn- Þýsku kokkarnir eru búnir aö setja upp húfurnar og farnir að malla á þýsku fyrir Þýskalandskynninguna á Hótel Loftleiöum. (mynd: Jim Smart) Þýsk stemning á Hótel Loftleiðum Hollenskri viku er ekki fyrr lokið hjá þeim á Hótel Loftleiðum en þýsk vika tekur við. Og nú ætla þýskir ferðamálamenn aldeilis að moka landanum úr norðangarr- anum. Ásamt meö matreiðslu- mönnum og heilli hljómsveit er nefnilega staddur hér hópur ferðaskrifstofumanna til að kynna fyrir okkur þýska sumar- dýrð. Matreiðslumennirnir eru tveir, og að sögn Hilmars Jónssonar fyrrum veitingastjóra h já HL ætl- aði hann að reka þá til að setja upp kokkahúfurnar strax á mið- vikudagskvöldiö til aö byrja að undirbúa eins þýskan mat og hægt er að framreiöa á íslandi. Sá matur verður fram borinn i veitingabúðinni á hverju kvöldi alla vikuna, og i Blómasal verður þýskt bragð að kalda borðinu i hádeginu. Hljómsveitin er frá Bæjaralandi, og henni er ætlað aö haida uppi þýskri stemmingu á kvöldin. Semsé allt upp á þýskan máta á hverjum degi til sunnudagsins 9. mai nema bjórinn. Enginn Spatenbrau og hvaö það heitir nú allt saman. Hinsvegar geta menn séð land- kynningarkvikmyndir i fundar- salnum á laugardagseftirmið- daginn skoðað sýningu á þýskum vörum og rætt við ýmsa merkis- menn úr þýskum ferðabrans- anum i gestamóttökunni um hugsanlegt sumarfri i þýska bjórnum. ÞG ar var áskorun,hann varð að sýn- ast og geta. Ætla má, að viðbrögö hans hefðu oröið önnur, ef skipun eða beiðni hefðu falist i innihaldi ræðunnar. Ætla má, að S geti notfært sér geðlæknismeðferð i formi sál- lækningar (psychotherapy) til þess aö ráöa bót á vandamálum sinum, ef unnt væri aö ná góðri samvinnu viö hann.” Hann taldist sakhæfur og var dæmdur i 14 ára fangelsi. Hann afplánar nú þann dóm. Persónuleikapróf Þriðja dæmið varöar tvo menn sem fyrirvaralaust hengdu þann þriðja i fangaklefa i Reykjavik. Sá svaf ölvunarsvefni i klefanum og átti manndrápiö sér engan að- draganda. Geðlæknir lýsir öðrum manninum sem við köllum P, svo: „Hann er grindhoraður, lotinn og þreytulegur. Augnaráð hans er heiftugt og hatursfullt. Almennt er hann þögull i viötölum og tor- trygginn. Hann viröist hlýöa á það sem sagt er, en svarar ekki. Stöku sinnum i einu viðtalinu seg- ir hann skyndilega og án tilefnis „nei” og hristir höfuðið. Erfitt er vegna skorts á samvinnu að segja til um, hvort hann líði af of- skynjunum, svo sem ofheyrnum, en almenn framkoma eða lát- bragð hans að öðru leyti mælir ekki með sliku. Hann er með ranghugmyndir og hugsana- gangur hans er brenglaður, en ástand hans lagast nokkuð siðar i rannsókninni. Helst talaði hann viö mig i einu viðtali en þá komu fram samhengislausar og ruglingslegar setningar eins og: „Þú ert að leita eftir stelpum i gegnum fanga.” Er hann átti að vinna úr persónuleikaprófi, sem sálfræðingur lagði fyrir hann. skrifaöi hann niöur á prófblöðin eftirfarandi setningar: „Sál- fræöingurinn hefur réttindi sem leppur rikislögreglu sem hefur aðstööu á Kleppsspitalanum. Það er að vera ekki sjentilmaður á rökréttan mælikvarða frjálsra manna i frjálsu umhverfi.” Og einnig skrifaði hann: „Jesú Kristi var útrýmt af Krists Oliufjalli i Júöalandinu Judeu, sem var stærra en 11 milljónir manna. 600 milljónir Júöa hafa þeir verið á dögum Krists fjölskyldu. 11 milljónir manna hafa verið drepnir og útrýmt þegar siðasta ættliöi Krists ættar var tekinn af lifi að rómverskum sið og blóð Krists ættartölu drukkið af lög- regluveldi Krists ættartölu.” Telja má vist, aö hin sérkenni- legu viöbrögð P við geðrannsókn séu orsökuö af geöveiki (paranoid Schizophrenia). Grunnt tilfinningalíf P fékk lömunarveiki 3ja ára gamall og skaöaðist verulega, þannig að hann var lamaður á vinstri ganglim og gengur siðan verulega haltur. Hann gerðist meistari i iön. Fram að þritugs- aldri vann hann siðan á sama vinnustað hér i Reykjavik... Vin- neyslu hóf hann um 18 ára aldur og viröist svo sem vinneyslan hafi aukist verulega upp úr tvitugs- aldri. Um þritugsaldur fer félags- leg uppbygging hans að hrynja og þá vini kennt um. Hann missti vinnuna.siðar skildu hjónin. Um likt leyti leitar hann fyrst inn á geðsjúkrahús, tiöari skipti veröa á vinnustöðum og bilin milti starfstima verða æ lengri og hann gerist afbrotamaður. Andlegri og likamlegri heilsu hrakar mjög vegna langvinnrar ofneyslu vimugjafa hann er orðinn at- vinnulaus, félaus og heimilislaus öryrki er hann lenti i verknaði þeim, sem hann er nú ákærður fyrir. ...Við fyrstu rannsókn... um 16 dögum eftir aö afbrotið var fram- iö var P i þvi ástandi að hann taldist geðveikur og ósakhæfur. Hins vegar verður ekki sagt um þaö með vissu hvort hann hafi veriö ósakhæfur, þá er hann framdi afbrot þaö sem hann er nú ákæröur fyrir. Siðar i rannsókn- inni benda likur sterklega til þess, aö einkennin hafi dvinað i það miklum mæli aö hann teldist bættur af geöveiki sinni. Verður þaö fremur þakkað reglubundnu lifi i fangavist en meöhöndlun, þar sem hann tók ekki reglu- bundið geölyf meðan á rannsókn- inni stóö.” Hinn maðurinn gekkst undir samskonar rannsókn. Niðurstaða sálfræðirannsóknar er þessi: „Niöurstöður af þessari rann- sókn eins og hinum fyrri sem geröar hafa verið á H, sýna ákaf- lega litt þroskaöan persónuleika sem er á mörkum þess að vera vangefinn hefur grunnt tilfinn- ingalif og fátæklégt hugmyndalif. Hefur litla stjórn á hvötum sinum og myndar léleg geðtengsl við annað fólk. Hann hefur þvi veru- lega skapgerðar- og hegðunar- galla, sem m.a. koma fram i áfengissýki hans og algjörlega festulausu liferni. Merki koma fram um truflanir á greindarfari sem kynnu að eiga rætur til vefræns skaða á miðtaugakerfi, en ekkert kom fram við rannsókn, sem bendir til meiri háttar geö- veiki.” Alyktun geðlæknis var m.a. þessi: i ..Hér er um að ræða 45 áragamlan treggefinn l^/ mann sem þó •-*/ Nýja Philips maxim er ekki aðeins hrærivél heldur einnig grænmetiskvörn, hakkavél og blandari Philips maxim er frábær hönnun. Með fáeinum handtökum breytir þú hrærivél- inni í grænmetishvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir Philips maxim kostar aðeins 2.059 krónur! Það er leit að ódýrari hrærivél! fylgihlutir, sem allir eru innifaldir í verðinu. Philips maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoðari, lítil skál, grænmetishvörn, hakkavél, blandari og sleikja. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.