Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 28
Föstudagur 7. maí 1982 helgarpósturinn OGGOÐ ÞJÓNUSTA Við hjá B.M. VALLÁ HF. leggjum áherslu á skjóta og góða þjónustu við viðskiptavini okkar og að steypan sem við framleiðum standist að öllu leyti þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Þrautreynt starfsfólk, strangt gæðaeftirlit og fullkomnasta steypustöð landsins er trygging þín fyrir vandaðri vöru. BM VALIÁ SKRIFSTOFA: NÓATÚNI17 SÍMI: 26266 STEYPUSTOÐ STEYPUPANTANIR: BÍLDSHÖFÐA 3 SÍMI: 85833 STEYPUFRAMLEIÐSLA VTKURFRAMLEIÐSLA VIKURÚTFLUTNIN GUR • 1 uppsiglingu er nú stofnun nýs stéttarfélags rithöfunda. Er það óánægjuhópur úr Félagi islenskra rithöfunda, sem undan- farið hefur starfað sem eins konar rithöfundaklúbbur á hægri væng pólitikurinnar, sem vill kjúfa sig frá Rithöfundasam- bandi Islands. Telja þessir rit- höfundar að Rithöfundasam- bandið og sjóðir á þess snærum hygli rithöfundum sem séu „i eða utan á Alþýðubandalaginu”, eins og foringí þeirra, Ingimar Er- lendur Sigurðsson orðar það. A sunnudaginn verður haldinn aðal- fundur Félags islenskra rithöf- unda og stefnir allt i að þar verði lögð drög að stofnun nýs stéttar- félags. Formannsefnið i þessu nýja félagi mun vera Gunnar Dal, en þeir sem unnið hafa af kappi að undirbúningi málsins munu vera auk Ingimars Erlends, Baldur Óskarsson, Indriði G. Þorsteinsson, Erlcndur Jónsson o.fl. Þegar við siðast fréttum munu þeir félagar hafa sagst komnir með á þriðja tug rithöf- unda sem tilbúnir væru að segja sig úr Rithöfundasambandinu. Um þriðjungur félaga i Rithöf- undasambandinu mun vera i Félagi Islenskra rithöfunda, en ekki er vist að þeir séu allir á þvi að stétt sé styrkt með þvi að kljúfa stéttarfélagið... • Baksiðuklausa i siðasta Helgarpósti um afgreiðslu Loft- ferðaeftirlitsins á leiguflugi tveggja Arnarflugsvéla til Fær- eyja fyrir skömmu reyndist byggð á ónákvæmum upplýsingum. Beðist er vel- virðingar á fullyrðingum um að óeðlilega hafi verið að rannsókn- inni staðið. Fyrir þvi liggja engar sannanir. Afturámóti er staðfest að vélarnar voru of þungar, og vitaðer að Arnarflug hleður vélar sinar meir en Flugleiðir gera sambærilegar vélar. Þannig hafa Arnarflugsmenn hlaðið 19 manns i Twin Otter-vélar sinar á meðan Flugleiðir telja ekki ráðlegt að hafa þar fleiri en fjórtán — sautján... • Likur benda til að talsverð hreyfing verði á helstu topp- stöðum i leiklistarheiminum á næstu mánuðum. Nú stendur fyrir dyrum að auglýsa stöðu leiklistarstjóra útvarpsins, en eftirað Klemens Jónssonhætti og hóf störf við innheimtu hjá Dag- blaðinu & Visi og Videóson, hefur Óskar Ingimarsson verið settur leiklistarstjóri. Meðal innanhús- fólks hjá útvarpinu er talsverð stemming fyrir þvi.að Óskar fái stöðuna, en auk hans eru nefndir sem liklegir umsækjendur Hall- mar Sigurðsson.sem nýtur fylgis stórs hópsleikara, einkum þeirra yngri, Þórhildur Þorleifsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Jón Viðar Jónsson og Flosi ólafsson.... • Þá er trúlegt aö staða leik- hússtjóra hjá Leikíélagi Reykja- vikur verði auglýst i haust, og nýr maður taki þar við á næsta ári samkvæmt reglum félagsins. Ekki er talið liklegt að framhald verði á þvi að hafa tvo leikhús- stjóra eins og verið hefur. Þá hefur verið talað um að næsta leikár verði það siðasta sem Sveinn Einarsson stjórnar Þjóð- leikhúsinu. Hins vegar mun túlk- unaratriði hvort hann eigi ekki rétt á öðru fjögurra ára timabili þvi þaö dróst að ganga frá skipan hans i embættið vet,na þess hve lengi frumvarpið um nýju Þjóð- leikhúslögin lá hjá alþingi... • Og einnig er að losna skóla- stjórastaða Leiklistarskóla rikis- ins, en Pétur Einarsson hefur gegnt þvi starfi undanfarin ár. Heyrst hefur að Helga Hjörvar, - framkvæmdastjóri Bandalags is- lenskra leikfélaga hafiáhuga á að hætta á þeim bæ og komi þá skólastjórastaðan mjög til álita.... • Ibúar viö Hraunhóla i Garðabæ vöknuðu upp við heldur vondan draum að morgni föstudagsins 30. april. Þegar þeir ætluðu að aka venjulega leið til vinnu sinnar, suður Hraunhólana og út á Reykjanesbraut sáu þeir nefnilega, að búið var að brjóta upp malbikið á gatnamótunum og koma fyrir stórum, gulmáluðum grjóthnullungum þvert yfir veg- inn. Eina leiðin niður á Reykjavikurveg var um Hraunholtstún, þar sem nýlega var slett niður nokkrum malar- hlössum, um Löngufit og Lækjar- Ibúarnir við Hraunhóla brugðu við skjótt og skrifuðu bæjarráði bréf þar sem farið var fram á að vega- tálmanir yrðu fjarlægðár; og skrifuðu allir ibúar þeirra átta ibúðarhúsa sem við götuna standa undir bréfið. Ekkert gerð- istfyrr en á miðvikudagsmorgun. Þá var einum steininum á gatna- mótunum ýtt til hliðar en hins- vegar voru vegatálmanir sem höfðu lokað gatnamótum Kefla- vikurvegar og Reykjavikurvegar i Engidal, fyrir neðan gatnamót- in, flutt upp fyrir þau. Leiðin var þvi jafn lokuð og fyrr. Talið er að „atkvæði” við Löngufit hafi farið fram á lokunina, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hreinan meiri- hluta i bæjarstjórn Garðabæjar. En það er hinsvegar mál manna, að með þessu hafi umferðin fram hjá húsi „atkvæðisins” frekar aukistenhitt þar eð nú þurfa allir ibúar Hraunhóla að fara framhjá húsi þess, hvort sem þeir ætla til Reykjavikur eða Hafnarfjarðar, auk þess sem skátaheimili bæjar- ins stendur við götuna. Það er mál manna, að skýringin á þessu sé einföld. Flestir ibúanna við Hraunhóla eru Framsóknar- menn. • I næstu viku munu mynd- bandaeigendur loks fá tækifæri á að leigja sér islenska kvikmynd i myndbandaleigum landsins. Kvikmyndafélagið Óðinn hefur nú fengið til landsins eitt hundrað myndbandaspólur með kvik- myndinni Punktur, punktur, komma, strik, sem Þorsteinn Jónsson leikstýrði eftir bókum Péturs Gunnarssonar... • Fyrir skömmu sóttu þeir Friðrik Þór Friöriksson og félag- ar hans þrir úr Hugrenningi um aðild að Félagi kvikmyndagerð- armanna. Þeim var öllum synjað um fulla aðild nema Ara Kristins- syni, en boðið að verða aukafé- lagar, með tillögurétt en ekki at- kvæðisrétt. Astæðan fyrir þessu var sögð sú að þeir stæðust ekki inntökuskilyrði félagsins en þau munu vera próf i kvikmyndagerð frá viðurkenndum skóla eða störf i greininni i þrjú ár. Eru þeir nú að hugleiða stofnun nýs félags kvikmyndagerðarmanna. Auk þess að fá ekki inngöngu I FK finnst þeim þeir eiga takmarkaða samleið með mönnum sem hafa meirihluta tekna sinna af gerð auglýsingamynda. Ætla þeir nú að kanna hljómgrunn fyrir stofn- un nýs félags þar sem eingöngu verði þeir sem vinna að skapandi kvikmyndagerð, eins og þeir i Hugrenningi eru að reyna að gera.... Gerum við Kalkhoff —■ SCO —■ Winter — Peugeot — Everton og öll önnur hjól. Fullkomin tækja- og vara- hlutaþjónusta. Sérhæfing I fjölgirahjólum. Seljum uppgerð hjól. Opið alla daga frá kl. 8—18, laugardaga kl. 9—1. Hjólatækni Vitastig 5. Slmi 16900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.