Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 07.05.1982, Blaðsíða 11
Starfsmenn á vcrkstæöi SVR klappa lof i lófa einum þeirra Volvo- vagna sem hafa staöiö sig meö prýöi i 14 ár og milljón kiiómetra (mynd: Jim Smart). Volvo strætisvagnar eftir 14 ár og milljón kílómetra Ennþá aðal vinnujálkarnir t vagnaflota Strætisvagna Reykjavikur eru 27 bilar á „ferm- ingaraldri”. Af þeim hefur 11 ver- iö ekiö rúmlega eina milljón kiló- metra, niu hafa rúllaö yfir 900 þúsund kilómetra og 5. febrúar i vetur haföi engum þeirra veriö ekið minna en 778 þúsund kiló- metra. — Þetta eru vagnarnir sem komu viö hægri breytinguna áriö 1968 og urðu þvi fjórtán ára 28. mai. Enn eru þetta aöal vinnu- hestarnir okkar, margir þeirra eru ennþá á föstum leiöum i hörku vinnu hvern einasta dag, segir Haraldur bóröarson deild- arstjóri tæknideildar SVR viö Helgarpóstinn. Svo venjuleg og hversdagsleg sjón sem strætisvagnar eru á göt- um borgarinnareru þeir sjálfsagt fáir sem leiöa hugann nánar aö þeim. Flestir hafa þvi liklega gleymt sögu þessara gömlu strætisvagna, sem eru af geröinni Volvo B58. Þaö var i september 1967, sem undirritaöir voru samningar viö Volvo AB i Gautaborg um kaup á 30 slikum vöenum. Siöan var geröur samningur viö Bilasmiöj- una h/f um að byggja yfir þá. Bilasmiöjan keypti siðan hálf- framleiddar yfirbyggingar frá Vestfold karosseri fabrikk i Nor- egi. En timinn leiö, og dagurinn sem allt snerist um, H-dagurinn 28. mai, nálgaöist óöum, og Bila- smiöjan lenti i geysilegu tima- hraki. Samt tókst aö skila vögn- unum á tilsettum tima, en þaö varö henni hinsvegar fjárhags- lega ofviða, og hún fór „á haus- inn”. En vagnarnir komust á götuna og hafa flutt borgarbúa og aöra viöskiptavini SVR siöan. — Þetta eru fyrstu vagnarnir sem viö kaupum og höfum ekki þurft að hætta aö nota vegna þess aö þeir hafa orðiö úreltir, segir Haraldur Þórðarson. — Þetta voru fyrstu vagnarnir af nýrri „kynslóö” og frábrugðnir fyrri vögnum fyrst og fremst aö þvi leyti, að yfirbyggingarnar eru úr áli, bæöi fram- og afturhuröir eru tvöfaldar, vélin er fyrir miöju bilsins, undir gólfinu,og bilarnir eru meö fjögurra gira hálfsjálf- skiptum girkassa. Það gefurbetri plássnýtingu og gerir, að gólfiö er i heilu plani, en raun- ar hefur þessi miövél alltaf verið umdeild, og er enn, segir Harald- ur Þóröarson. Volvo B58 strætisvagnarnir eru endingarbestu bilar sem þeir hafa nokkurntimann keypt, segja þeir „strætómenn”. Besti vitnisburöurinn um þaö er að sjálfsögöu sú staðreynd, aö eftir 14 ár eru 27 bllar af 30 enn i gangi. Einn þessara þriggja blla, sem eru horfnir úr flota SVR, var seld- ur fyrir skömmu. Annar brann i verkstæðisbrunanum á Kirkju- sandi áriö 1970 og sá þriöji eyði- lagðist i árekstri i vetur. Og þessir 27 vagnar skiluöu 41% af heildarakstri SVR samkvæmt siöustu mælingu á akstri vagn- anna, sem er gerö fyrir tollstjóra i sambandi við útreikning á þungaskatti. En aö sjálfsögöu hafa þessir gömlu jálkar bilaö eins og aörir bilar. Helsthafa þaö veriö brems- urnar sem hafa angraö verkstæö- ismennina, og þaö er raunar vandamál, sem enginn borgarbúi hefur komist hjá aö taka eftir. Það er þetta óskaplega iskur, sem fór i taugarnar á mörgum og hef- ur enn ekki tekist aö stööva alveg. — Þessi hemlabúnaður var hannaöur á árunum 1962 - ’66 og þá óraöi engan fyrir þvi hvað álagið á hemla strætisvagnanna yröi óskaplega mikiö, hvorki hér né erlendis, segir Haraldur Þórðarson, og bendir á, aö hemlanotkun hafi aukist gifur- lega meö stóraukinni timapressu á mörgum leiöum samfara mik- illi fjölgun á umferöarljósum, biöstöðvum og auknum umferö- arþunga á götum borgarinnar. — Hemlarnir stóöust einfald- lega ekki þær kröfur sem geröar voru og tókst ekki aö útrýma þessu fyrr en létt var á vögnun- um. En þaö er vel hægt aö láta þá væla ennþá! t arftökum þessara gömlu vagna, Volvo B10M er rafsegul- búnaður sem olli algjörri byltingu i þessari ofsalegu hemlavinnu hérna i umferöinni. Sé sá búnaður rétt notaöur reynir ekki á sjálfa hemlana nema i neyðartilfellum. Sú breyting hefur lika oröiö, aö i staö þess aö þurfa að skipta um helmaboröa og skálar á allt niöur I 6000 kilómetra fresti hefur sum- um vögnunum frá 1981 verið ekiö 136 þúsund km, án þess aö hreyft hafi veriö viö hemlunum, segir Haraldur Þóröarson. Þaö segir sig sjálft, aö vélarnar hafa veriö „teknar upp” nokkrum sinnum, en búast má viö aö vélar af þessari gerö endist I 350 - 500 þúsund kflómetra. Og yfirbygg- ingarnar sem settu Bilasmiðjuna á hausinn hafa lika reynst ótrú- lega vel, þaö hefur varla komið fram nokkur tæring i þeim. Nú er komin ný „kynslóö” af strætisvögnum — hvort sem þeir heita Volvo, Benz eða Ikarus, en það er eftir aö vita hvort þeir veröa i eins góöu standi eftir 14 ár og gömlu Volvo B58 vagnarnir, sem enn um sinn veröa aðal vinnujálkar SVR. ÞG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.