Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 3
3 halrjat-pn^fl irinnFöstudagur7.-ma'n982 sviði og reyna þá að styöja við það á einhvem hátt. Hvers vegna hefur frumvarpið þá ekki verið lagt fram á Alþingi eins og virðist hafa verið lofað? Þvi' svarar Ingvar Gislason menntam álaráðherra: „Ég hef aldrei búist við, að það gæti verið lagt fram á þessu þingi”, segir hann. „Hins vegar hef ég margsagt að ég undirbý flutning á þessu frumvarpi á næsta þingi, i október, og geri mér þá vonir um að það nái fram að ganga”. Ingvar segir, að frumvarpið hafi komið svo seint fram full- klárað aö engin skilyrði hafi verið fyrir þvi, aö leggja það fram á þessu þingi. ,,Að minum dómi hefði það ekki þjónað þeim tilgangi sem margir hefðu viljað. Það er miklu betra að taka það fyrir sem eitt af stóru verkefnunum á næsta þingi, heldur en að hleypa því inn i málaþvöguna, svona siðla á þing- inu”. Ingvar segir, að hann ætli að leggja frumvarpið óbreytt fram og á hann frekar von á þvi, að stuðningur sé fyrir þvi á þingi, vegna þess, að það er tiltölulega vel undirbúið. Hnefahögg í ljósi þess, að ný lög um kvik- myndasjóð verða að veruleika i allra næstu framtíð, er kannski ekki úr vegi að Iita til baka og sjá hvernig kvikmyndagerðarmenn meta störf sjóðsins. Það er alveg ljóst, að án hans hefði aldrei komið þessi fjörkippur i kvik- myndagerðina og þess vegna hefur hann ef til vill verið hafinn yfir alla gagnrýni á opinberum vettvangi. Við siðustu Uthlutun komu hins vegar fram nokkrar óánægjuraddir ogþvi ekki úr vegi að spyrja hvort hann hafi uppfyllt þær vonir, sem við hann voru bundnar og staðið sig sem skyldi. Friðrik Þór Friðriksson segir, að ef hann taki dæmi af þeim i Hugrenningi, hafi sjóðurinn væg- ast sagt verið fjandsamlegur i þeirra garð. „Siðasta úthlutun var hnefa- högg i andlitið á okkur. Hún bar vott um ókunnugleika á islenskri kvikmyndagerð, stöðunni i dag og möguleikum hennar. Til dæmis það, að veita Eldsmiðnum ekki neinn styrk ætti að tryggja að um ókomna framtíð leggur ekki nokkur aðili út i að gera kvik- mynd, nema hann hafi eitthvað frá sjóðnum. Þar með hefur sjóðurinn tekið sér eitthvert keisaravald um hvað verður framleitt af kvikmyndum i land- inu og hvað ekki. Þessir menn hafa sýnt það og sannað, að þeir hafa ekkert vitá kvikmyndum og vita ekkert hvað er góð kvikmynd á handritsstigi. Það væri jafnvel betra, að þessi sjóður væri ekki til. Þrátt fyrir hæga aðsókn að Rokkinu, eigum við þegar að vera búnir að greiða kvikmyndasjóði i formi söluskatts 130 þúsund krónur en fengum 75 þúsund krónur i styrk. Og ef okkar dæmi gengur upp, leggjum við i sjóöinn hálfa milljón króna, i hendur fólki, sem hefur þegar glatað trausti okkar”. Helgi Gestsson segir, að svo miklar vonir hafi verið bundnar við kvikmyndasjóðinn, að ekkert hefði getað uppfyllt þær, og að sjóðsstjórnarmenn hafi starfaðaf mikilli elju og áhuga við mjög erfið skilyrði. Til dæmis hefði sú upphæð, sem úthlutað var i ár, aðeins verið tuttugasti hlutinn af þvi, sem sótt var um. „Mér finnst helst, að það vanti stefnumötun um framtið kvik- Ingvar Gislason: Frumvarpið lagt fram á næsta þingi. myndagerðarinnar og að tekið sé tillit til þess við úthlutun úr kvik- myndasjóði”. Ener sjálfur stjórnarformaður kvikmyndasjóðs, Knútur Halls- son,ánægður meö störf sjóðsins fram að þessu? „Anægður og ánægður ekki. Fjármagnið, sem við höfum,er full litið. Við ræddum það reyndar á siðasta stjórnarfundi að setja okkur fastari reglur þannig að við hefðum meiri gögn i hönd- unum um hverja mynd, og veitt- um t.d. ekki styrki til að gera myndir nema að fyrir liggi til- tölulega fullkomin handrit. Einnig var rættmikiö um að veita færri styrki og stærri. Ég hef alltaf sagt, að það væri varla grundvöllur fyrir meira en tveim leiknum myndum á ári, en hvern- ig það mundi mælast fyrir, er annað mál,” segir Knútur. Aðspurðurum hvaða reglur séu hafðar til grundvallar, þegar styrkir séu veittir, segir Knútur, að engar skriflegar reglur séu til. Stjórnarmenn fari yfir hverja umsókn og meti þær, og einnig sé litið á menntun og fyrri reynslu umsækjenda. Engin uppgjöf Þrátt fyrir að framtiðarhorfur i islenskri kvikmyndagerð séu nokkuð óvissar, eru kvikmynda- gerðarmenn ekkert á þvi að gef- ast upp. Nokkrar myndir eru þegar á undirbúningsstigi eða i startholunum og ein væntanleg til sýninga innan skamms. Næsta islenska kvikmyndin sem frumsýnd verður, er Okkar á milli sagt, i hita og þunga dags- ins, eftir Hrafn Gunnlaugsson. Hún verður tilbúin til sýningar um miðjan næsta mánuð, en ekki er ennþá fyllilega ákveðið hvenær sýningar á henni hefjast. Liklega verður það þó annað hvort i ágúst, eða ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Hrafn segir að hann sé frekar bjartsýnn með myndina, þar sem hún hafi verið skikkanleg i kostn- aði. Hann muni ná endum saman Knútur Hallsson: Engin reglu- gerð til fyrir kvikmyndasjóð. með þvi að fá 45 þúsund áhorf- endur, sem er nokkru minna en siöustu myndir hafa þurft. Björn Björnsson, Egill Eðvarðs- son og Saga Film hefja á allra næstu vikum upptökur á kvik- myndinni Trúnaðarmál. Að sögn Björns leggst takan vel i' þá og þeim finnst ekki ástæða til að ör vænta, þótt ekki tolási byrlega fyrir tveim siðustu myndunum. Reynslan af myndum eins og Rokki i Reykjavik kenni mönnum að takmarka ekki áhorfendahóp- inn, sem heild sé hann þegar tak- markaður. „Við tókum ákveðna stefnu i upphafi og hún varsú að fara ekki upp i hillu i einhverja vel þekkta bók og reyna að gera mynd eftir henni. Okkur finnst vera komið nóg af slikum myndum i bili. Við viljum ekki, að menn geti sagt um okkar mynd, að bókin hafi verið betri. Við höfum einsett okkur að sniða okkur stakk eftir vexti og ætlumst til að þetta dæmi okkar gangi upp á 60 þúsund áhorf- endum”, segir Bjöm. Friðrik Þór Friðriksson segir, að næstu mánuðir hjá þeim i Hug- renningi muni fara i það að skilmast við vixla, sem þeir von- ast til að kljúfa alla i herðar niöur. „Við ætluðum að fara i heim- ildarmynd i likingu við Eldsmið- inn, en það verður ekki, þar sem ekki er hægt að leyfa sér svoleiðis sport. Við munum þvi gera eina mynd enn f trássi við kvikmynda- sjóð. Það verður leikin mynd, sakamálamynd, sem gerist i reykviskum samtima og tökur hefjast i haust”, segir Friðrik. Stærsta verkið, sem nu er i undirbuningi, er án efa kvik- myndun Atómstöðvarinnar eftir Halldór Laxness undir stjórn Þorsteins Jónssonar. Kvik- myndatökur munu fara fram á timabilinu febrúar til júni á næsta ári og frumsýning verður sama haust. Aætlaður kostnaður við myndina er um fimm milljónir króna og er það nokkuð hærri upphæð en fór i siðustu myndir. Samt segist Þorsteinn hvergi vera banginn. „Þetta erspurning um að vinna verkið vel”, segir hann. „Við höf- um notað meiri tima en til stóð i að vinnahandrit og ég er viss um, aðþað erorðiðþaðgott, að mynd- in kemur til með að standa fyrir sinu”. Það er ljóst af ofansögöu, að stjórnvöld eiga næsta leik. Ekki eingöngu kvikmyndagerðar- menn, heldur landsmenn allir, treysta þvi, að þau hafi manndóm i sér til að tryggja innlendri kvik- myndagerð heilbrigðan starfs- grundvöll og leggi fram og fái samþykkt á Alþingi við fyrsta tækifæri nýja frumvarpið um kvikmyndastofnun Islands, kvik- myndasjóö og kvikmyndasafn. Það mál má ekki sofna i kerfinu, eins og mörg önnur þjóðþrifamál. Síðan 1972 hafa 5 milljónir ánægðra FIAT 127 eigenda ekið með þá fullvissu í huga að bill þeirra væri hið fullkomna farartæki, bill sem ekki væri hægt að smíöa betur. En í dag hefur komið í Ijós að þetta var ekki nema hálfur sann- leikur, hin nýi FIAT 127 er ennþá skemmtilegri og vandaðri hvað snertir hönnun og frágang. FIAT UMBOÐIÐ SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720 NESTSELDI BÍLLEVRÓ FIAT 127 SPECIAL er gjörbreyttur utan sem innan, en þetta er hinn frægi 3ja dyra bíll, sem hefur verið mest seldi bíll Evrópu mörg undanfarandi ár og ekki að ástæðulausu. Við höfum ekki annað eftirspurn til þessa, enda hefur þessi sérstaki bíll eitt hæsta endursöluverð hér á íslandi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.